Vikan - 28.08.1986, Síða 54
Sakamál
skroppið til vinkonu sinnar fyrir handan
garðinn, eins og fyrr er sagt.
Þegar Kay hafði komið sér vel fyrir og
mesta erfiðið við endurbætumar var afstaðið
fann hún skyndilega fyrir einkennilegri tilfinn-
ingu sem gerði henni órótt. Húsið var fallegt,
bjart og hún hafði lagt sig fram um að gera
það vistlegt. En á einhvem hátt vakti eldivið-
argeymslan, sem fyrr er nefnd, henni ugg í
bijósti. Úr henni var hægt að ganga beint út
í garðinn og þess vegna geymdi Kay þar
blómapotta og ýmis garðáhöld. Þegar hún
átti erindi i geymsluna hafði hún á tilfinning-
unni að einhver væri þar fyrir og þessa tilfinn-
ingu hafði hún haft frá því fyrsta að hún fór
að sýsla þar inni.
Síðdegi eitt í september, um sexleytið, náði
hún sér í málningardós sem var í geymslunni
því hún hafði hugsað sér að mála nokkrar
skápahillur í eldhúsinu. Það hafði rignt við-
stöðulaust síðan um morguninn og skuggar
næturinnar vora þegar farnir að teygja sig
yfir Sherbourne. Kay fann meira en nokkru
sinni fyrir þeirri tilfinningu að einhver ókunn-
ur væri þar inni. Hana greip óviðráðanlegur
ótti og hún skundaði til dyra. í óðagotinu
hafði hún gleymt að slökkva ljósið og hún
lét sig hafa það að snúa við og slökkva. Sér
til mikillar hrellingar sá hún að tvær mann-
verar voru í herberginu. Önnur var kona,
um það bil 40 ára, fremur lágvaxin og fríð,
en skelfingarsvipur var á andlitinu. Fyrir
framan hana stóð karlmaður, nokkuð hár
og þrekinn en með afar beinabert andlit, og
ógnaði henni með hnifi. Konan opnaði
munninn og reyndi að æpa en röddin kafnaði
í hálsi hennar um leið og hnífurinn gekk á
hol.
Kay fann hvöt hjá sér til að hlaupa og
hjálpa konunni en óttinn gerði hana lémagna
og hún gat einungis gripið fyrir andlitið og
falið sig á bak við laust skilrúm sem í her-
berginu var.
Maðurinn vafði líkama konunnar, sem
hann myrt, inn í teppi og hvarf út í garðinn
með líkið í fanginu og virtist ekki gefa nær-
veru Kay nokkurn gaum. Hjúkrunarkonan
stóð kyrr og hljóð nokkrar mínútur sem virt-
ust þó heil eilifð. Hún óttaðist að sá ókunni
sneri aftur, uppgötvaði hana og gerði hana
síðan að öðru fórnarlambi sínu.
En tíminn leið og ekki birtist morðinginn.
Kay læddist óttaslegin að dyrunum, sem
snera út að garðinum, og læsti þeim. Síðan
hélt hún til dagstofunnar, ennþá yfirkomin
af hræðslu, og hringdi í lögregluna. Stuttu
seinna birtust lögregluþjónar og þeir rannsök-
uðu húsið og þá sérstaklega geymsluna þar
sem ógnaratburðurinn hafði átt sér stað en
morðinginn virtist hafa gufað upp út í kvöld-
húmið án þess að skilja eftir sig svo mikið
sem eitt spor til sönnunar á frásögn Kay.
Foringi lögreglumannanna horfði rannsak-
andi á Kay. „Frú,“ sagði hann, „yður hlýtur
að hafa runnið í brjóst eftir að hafa lesið
mergjaða leynilögreglusögu...“ „Nei,“ and-
mælti Kay. „Ég fullvissa yður um, lögreglu-
foringi, að ég var vakandi, og það vel vakandi,
þegar ég sá þessar tvær persónur."
En útkoman varð sú að lögregluforinginn
áleit þetta allt drauma og hugaróra hjá Kay
og hann hélt á braut ásamt mönnum sínum
án þess að finna nokkuð sem útskýrt gat
söguna sem Kay fullyrti að væri sönn. Þrátt
fyrir það var henni ekki rótt og nóttinni, sem
í hönd fór, eyddi hún á hóteli.
Daginn eftir sneri Kay heim til sín aftur.
Það eitt að koma nálægt geymslunni hræði-
legu gerði hana óttaslegna. Hún ákvað að
fara alls ekki þangað inn. Nú leið mánuður
án þess að nokkuð bæri til tíðinda. Kay var
önnum kafin við að undirbúa gróðursetningu
nokkurra runna sem henni höfðu verið gefnir.
Morgun einn, þegar hún var að róta í mold-
inni með skófiunni sinni, kom hún að
einhverri fyrirstöðu svo að hún lagði frá sér
skófluna og hugðist taka upp með höndunum
það sem hún áleit vera steinvölu. En við nán-
ari athugun sá Kay, sér til óumræðilegrar
skelfingar, að hún hélt á hauskúpu af manni.
Vinkona hennar, Madlina, heyrði ópin í
henni og kom strax hlaupandi yfir til hennar
og reyndi að róa hana. í þetta skipti var það
Madlina sem hringdi til lögreglunnar. í fyrstu
vora lögreglumennirnir vantrúaðir á sann-
leiksgildi þessarar nýju sögu en eftir að þeir
höfðu mokað nokkuð þar sem hauskúpan
hafði verið komu þeir niður á breinagrind.
Hér var um beinagrind konu að ræða en
ómögulegt að geta sér til um aldurinn enda
að líkindum ein tíu ár síðan konu þessari
hafði verið búinn þessi viðhafnarsnauði leg-
staður.
Nú hófust miklar rannsóknir og það sem
áður hafði virst einskær hugarburður hjá Kay
fór að taka á sig raunverulega mynd. Hún
hafði orðið vitni að morði og beinagrindin
var sönnunargagnið - morðið hafði verið fram-
ið tíu árum áður. Hvar endar eða byrjar
raunveruleikinn eða ímyndunin? Hvaða sam-
band var á milli þessarar beinagrindar og
atburðarins sem Kay hafði orðið vitni að?
Allt var þetta ráðgáta. Nauðsynlegt reyndist
að komast að raun um sögu þessa húss og
þeirra sem þar höfðu búið.
Tíu árum áður hafði eigandi Akurhóls ver-
ið Thomas Weaver en hann hafði kvænst
Ednu Marlow árið 1960. Árið 1973 hvarf
Edna af heimili þeirra hjóna og eftir urðu
allar hennar persónulegu eigur og annað í
húsinu. Systir hennar, Hilda, hafði tilkynnt
um hvarfið þar sem samband þeirra rofnaði
svo skyndilega. Lögreglan vann að málinu
án árangurs. Thomas Weaver, sem var all-
nokkru eldri en eiginkonan, Edna, hagaði sér
að öllu leyti óaðfinnanlega og lögreglan fann
ekkert bitastætt varðandi hvarfið og var því
málið látið niður falla. Stuttu seinna seldi
Thomas húsið og flutti til Bandaríkjanna.
Hilda Marlow var yfirheyrð. Hún átti í fór-
um sínum myndir úr brúðkaupi systur sinnar
og Thomas Weaver. Kay þekkti þar strax
sama fólkið og hún hafði séð í eldiviðar-
geymslunni septemberkvöldið eftimiinnilega
þegar hún sá voðaverkið framið. Við frekari
rannsóknir á beinagrindinni fékkst staðfest
að þetta hafði verið Edna Marlow.
Lögreglan varð að lokum að viðurkenna
að dularfullur atburður hafði átt sér stað,
fyrirbæri sem einungis var hægt að útskýra
með dulsálarfræði (parapsychology), ef það
var þá eitthvað hægt-.að útskýra. Kay hafði
orðið vitni að glæp sem framinn var tíu árum
áður - hún hafði verið notuð sem einhvers
konar senditæki til þess að fietta ofan af þess-
um glæp sem í fyrstu hafði virst fullkominn.
Án árangurs reyndi lögreglan að hafa uppi
á Thomas Weaver. Ef til will skipti hann um
nafn við komuna lil Bandaríkjanna, kannski
skar hann alveg á þráðinn þegar hann yfirgaf
kyrrláta húsið í Sherbourne.
Nú stendur Akurhóll auður og er falur
hverjum sem vill húsið sem Kay hafði út-
búið af svo mikilli kostgæfni til þess að njóta
þar eftirlaunanna eftir vel unnið ævistarf. En
hún er sanfærð um að Thomas Weaver sé
látinn - að það hafi verið svipur hans, ásamt
svip Ednu Marlow, sem hún sá þegar hún
varð vitni að hinu löngu framda morði. Sá
heimur, sem okkur er hulinn og sem er í svo
mikilli fjarlægð, erein af stærstmráðgátunum
um tilveruna.
54 VIKAN 35. TBL