Vikan

Ataaseq assigiiaat ilaat

Vikan - 28.08.1986, Qupperneq 60

Vikan - 28.08.1986, Qupperneq 60
„Maður finnur lyktina af frelsinu Langtímabið okkar er lokið. Skúli er mættur. Á rauðlitaða hjólinu með blárauðan borða í jakkanum. Aðeins þeir útvöldu bera þennan borða og Skúli er útvalinn skipu- leggjandi næstu ferðar. Áður hafa Sniglar farið í ferðir um Vestfirði, til Akureyrar, i Atlavík ’85 og í Land- mannalaugar, svo dæmi séu nefnd, en tilefni þessa fundar er ferð á Þjóð- hátíð í Vestmannaeyjum. „Við leggjum af stað frá Hallærisplaninu annað kvöld,“ segir Skúli, „og við ökum hægt og fallega, ég endurtek, hægt og umfram allt fallega út úr bænum, þannig að við sniglumst, skríðum eins og langur ormur. Hvað fara annars margir á bílum?“ Aðeins einn réttir upp hönd. „Júhú, við erum bifhjólasamtök." Einhver lýsir því yfir að á planinu fyrir utan standi 38 hjól en á fundinum eru vel yfir 50 manns, þar af hluti frá Akureyri. Austfirðingar eru þegar á leið til Eyja með Smyrli þar sem meðlimir landssamtakanna koma til með að sameinast innan tíðar. Ólíkt fólk sem á þó sameiginlegan reynsluheim; galdratilfinninguna að sitja á kraft- miklu bifhjóli. „Það er ekki hægt að lýsa þessari tilfinningu fyrir þeim manni sem ekki hefur setið á hjóli. Maður finn- ur lyktina af frelsinu í útblæstrinum úr strætó, þá hamingjutilfinningu sem fylgir því að finna rigninguna smjúga inn um saumana á leðrinu og standa hríðskjálfandi eftir langa ökuferð með eitt stórt sælubros á andlitinu. Hvort þetta sé dýrt sport? Þetta er ekki sport, þetta er lífsstíll. Eftir tollalækkanir á bílum í vor er þetta að vísu orðið lúxus. Það eru svívirðilega háir tollar bæði af mót- orhjólum og varahlutum, þeir eru í kringum 100% með vörugjaldi, tappagjaldi og hvað þetta nú allt heitir. Nú er hægt að fá fimm Tra- banta fyrir mótorhjól í dýrari klass- anum. Þessi hópur, bifhjólafólk, var sem sagt svikinn um kjarabætur svo- kallaðar á liðnu vori. Þarna er hagsmunamál á ferðinni og annað hagsmunamál samtakanna er að kenna blikkbeljuökumönnum að mótorhjól er ekki gufa heldur 200 kílóa járnflikki. Það þarf líka að kenna þeim að horfa vel í kringum sig áður en þeir skipta um akrein því í 90% af mótorhjólaslysum eru mót- orhjólaökumenn í rétti.“ Skúli svarar fyrirspurnum um ferðina. Að mörgu er að hyggja. Sam- tökin ætla að hafa stórt aðaltjald í Herjólfsdalnum og slá tjaldborg utan um það. „Er það rétt að aðeins verði sukk- að í stóra tjaldinu og menn megi ekki sofna alla helgina nema þeir deyi?“ „Já, en hafa ber í huga að þeir sem deyja verða rannsakaðir mjög ítar- lega." „Hvenær verður svo farið heim?“ „Klukkan 9 á mánudagsmorgun." Óánægjubaul, en einhver getur þess að mánudagurinn renni ekki upp fyrr en á mánudaginn og enn er fimmtudagur. Hverjum degi nægir sin þjáning og tími til kominn að rukka inn fargjaldið. Verið er að skrá nýja félaga og þeir þurfa ekki einu sinni að fara með trúarjátningu bifhjólamannsins til að ganga í sam- tökin, bara að segja nafnið sitt. Einhverjir tyggja franskar kartöflur, aðrir spjalla og enn aðrir standa úti á plani og skoða ný hjól. Andrúms- loftið er óþvingað og hjá okkur lætur Þormar Þorkelsson móðan mása en það er einmitt hann sem hefur verið að grípa fram í greinina. „Sú ímynd, sem búin hefur verið til í hugum almennings af mótor- hjólafólki, er af ruddum og ofbeldis- seggjum. Þetta á sennilega upptök sín í bíómynd frá sjötta áratugnum, The Wild One, en þar lék Marlon Brando fyrirliða í mótorhjólagengi sem lagði smábæi í rúst. Eftir þetta spruttu upp slík gengi í Ameríku og það er ekki óalgengt að okkur sé líkt við Hells Angles. Fólk er nefnilega hrætt við það sem það þekkir ekki og þegar það sér svona stóran hóp verður það, vegna þessarar ímyndar, oft hrætt, sérstaklega útlendingar. Fólk hræðist leðrið en þessi fatnaður er fyrst og fremst praktískur búning- ur. Munurinn á rassinum á manni sem hefur farið á hausinn í leður- galla annars vegar eða jogginggalla og vindúlpu hins vegar er eins og munurinn á fullfrísku nauti og kjöt- hakki. Þessi fatnaður bjargar því sem bjargað verður ef maður lendir í slysi og er auk þess vindheldur og hlýr. Eitt mot’tó okkar hérna er: Það er ekki til vont veður á íslandi ■ heldur aðeins rangur klæðnaðui-." 60 VI KAN 35. TBL
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.