Vikan


Vikan - 22.01.1987, Side 18

Vikan - 22.01.1987, Side 18
Á þessari öld hefur öldruðum á íslandi fjölgað hraðar en nokkrum öðrum aldurshópi. Frá 1960 hefur fólki, 65 ára og eldra, fjölgað tvöfalt hraðar en fólki yngra en 65 ára á sama tímabili. Þessar breytingar eru ekki einsdæmi hvað ísland varðar. Fjöldi aldraðra í öllum iðnríkjum og flestum þró- unarikjum hefur farið sívaxandi. Á sama tíma hefur hlutfall aldraðra af þjóðarheild hækkað og þannig breytt aldurssamsetningu þjóða. Þjóðir heims eru að eldast. Þjóðir eldast Lengra líf er vissulega fagnaðarefni. Engu að síður fylgja því margvísleg efnahagsleg og félagsleg áhrif sem bregðast þarf við. En taka þarf á því viðfangsefni með jákvæðu hugarfari. Ellin er ekki og má ekki verða vandamál heldur eðlilegur og sjálfsagður þáttur ævinnar. Umtalsverð fjölgun aldraðra á næstu árum og áratugum kallar og á nýjar leiðir við skipulagn- ingu öldrunarmála. Stofnanaúrræðin eru kostnað- arsöm fyrir utan að stofnanadvöl er ekki sú lausn sem flestir aldraðir kjósa helst, ef marka má niður- 18 VIKAN 4. TBL

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.