Vikan - 22.01.1987, Síða 20
KAN
í L D H 0 S
Veisla með litlum fyrirvara
Hvað er hægt að gera þegar maður hefur
boðið gestum í mat en hefur takmarkaðan
eða lítinn tíma fyrir matseldina? Ein lausnin
er að velja eitthvað sem matbúa má með góð-
um fyrirvara en er samt hægt að bera fram
heitt og girnilegt. Uppskriftin, sem hér fylgir
á eftir, er að grískum kjötrétti og alveg tilval-
in lausn sé maður í tímahraki. Sem eftirrétt
ið i pottinum. Setjið allt kryddið, salt, edik,
vínið, niðursoðnu tómatana, tómatmaukið
og sykurinn út í pottinn ásamt dálitlu vatni,
rétt nægilega miklu til að fljóti yfir kjötið, ef
með þarf. Látið réttinn sjóða á lágum hita.
Hreinsið og snöggsjóðið smálaukana, skolið.
Látið réttinn sjóða lengi, reikna má með tveim
tímum eða þar til kjötið er orðið vel meyrt.
Undir lokin er smálaukurinn settur út í og
látinn sjóða með.
Súkkulaði-hnetuterta:
100 g smjör
150 g sykur
4 egg
50 g saxaðar möndlur
50 g saxaðar heslihnetur
150 g suðusúkkulaði
50 g hveiti
Súkkulaðikrem:
100 g smjör
2 msk. kakó
200 g flórsykur
2 msk. sterkt kaffi
'A tsk. vanillusykur eða -dropar
1-2 kiwiávextir til skrauts
Hrærið smjör og sykur létt og ljóst. Skiljið
eggin og hrærið eggjarauðunum saman við
einni í einu. Bræðið súkkulaðið yfir vatns-
baði. Blandið saman við ásamt söxuðum
hnetum og möndlum og hveiti. Stífþeytið
eggjahvíturnar og blandið þeim varlega saman
við. Smyrjið kringlótt kökuform og bakið
kökuna við 200 gráður C í miðjum ofni í um
það bil fjörutíu mínútur.
Hrærið saman smjör og flórsykur þar til
það er létt og ljóst. Blandið kakói, vanillu-
sykri og kaffi saman við. Smyrjið kökuna
með kreminu og skreytið með kiwisneiðum.
völdum við súkkulaði-hnetutertu sem einnig
hefur þann kost að hana má útbúa áður en
gestirnir koma.
Grískur kjötréttur:
(uppskriftin er fyrir átta)
1 'A kg nautakjöt (t.d. bógsteik)
3 laukar
4 msk. olía
3 tsk. salt
A tsk. pipar
2 hvítlauksrif
1 lítil dós tómatmauk
1 dl rauðvín
3 msk. vínedik
1 lárviðarlauf
4 negulnaglar (heilir)
1 lítil kanilstöng
(má sleppa en gefur gott bragð)
1-2 tsk. sykur
2 dósir niðursoðnir tómatar
1 kg perlulaukar eða smálaukar
Skerið kjötið í hæfilega bita, brúnið það í
olíunni og setjið það í pott. Saxið laukinn
smátt, pressið hvítlaukinn og látið krauma
aðeins í olíunni þar til laukurinn er glær, ekki
brúnn. Setjið laukinn með kjötinu. Sjóðið af
pönnunni með dálitlu vatni og hellið yfir kjöt-
20 VIKAN 4. TBL