Vikan


Vikan - 22.01.1987, Side 25

Vikan - 22.01.1987, Side 25
Greinarhöfundur: Dr. Sverrir Olafsson eðlisfrœöingur Sverrir starfar við stœrðfrœðideild háskólans í Manchester, UMIST jarðlögum. Steingervingur lítillar flugeðiu (coelurosaur) sem dó út fyrir 65 milljón árum. Það er veigamikið hlutverk jarðvísinda að tengja tímalega saman jarðmyndanir og steinrunnar leifar dýra og plantna. Við- leitni þessi hefur leitt til samsetningar svokallaðrar jarðsögutöflu sem skiptir jarðsögunni niður í aldir, tímabil og tíma. Venju- lega ér talað um fimm mismunandi aldir, en þær eru upphafsöld, frumlífsöld, fomlífsöld, miðlífsöld og nýlífsöld. Öldunum er síðan skipt niður i misjafnlega mörg og löng tímabil. Það eru viðburðir á miðlífsöld sem ræddir verða í þessari grein, en öldin sú nær yfir 160 milljón ár í sögu jarðarinnar. Hún hófst fyrir 225 milljón ámm og er skipt niður í þijú ámóta löng tímabil er nefnast trias, júra og krit. Krítartímabilinu lauk fyrir 65 milljón ámm en þá hefst tertíertímabil nýlífsaldarinnar. Þær dýrategundir sem helst einkenna miðlífs- öldina em smokkfiskar (ammonítar og belemnít- ar) og eðlur. Þróun eðlanna var mjög fjölbreytileg en þær lögðu undir sig loft, láð og lög. Hvaleðlur (ichthyosauria) náðu mikilli útbreiðslu í úthöfum en þær urðu allt að því fimmtán metra langar og fæddu lifandi unga. Flugeðlur (pterosauria) urðu áhrifamiklar í lofti en vængjahaf þeirra var allt að því átta metrar. Stærstu eðlur á landi vom risaeðlur eða stóreðl- ur (dinosauria). Þær samanstóðu af tveimur aðalstofnum er nefnast omithischia og saurischia. Nokkrar tegundir risaeðla urðu gífurlega stórar og ein þeirra, brontosaurus, varð stærst allra land- dýra sem nokkm sinni hafa lifað á jörðinni, þijátíu metra löng og fimmtíu tonn að þyngd. Ónnur risavaxin stóreðla var tyrannosaurus sem af sum- um er talin eitt ægilegasta rándýr sem lifað hefur á jörðinni. Blómaskeið risaeðlanna er júratímabilið en steingervingafundir frá mið og síðari hluta miðlífs- aldarinnar sýna að þá hafa risaeðlur lifað í miklum fjölda og fjölbreytni. Vissulega hafa nokkrar teg- undir dáið út á tímabilinu og aðrar hlaupið í frekari vöxt eins og gengur og gerist í þróunar- sögu lífsins á jörðinni. I heildina tekið hefur ástand eðlanna á júratímabilinu verið mjög gott, en stofn sá sem þær tilheyrðu, skriðdýr, réð rikjum á jörð- inni lengur en nokkur annar stofn dýra eða í 130 milljón ár. Allar athuganir á steinmnnum leifum risaeðla sýna að þær hafa skyndilega orðið aldauða í lok kritartímabilsins, fyrir 65 milljón ámm. Risaeðl- umar vom ekki einu lífvemmar sem hlutu þessi örlög heldur hurfu með þeim ýmsar aðrar líf- vemr, svo sem ammonítar og belemnítar ásamt meiri hluta allra skriðdýra. Spendýr höfðu komið fram á trías en þróun þeirra var hæg til að byija með. Það er ekki fyrr en i yngri krítarlögum að fyrst tekur að gæta stein- mnninna leifa spendýra sem þróa afkvæmi sín í móðurlífi. Með hvarfi risaeðla hlaupa spendýr og fuglar i öran vöxt og hafa æ síðan sett sterkan svip á dýralíf jarðarinnar. Hvað olli hinu skyndilega hvarfi risaeðl- anna? Um margra áratuga skeið hefur þessi spuming valdið_ fræðimönnum miklum heilabrotum. Ýmsar mismun- andi frumlegar tilgátur hafa verið settar fram en mikið vantar þó á að viðunandi skýring hafi fengjst á fyrirbærinu. Samkvæmt nokkmm hugmyndum er gert ráð fyrir breytingum á yfir- borði og/eða veðurfari jarðarinnar en aðrir reikna með farsóttum eða jafnvel þvi að spendýr hafi etið egg eðlanna og stöðvað þar með þróun þeirra. Rétt er að geta þess að ýmsir vísindamenn hafa látið í ljós vantrú sína á að dauða risaeðl- anna hafi borið jafnskjótt að og dreifmg steinmnn- inna leifa þeirra gefur til kynna. Til stuðnings nefna þeir þann augljósa möguleika að aldauði 4. TBL VIKAN 25

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.