Vikan - 22.01.1987, Síða 51
P 0 S T U R
ÞUNGLYNT
BARN
Kæri Póstur.
Ég á átta ára dóttur sem mér hefur alla tíð
fundist afskaplega fýlugjarnt barn. Okkur
mæðgunum hefur af þessum sökum samið
frekar illa. Síðan dóttir mín var þriggja mán-
aða hef ég unnið úti allan daginn. Stundum
hef ég velt því fyrir mér hvort það sé orsök-
in fyrir hegðunarvanda hennar eða hvort
börn geti á unga aldri hneigsttil þunglyndis.
Móðir.
Svarið við siðari spurningu þinni er já-
kvætt. Yfirleitt verða börn fyrir enn meiri
streitu en fullorðnir. Börn eru undir stöðugri
pressu af því þau eru sífellt að breyta eðli
sinu og náttúrlegri hegðun til að reyna að
falla inn I samfélagsmynstur sem þau hvorki
skilja né kæra sig um. Með öðrum orðum
eru þau að gangast undir hið svokallaða
uppeldi. Börn verða einnig að tileinka sér
ósköpin öll af þekkingu og færni á stuttum
tíma. Mörg börn komast yfir þetta tímaskeið
vandræðalaust en önnur verða þunglynd.
Barnaþunglyndi birtist sjaldan á sama
hátt og hjá fullorðnum. Á bernskuskeiðinu
kemur þunglyndi einnig fram á annan veg
en hjá fullorðnum. það er líklegt að þung-
lyndið birtist sem brek. árásarhneigð eða
svefnleysi. Barnið getur orðið ósannsögult
og farið að hnupla.
Þú minnist ekki á i hvers konar pössun
dóttir þín hefur verið á umliðnum árum né
við hvers konar heimilisaðstæður þú býrð.
Þvi er afskaplega erfitt fyrir Póstinn að ráð-
leggja þér eitthvað I þessum efnum. En ef
þér finnst stefna í óefni skaltu ekki hika við
að leita með dóttur þina til sálfræðings.
EPLIÍ
MORGUNMAT
Hæ, hæ, kæri Póstur.
Vandamál mitt er spik. Ég er fjórtán ára,
170 cm og 65 kg. Mig langar að losa mig
við 10 kíló. Ég er að hugsa um að borða á
hverjum degi eitthvað í líkingu við þetta:
Epli í morgunmat.
Appelsína klukkan tvö.
Banani, epli og jógúrt á kvöldin.
Hvað heldur þú að það tæki mig langan
tíma að losna við þessi kíló? Er mjólk fit-
andi? Ef þetta er ekki rétt fæði, geturðu þá
bent mér á megrunarfæði og góða aðferð.
Viltu hjálpa mér, ég er alveg ráðalaus.
BS.
Það er svo sannarlega ekki rétt fæði sem
þú hefur hugsað þér að eta I þessari megrun
þinni. Einhæft fæði I megrun leiðir til nær-
ingarskorts og ekki nóg með~ það heldur
leiðirþað á endanum til ógeðs á þeim fæðu-
tegundum sem neytt er í óhófi á stuttum
tíma.
Að ætla sér að grennast mikið á stuttum
tíma er röng aðferð við að ná utan af sér
holdunum. Þar að auki er ekki hægt að ná
afsér nema í mesta lagi einu til tveimur kíló-
um á viku. Fyrstu vikuna er að visu hægt
að ná af sér fleiri kilóum en það er ekki spik
sem fer heldur vatn. Um leið og farið er að
borða aftur koma kilóin. Hollur og næringar-
ríkur matur ásamt góðri hreyfingu, sundi.
skokki eða leikfimi, er besta ráðið. En puls-
ur, hamborgarar. ís og önnur sætindi í bland
við hreyfingarleysi er öruggt ráð til að halda
holdum og bæta utan á sig. Það eina sem
Pósturinn getur ráðlagt þér er að borða gróft
brauð. egg. magra osta. léttmjólk, undan-
rennu. grillað eða soðið kjöt. fisk, kartöflur,
mikið af grænmeti og ávöxtum - og fara i
leikf/mi, út að skokka eða i sund.
Þú spyrð hvort mjólk sé fitandi. Það er
afstætt hvort hún er fitandi. Nýmjólk er mjög
holl en nokkuð h/taeiningarík en léttmjólk
eða undanrenna geta sem best komið í stað-
inn fyrir hana.
LÆRAPOKAR
Kæri Póstur.
Ég er fjórtán ára og mig langar að biðja
þig um að svara nokkrum spurningum.
1. Hvernig er hægt að losna við poka á
lærunum?
2. Er ég of þung ef ég er 1 64 cm á hæð og
51 kíló?
3. Er eitthvað hægt að gera við því ef mað-
ur er lítilsháttar kiðfættur?
Kæri Póstur, ég vona að þú viljir birta
þetta bréf því ég þori ekki að spyrja neinn
annan. Ég þakka frábær blöð.
Sigga.
Lærapokar eru venjulega taldir sjálfskap-
arviti og byrja oft að koma i Ijós þegarstúlkur
eru á aldrinum 12-14 ára. Orsökin er oft
hreyfingarleysi og rangt mataræði. Þú skalt
athuga hvort þetta er í lagi hjá þér þvi læra-
pokar geta versnað með árunum ef ekkert
er að gert. Þú gætir annaðhvort gert æfingar
heima eða leitað til líkamsræktarstöðvar og
fengið ráðleggingar þar. Það er talað um að
mjög gott sé i þessu sambandi að drekka
mikið vatn, jafnvel 6-8 glös á sólarhring.
Ert þú ekk/ bara ánægð með sjálfa þig og
þessa þyngd? En þú skalt ekki vera að þyngj-
ast miklu meira ef þú vilt halda þér grannri
og spengilegri.
Pósturinn veit til þess að fólk hefur reynt
að ráða bót á því ef það er k/ðfætt með því
að fara í fótaæfingar. Þú skalt endilega tala
við heimilislækninn þinn og biðja hann um
að benda þér á eða fá fyrir þig tíma hjá ein-
hverjum góðum aðilum í þessu sambandi.
PENNAVINIR
Magdalena Wrzosek
ul. Kochanowskiego 50 m. 30
01-864 Warszawa
Poland
Magdalena er sautján ára og langar til að
eignast pennavini á svipuðum aldri. Hún
hefur áhuga á tónlist, líffræði, siglingum og
dansi. Magdalena skrifar á ensku.
Peter Buraczewski
ul. Dyminska 9 m. 18
01-51 9 Warszawa
Poland
Peter er sautján ára. Hann hefur áhuga á
islandi, geimvísindum. klassískri tónlist.
kvikmyndum, sundi og fleiru. Peter skrifar á
ensku og þýsku.
4. TBL VIKAN 51