Vikan


Vikan - 22.01.1987, Qupperneq 55

Vikan - 22.01.1987, Qupperneq 55
borðið í herberginu með höfuðið og handleggina fram á borðið. Hann hafði verið barinn í höfuðið með þungum hlut sem við fyrstu sýn var ekki lengur í herberginu. Eftir sárinu að dæma taldi lögregluforinginn að þetta hefði verið hamar. „Þetta hefur varla verið nógu mik- ið högg til að drepa hann,“ sagði Ellery. „Pumpan í Mullane var farin að gefa sig meðan hann var í grjótinu. Högg plús hjartaáfall og hann er dauður.“ Ellery leit í kringum sig. Það hafði ekki verið gengið frá herberginu og því ýmiss konar drasl á rúi og stúi. Ellery byrjaði að muldra við sjálfan sig: „Hann hefur ekki falið þetta í húsgögnunum. Það er alltaf verið að flytja þau milli herbergja, sem sé ekki í neinu hreyfanlegu. Veggir og loft eru máluð með gifsmálningu og það er of áhættusamt að bæta gifs- ið.“ Hann lagðist á fjóra fætur á gólfíð og byrjaði að skríða. Lögregluforinginn hélt sig í nám- unda við skrifborðið. „Blauvelt, hjálpaðu mér að reisa hann upp.“ Líkið var ekki kólnað og því varð Blauvelt að halda því uppi til að það hlunkaðist ekki aftur fram á borðið. Morgunsloppur Mullanes var gegn- votur af bleki á ermum og kraga. Hann hafði verið að skrifa eitthvað um leið og hann féll fram á borðið og velti blekbyttunni. Lögregluforinginn leit í kringum sig eftir handklæði en ekkert slíkt var í herberginu. „Velie, viltu fara inn á bað og ná í handklæði. Ef við getum þurrkað upp blekið komumst við kannski að því hvað Mullane var að skrifa.“ „Það eru engin notuð handklæði þar,“ sagði Velie. „Komdu þá með hreint, aulinn þinn,“ Velie kom út með hreint hand- klæði og Queen lögregluforingi fór að þurrka upp blekið. Eftir fimm mínútna baráttu urðu aðeins þrjú orð læsileg. „Peningarnir eru fald- ir. . .“ Allt annað var falið undir risastórri blekklessu. „Hvers vegna skyldi hann hafa viljað segja frá hvar peningarnir voru faldir?" sagði Blauvelt undr- andi. Hann hélt enn utan um lík Mullanes. Hann hlýtur að hafa fundið að hann var að fá annað hjartaáfall þegar hann fór á fætur í morgun,“ sagði Queen. „Þegar hann fékk fyrra áfallið í fangelsinu munaði engu að hann segði fangelsisstjóranum frá peningunum. Hann hefur orðið svo hræddur að hann settist niður og skrifaði hvar hann hafði falið pen- ingana, því næst hlunkaðist hann fram á borðið, meðvitundarlaus eða deyjandi. í því kom morðinginn inn og taldi líklegt að hann væri sofandi og drap hann. Áður en bréfíð varð ólæsilegt fyrir blekklessum las morð- inginn það. . .“ „ Og náði í þýfíð,“ sagði Ellery undir rúminu. „Það er horfið, pabbi.“ Blauvelt sleppti Mullane og þeir tróðu sér allir undir rúmið. Undir teppinu hafði verið útbúinn lista- góður felustaður með því að losa eina gólfQölina og þar hafði þýfíð legið í tíu ár. Þegar þeir stóðu upp var Ellery að stumra yfír líkinu. „Hvað ertu að gera, Ellery?“ sagði Queen lögregluforingi. Jafnvel Velie undirforingi fylltist andúð. Ellery strauk lófanum undurblítt eftir vanganum á líkinu. „Gott,“ sagði hann. „Gott?“ „Hann hefur rakað sig vandlega í morgun, það getið þið séð á talkúm- inu sem er enn á húðinni.“ Blauveltgapti. „Nú skaltu fylgjast vel með, Blau- velt,“ sagði Velie undirforingi og gaf honum olnbogaskot svo hann greip andann á lofti. „Nú fáum við að heyra lausnina.“ „Já, svo sannarlega,“ sagði Ellery glottandi. „Ég get upplýst ykkur um hver morðingi Phillys Mullane er.“ Undirforinginn opnaði munninn. „Haltu kjafti, Velie,“ drundi i Queen lögregluforingja. „Jæja?“ „Hafí Mullane rakað sig í morg- un,“ sagði Ellery, „hvar gerði hann það þá?“ „Allt í lagi,“ sagði Velie, „ég gefst upp. Hvar rakaði hann sig?“ „Þar sem flestir raka sig, í bað- herberginu. En hefur þú einhvern tíma rakað þig án þess að nota handklæði?“ „Jæja, Ellery, hvað með það þótt Mullane hafí notað handklæði?“ sagði löregluforinginn óþolinmóður. „Hvað hefur þá orðið af því? Þú baðst Velie um að ná í handklæði af baðherberginu til að þurrka blek- ið. Hann sagði að það væru bara hrein handklæði þar og það voru engin handklæði í herberginu. Hvað kom Velie svo með út af baðinu? Hreint handklæði. Með öðrum orð- um, einhver kom eftir að Mullane rakaði sig og tók óhreinu hand- klæðin og setti hrein í staðinn. Þetta er hótel og Mullane, sem venjulega hafði þjófalæsinguna á, hleypti ein- hverjum inn. . .“ „Herbergisþernunni...“ „Hárrétt. Mullane hleypti her- bergisþernunni inn í morgun og hún fór beint inn í baðherbergið en hún komst aldrei til að þrífa svefnher- bergið því Mullane fékk hjartaáfall. Það var herbergisþernan sem barði Mullane í hnakkann með hamrinum sem hún hafði haft með sér á hverjum morgni í von um að geta notað hann. Það var þernan sem las skilaboðin frá Mullane og náði í peningana í felustaðinn.“ „En fyrst hún hafði hamarinn með sér hlýtur hún að hafa skipulagt þetta fyrirfram og vitað hver það var sem hér bjó,“ sagði Queen lög- regluforingi. „Hárrétt, pabbi, og ég held að þegar þú hefur hendur í hári hennar þá komi í ljós að herbergisþeman morðóða sé engin önnur en Pitts- burg Patience þótt hún hafí eitthvað breytt útliti sínu. Patience grunaði allan tímann að Mullane hefði falið peningana á hótelinu og þegar henni var sleppt fyrir þrem árum réð hún sig í vinnu á Chancellor hótelinu og beið eftir að fyrrum félagi hennar léti sjá sig.“ 4. TBL VIKAN 55
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.