Vikan - 22.01.1987, Síða 56
HIH stjör'nuspá A
SPÁIN GILDIR FYRIR VIKUNA
25.-31. JANÚAR
HRÚTURINN 21. mars-20. apríl
Þér finnst þú einum of upptekinn
og að til þín séu gerðar meiri kröfur
en sanngjarnt geti talist. Svo rammt
gæti kveðið að þessu að þig langi til
að slá öllu upp í kæruleysi. Vænlegri
leið virðist að reyna að komast að
samkomulagi en fyrirhafnarlaust
verðurþaðtæplega.
TVÍBURARNIR 22. maí-21. júní
Fyrri hluta vikunnar hvarflar oftar
en einu sinni að þér hvort verið sé
að koma þér í klípu. Það sem fyrir
þig ber er þó tilviljunum háð. Um
miðja vikuna haga atvikin því svo
að staða þín breytist mjög til hins
betra og upp úr því geturðu reiknað
með að örlögin verði þér hliðholl.
LJÓNIÐ 24. júlí—23. ágúst
Á skiptast skin og skúrir og ein-
vörðungu undir hugarfari þínu
komið hvort þér þykir næsta vika
hagstæð eðurei. Heillavænlegt er
fyrir þig að láta ekki undir höfuð
leggjast að sinna hagnýtum og
hversdagslegum málum, einnig þeim
sem ekki láta mikið yfir sér.
VOGIN24.sept.-23.okt.
Þér fínnst framkoma annarra bera
vott um skilningsleysi og vanmat á
mönnum og málefnum. Trúlega ertu
fómarlamb aðstæðna sem þú getur
lítil sem engin áhrif haft á. Minnstu
þess að verst er fyrir þig sjálfan að
taka slíkt of nærri þér og að í viku-
lokin opnast nýir möguleikar.
BOGMAÐURINN 24. nóv.-21.des.
Þú átt von á hugarfarsbreytingu sem
verður þér til góðs og skilar sér í
léttara skapi og bættum samskiptum
við þá sem mestu varðar og komast
hjá árekstrum við. Ekki verður þetta
þó með öllu fyrirhafnarlaust en
málamiðlanir og samningar hvers
konar ganga með betra móti.
VATNSBERINN21.jan.-19.febr.
Þú veist að líkindum nú þegar að
þótt góður vilji dragi drjúgt dugar
hann ekki alltaf. Hugmyndir þínar
og áætlanir eru góðra gjalda verðar
en sínum augum lítur hver á silfrið
ogekkert við þvi að segja. Þú neyð-
ist sennilega til að leggja einhver
áform á hilluna í bili.
NAUTIÐ 21. apríl—21. maí
Þú getur búist við togstreitu og
árekstrum. Þú hefur um sinn lagt
þig fram um að átta þig á hvað ligg-
ur að baki gerðum annarra og sýnt
umtalsverða þolinmæði. Nú getur
því varla talist ósanngjarnt að þú
farir að viðra þínar eigin skoðanir
og kanna hvaða hljómgrunn þær fá.
KRABBINN 22. júní—23. júlí
Fjármálin kunna að reynast venju
fremur strembin þessa vikuna og i
þeim efnum er eins gott að hafa
varann á. Þetta kemur þér sennilega
ekki á óvart þar sem það hefur átt
sér nokkum aðdraganda og nú er
mál til komið að hver geri hreint
fyrirsínum dyrum.
MEYJAN 24. ágúst-23. sept.
Eitthvað verður þess valdandi að þú
ferð að hugleiða hvort þú sért á
réttri braut og hvort það sem þú
leggur mest kapp á sé þér svo mikils
virði sem þú hingað til hefur álitið.
Það er gott að meta stöðuna en ekki
skaltu umsvifalaust kasta því frá þér
sem þú hefur lagt mikla vinnu í.
SPORÐDREKINN 24. okt.-23. nóv.
Athygli þín mun mjög beinast að
öðrum þessa vikuna og satt að segja
sýnist þér fólk ekki ígrunda sérlega
vel það sem það segir og gerir. Þetta
tengist því að þér finnst að þér vegið
og fyllist mjög líklega sjálfsvorkunn.
Gættu þess bara að gangast ekki um
of upp í hlutverkinu.
STEINGEITIN22.des.-20.jan.
Mjög reynir á þolinmæði þína þessa
vikuna og það svo að þú ættir að
einsetja þér að telja upp að tíu áður
en þú lætur eftir þér að sleppa því
sem þér finnst fólk eiga skilið.
Reyndu að sigla sem mest á milli
skers og báru, það verður affarasæl-
ast til lengri tíma litið.
FISKARNIR 20. febr.-20. mars
Ekki kemstu hjá því að gera upp
hug þinn um þátttöku í starfi eða
verkefni sem i aðra röndina freistar
þín en þig óar á hinn bóginn við að
hella þér út í. Aflaðu þér sem ná-
kvæmastra upplýsinga og leggðu
sjálfstætt mat á staðreyndir áður en
þú tekurákvörðun.
Vatnsberar eru yfirleitt umgengnisgott fólk, góðlegt, hæglátt
og kurteist. Fróðleiksfýsn einkennir þá enda eru þeir manna
forvitnastir, hafa áhuga á öllu milli himins og jarðar og láta
sér ekkert óviðkomandi. Þessi eðlislæga forvitni vatnsberans
er iðulega túlkuð sem hnýsni, fólki erekki meira en svo um
hve áhugasamur hann er um einkahagi annarra en það stafar
af fróðleiksfýsn og á ekkert skylt við illgirni. Margir vatns-
berar eru þekktir fyrir að neita að taka viðteknar venjur góðar
og gildar, þeir vilja sífellt endurmat, hafa gott auga fyrir því
sem til framfara horfir og eru ætíð reiðubúnir að betrumbæta
það sem flestum kynni að þykja harla gott. Vatnsberinn á það
til að brjóta það sem flestir telja grundvallarreglur og hefur
þannig lúmskt gaman af að ganga fram af samborgurunum.
Hann vill tilheyra hópi, sækir þangað öryggi en er gjarn á að
skipta um stöðu innan hópsins, kemur sér jafnvel fyrirvara-
laust í allt annan félagsskap. Þessu veldur síferskur áhugi á
öðru fólki og þannig eignast vatnsberinn marga kunningja en
fáa vini. Hann er þó næmur á tilfinningar annarra ogfáum
er betur lagið að létta þeim lífið sem erfitt eiga. Vatnsberanum
er þvert um geð að hafa allt rígskorðað, vill halda sem flestu
opnu og forðast að taka mjög bindandi ákvarðanir. Það sem
hann afræður stendur þó eins og stafur á bók. Hann þolir
illa óstundvisi.er hreinskilinn ogafdráttarlaus en treðurekki
skoðunum sínum upp á aðra. Sjálfur kýs hann að fara sínar
eigin leiðir. Hann er ekki barátlumaður í venjulegum skilningi
en lendir oft í erjum vegna þess hve erfitl fólk á með að átta
sig þægar hann missir allt í einu áhugann á því sem er á döf-
inni og snýr sér að öðru. Vatnsberinn er viðkvæmur fyrir
veðri, þolir illa kulda og vosbúð en þarf hreyfingu og hreint
loft til að halda góðri heilsu. Hann hefurgott minni, man
ólíklegustu hluti ogekki alltaf hagnýta.á sömuleiðisgott með
einbeitingu. Honum er illa við að vera upp á aðra kominn
og leggur kapp á að hafa silt á þurru. Rétt er rétt gætu verið
einkunnarorð hins dæmigerða vatnsbera.
56 VI KAN 4. TBL