Vikan - 22.01.1987, Page 62
Keilir er líklega það fjall á Reykjanesskaga sem allir þekkja. Þessi mynd er tekin frá kvartmílubrautinni í Kapelluhrauni.
Reykjanesfólkvangur - útivistarparadís
í Kapelluhrauni.
Nú er sól farin að hækka á lofti og daginn tekið að lengja.
í fögru vetrarveðri, eins og alltaf kemur af og til, nota margir
tækifærið til útivistar. Oft hættir mönnum til að leita langt yfir
skammt. Því er eflaust svo farið með marga íbúa höfuðborgar-
svæðisins að þeir átta sig ekki á að við bæjardyrnar hafa
þeir Reykjanesfólkvang, eitthvert skemmtilegasta útivistar-
svæði landsins að margra mati. Reykjanesfólkvangur býður
upp á ótal útivistarmöguleika. Þar er skiðaland Reykvíkinga í
Bláfjöllum, gróðurvinin Heiðmörk, Kleifarvatn, Krýsuvikin og
jarðhitasvæðin, Kapelluhraunið og svo mætti lengi telja. Jarð-
fræðilega séð er Reykjanesskaginn yngsti hluti landsins,
eldbrunninn og gróðurvana. Eldfjöll eru þar mörg og mismun-
andi, flest lág. Hér á síðunni birtum við myndir sem Helgi
Ijósmyndari tók á fögrum vetrardegi í Kapelluhrauni.
I hrauninu rétt hjá álverinu i Straumsvik var mjög sérstakt eldvarp sem varð eyðileggingunni að bráð þegar álverið var byggt.
Myndir: Helgi Friðjónsson
Texti: Unnur Ulfarsdóttir