Vikan


Vikan - 12.03.1987, Blaðsíða 9

Vikan - 12.03.1987, Blaðsíða 9
NAFN VIKUNNAR: BERGÞÓRA ÁRNADÓTTIR Er afskaplega jákvæð manneskja Vel flestir íslendingar þekkja vísnasöng- konuna Bergþóru Árnadóttur en færri þekkja smásagnahöfundinn Bergþóru Árnadóttur enda ekki von því hún er rétt að hefja þann feril. En hér aftar í blaðinu birtist hennar fyrsta smásaga, í tilefni dagsins. - En af hverju settist þú niður og skrifaðir smásögu? ,,Mér hefur alltaf þótt alveg ógurlega gaman að skrifa. Ég held það hafi verið í fyrrasumar sem mig dreymdi draum og á honum er smásag- an Að gefnu tilefni byggð. Það var ekki annað að gera en setjast niður og skrifa upp draum- inn,“ segir Bergþóra og hlær. Ég hvái svolítið vandræðalega og veit ekki alveg hvernig ég á að taka þessu. En rithöfund- urinn tilvonandi heldur áfram og segir: „Mig dreymdi líka einu sinni að ég væri dauð og þann efnivið er ég að hugsa um að nota í aðra sögu.“ Hún hikar ögn, blimskakkar á mig augunum og segir: „Þetta byrjaði allt sam- an daginn sem ég dó og fór upp til himna. Sú saga yrði lýsing á samskiptum mínum við þá sem búa þarna uppi og á þeirri ástríðu minni að reykja, sem ég gat ekki hætt þegar ég var komin til himna. Ég varð alltaf að skreppa niður á jörðina til að stela mér sígarettum. Meira segi ég ekki. En þessi draumur var það langur að hann er efni í heila bók. Svo hef ég í hyggju að skrifa minningargrein- ar um sjálfa mig, svo enginn þurfi að semja eftirmæli urn mig þegar ég er dauð. Æ, ég þoli ekki svona væmnar minningargreinar sem birt- ast svo oft i blöðunum, þú veist. Ég er orðin þrjátiu og níu ára og gæti skrifað eina grein fyrir hvert ár. Svo veit ég ekki hvað ég verð gömul en þetta gæti sem best orðið löng bók. en það fer sem sé eftir þvi hvað ég tóri lengi. Hvenær tími gefst til að gera þetta veit ég ekki en það gæti orðið bið á því.“ En hvað er að frétta af Bergþóru? „í haust og vetur hef ég verið önnum kafin að kynna snældu sem ég gaf út síðastliðið haust og heitir Skólaljóð. Á sex vikum heimsótti ég rúmlega fjörutíu skóla úti á landi. Á hverjum stað hélt ég tónleika sem stóðu eina kennslu- stund eða fjörutíu mínútur og í öllum skólum var þessu framtaki vel tekið." Skólaljóð notaðir þú textana úr gömlu góðu Skólaljóðunum sem allir krakkar lesa? „Já, hún er byggð á þeirri bók. Á snældunni eru sextán lög og hún er svolítið sérstök að því leyti að á hlið A eru lögin bæði leikin og sung- in en hinum megin, á hlið B, eru þau spiluð í öfugri röð svo hver og einn getur lært textana og lögin með því að hlusta á A-hliðina og sung- ið þau sjálfur þegar hann hlustar á B-hliðina. Þar sem ég er búin að vera svo mikið á far- aldsfæti upp á siðkastið setti ég sjálfa mig í farbann síðastliðið haust og það gildir til vors. Ég var orðin þreytt á því að koma heim og þekkja ekki lengur fataskápana mína. Síðan um áramót hef ég mest verið í árshátíða- og þorrablótabransanum.“ Það veður svolítið á Bergþóru en hún malar notalega með sinni lágu og dálítið hásu rödd. „Nú, og svo er ég búin að uppgötva að ég er „stórskáld" og er að vinna plötu sem á að taka upp í vor. Á henni verða eingöngu textar eftir sjálfa mig. Það er í fyrsta skipti sem ég gef út plötu með textum eingöngu eftir mig.“ - Verður eitthvert ákveðið þema á plötunni? „Nei, en hún mun byggja á reynslu minni. Ég er orðin svo gömul að ég er farin að velta fortíðinni fyrir mér. En nokkra textanna hef ég skrifað á ferðum mínum erlendis, þegar ég hef þjáðst af heimþrá. Ég get sagt þér frá einu laginu sem heitir Stjarnan og fjallar um atvik sem gerðist þegar ég var fimm eða sex ára. Þá fékk ég vitrun og hélt að mér hefði verið gefin stærsta stjarnan á himninum. Ég man alltaf þegar var verið að draga mig skítkalda úr snjónum inn í hús. Ég lá oft í sköflunum og var að reyna að búa til sem fallegasta engla því ég hélt að velþóknun stjörnunnar á mér færi eftir fegurð þeirra. Ég man ekki hvernig ég uppgötvaði að maður gat ekki einn og sér átt stærstu stjörnuna á himnin- um út af fyrir sig en ég tók því með stillingu að hún tilheyrði öllum heiminum. Ég orti samt sem áður vísu um stjörnuna sem ég flétta inn í textann. Hún er hræðilega illa stuðluð en það er varla hægt að búast við að sex ára barn yrki eins og stórskáld." Og Bergþóra fer með visuna lágri og þýðri röddu: Skærust allra stjarna er stjarnan ljúfa mín, yndi allra barna svo ægifögur skin. - Getur þú lifað af söngnum? „Já, ég lifi eingöngu af honum, en ég er ákaf- lega vel gift og maðurinn minn vinnurá tveimur vinnustöðum svo að endar nái saman. En án gamans, ég er eini kvenkyns visnasöngvarinn í fullu starfi hér á landi og á því græði ég oft. Það finnur maður þegar komið er út fyrir land- steinana. En að vera sú eina þýðir líka að maður þarf að vera sú besta. Þetta er svo sem ekkert sældarlíf, ég get nefnt þér lítið dæmi,“ segir Bergþóra og kímir að endurminningunni. „í fyrravor, þegar ég var stödd í Osló, átti ég ekki pening í strætó. Þá þurfti ég að komast upp i norska útvarpið til að ná þar í nokkur þúsund norskar krónur sem ég átti fyrir sjón- varpsþátt sem ég tók þátt í. Ég hafði hreinlega ekki önnur ráð en labba og það tók mig heilan dag, þetta var þvilík vegalengd. Svona geta hlutirnir verið skondnir." - _En hvað er fram undan hjá söngkonunni? „Ég er að fiytja til Kaupmannahafnar næsta haust með manninum mínum. Ég er orðin lang- þreytt á því að dveljast langdvölum ein erlendis. Svo er það markaðurinn hér heima, hann er svo lítill. En ég á mína vini hér dreifða út um allt land og maður svíkur ekki sitt fólk svo ég mun koma heim öðru hvoru til að syngja.“ - Hvar hefur þú spilað erlendis? „Ég hef spilað og sungið út um alla Skandin- avíu, mest í Noregi, Sviþjóð, Finnlandi en sjaldnast í Danmörku, ég kom þó nokkrum sinnum fram þar síðastliðið sumar. Vegna þess hve mikið ég hef dvalið í hinum löndunum vil ég helst búa í Danmörku. Það kemur manni til góða að hafa komist inn í „vísnakreðsið" á Norðurlöndunum þegar ég verð flutt út.“ - Hvernig hefur þér verið tekið á Norður- löndunum? „Mér hefur alls staðar verið vel tekið. Kostur- inn við að vera visnasöngkona er að maður getur orðið hundrað ára í þessari vinnu, það er ekki eins og i poppinu, bundið við einhvern ákveðinn árafjölda. Það er hægt að vinna eins lengi sem vísnasöngkona og maður hefur orku til.“ _ - Á hvers konar stöðum hefur þú helst kom- ið fram erlendis? „Ég hef mest sungið á vísnahátíðum í Skand- inavíu. Það er oft sem kaupið nægir ekki eða rétt dugar fyrir farinu á milli staða. En það getur fleytt manni áfram ef maður kemur fram í út- varpi og sjónvarpi. Ég söng til dæmis á vísnahá- tíð í Skagen í Danmörku í sumar og þá gerði danska útvarpið klukkutíma þátt með mér. Það var svolítið fyndið, ég hafði ekki hugmynd um að danska útvarpið hefði tekið atriðin mín upp. Þetta kalla ég að slá í gegn því ég var sú eina sem þeir tóku upp og þarna kom fram fjöldinn allur af vísnasöngvurum, bæði þekkt- um og óþekktum. Fólk hérna heima veit voðalega lítið hvað ég aðhefst úti því fjölmiðlar eru ekki mjög áhugasamir um min mál. Og ekki fer ég sjálf að senda blöðunum skýrslur um mig. Verst hvað maður er ónýtur við að selja sjálfan sig.“ - Er öðruvísi að spila og syngja úti en hér heima? „Já, það er allt öðruvisi. Áheyrendurnir þar hlusta og steinhalda kjafti meðan maður syng- ur. Samt syng ég alltaf á íslensku, það er mitt prinsipp. Áð vísu útskýri ég alla textana áður en ég flyt þá.“ - Jæja, er eitthvað sem þú vilt segja að lok- um? „Ég er afskaplega jákvæð manneskja og ég man aldrei eftir því leiðinlega sem gerist í líf- inu, ég útiloka það hreinlega." Vidtal: Jóhanna Margrét Einarsdóttir Mynd: Valdís Óskarsdóttir 11. TBL VI K A N 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.