Vikan


Vikan - 12.03.1987, Blaðsíða 24

Vikan - 12.03.1987, Blaðsíða 24
Hin hliðin á PETER FALK „Aldrei aftur Columbo!'1 sagði Peter Falk eftir síðustu upptökulotuna á sjónvarps- myndaflokknum Columbo. Flestir íslenskir sjónvarpsá- horfendur, sem slitið hafa barnsskónum, muna áreiðan- lega eftir Columbo, úfnu rannsóknarlöggunni í sjúsk- aða rykfrakkanum og með Sjálfsmynd. tætta vindilstubbinn. Bíl- garmurinn hans var að hruni kominn og lekkerar dömur litu ekki einu sinni í áttina til hans. Hann var svo skemmti- leg tilbreyting frá öllum draugFinu Bondunum. En þrátt fyrir svimandi launatil- boð og nudd og nag framleið- anda þáttanna fæst Peter ekki i nýja þáttaröð. Hann svarar bara sallarólegur: „Því mið- ur, aldrei aftur! Columbo var skemmtilegur gaur en tilheyr- irnú fortiðinni.“ í laumi hefur leikarinn lengi verið haldinn annarri ástriðu- fullri tjáningarþörf, en það er að teikna. Það byrjaði fyrir fimmtán árum þegar hann Bara laglega gert hjá frístundamálaranum Falk! var að Ieika á sviði í New York. Honum leiddist óskap- lega því í hálft ár hafði hann ekkert að gera allan liðlangan daginn og fjölskyldan var heima i Hollywood. Hann labbaði sér því dag einn inn á listaskóla og innritaði sig. Þar náði hann sér í undir- stöðuþekkingu. Siðan hefur ekki liðið sá dagur að Peter hafi ekki dregið nokkrar línur með litunum sínum. Hann fæst eingöngu við kolateikn- ingar og þykja myndir hans hinar skemmtilegustu og handbragðið fagmannlegt. Hefur sumum mynda hans verið líkt við myndir franska málarans Toulouse-Lautrec sem frægur varð fyrir „kabar- ettmyndir“ sínar. Sjálfur segist Peter heillast mest af verkum gömlu impressionist- anna, svo sem Degas, Manet ogCézanne. Peter ætlar þó ekki að söðla um og helga sig eingöngu teiknikúnstinni því hans mesta ástríða er, eftir sem áður, leiklistin. Hann þykir góður karakterleikari og er önnum kafinn við leik á sviði og í sjónvarps- og kvikmynd- um. Nýlega sást hann til dæmis hér í kvikmyndinni Kona undir áhrifum, sem vin- ur hans, John Cassavetes, leikstýrði. Ogumþessar mundir er hann að leika í mynd þýska leikstjórans Wims Wenders, sem gerði París-Texas forðum. En Columbo sjáum við semsé ekki aftur - nema ef til vill hinn gamla endurtekinn. 24 VIKAN 11. TBL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.