Vikan - 12.03.1987, Blaðsíða 60
VIÐTALVIÐGUÐRÚNUTRYGGVADÓTTUR MYNDLISTARKONU
Þann fjórtánda mars næstkom-
andi opnar Guðrún Tryggvadóttir
sína sjöttu einkasýningu að
Kjarvalsstöðum. Guðrún hefur
vakið verðskuldaða athygli sem
listamaður enda sjaldan farið
troðnar slóðir i listsköpun sinni.
Þó ung sé hefur hún þegar tekið
þátt í mörgum sýningum, bæði
hér heima og erlendis. Árið 1985
hlaut Guðrún starfslaun ríkisins i
eitt ár og er sýningin að Kjarvals-
stöðum rneðal annars afrakstur
þeirrar vinnu.
Guðrún, eða Gunna eins og
hún er oftast kölluð, og Robert
Becker, maður hennar, búa í litlu
húsi í miðjum Laugardalnum.
Húsið er sambyggt íbúðarhús og
stúdió, umvafið trjágróðri. Á
hurðinni stendur Nýtt óperu-
stúdíó og 13013 Gunna product-
ion. Ég hringi dyrabjöllunni. Eftir
smábið kemur Robert til dyra.
„Gunna er alveg að koma,“ segir
hann, „hún vinnur nefnilega mik-
ið á nóttunni og er nývöknuð.
Eftir dálitla stund kernur Guðrún
og Robert kemur með kaffi.
Yfir kaffinu spyr ég þau hjónin
hvort það sé ekki draumur allra
listamanna að fá svona húsnæði.
,,Þú getur rétt ímyndað þér,“
segir Guðrún. „Við vorum ný-
komin heim og stóðum uppi
slypp, snauð og húsnæðislaus. Við
vorum búin að leita út um allt en
ekkert gekk og vorum alveg að
gefast upp.“
„Fólk hefur greinilega fordóma
gagnvart því að leigja Jistamönn-
um,“ segir Robert. „Ég tala nú
ekki um þegar þeir eru tveir, ann-
ar söngvari og hinn myndlistar-
maður. Það eimir líka eftir af þeim
hugsunarhætti að listamenn séu
óáreiðanlegt óreglufólk sem ekki
sé hægt að treysta. Það er að vísu
ekkert öðruvisi hér en erlendis.
Að vísu er skiljanlegt að fólki falli
ekki sambýli við fólk sem vinnur
þegar aðrir sofa. Ég tala nú ekki
„Ég mála til að skilja.“
unt einhvern sem tekur upp á þvi
að syngja og spila um miðjar næt-
ur. En þetta er nú einu sinni
svona. Við vinnum í skorpum
þegar við erunt í stuði. Þess vegna
er nauðsynlegt fyrir okkur að búa
og starfa á sama stað."
„Þegar öll sund virtust lokuð
datt okkur í hug að fara til Dav-
íðs Oddssonar borgarstjóra. Við
vorum mætt á bekkinn hjá honum
klukkan átta næsta morgun," seg-
ir Guðrún og hlær. „Hann tók
okkur vel Qg lofaði að athuga
livað hann gæti gert. Við áttum
svo sem ekkérl von á neinu. En
viti menn, tveim timum seinna
hringdi Davíð og sagði að við
gætum fengið þetta hús. Örlygur
Sigurðsson listmálari átti það áð-
ur og bjó hér lengi ásamt Ijöl-
skyldu sinni. En borgin hafði
keypt húsið og til stóð að rífa
það. En þar sem ekki lá neitt á
því fengum við að vera hér þar
„Þetta er ég með fiðlukomplex." til húsið verður rifið."
Viðtal: Unnur Úlfarsdóttir
Myndir: Va/dís Úskarsdóttir
60 VIKAN 11. TBL