Vikan


Vikan - 12.03.1987, Blaðsíða 18

Vikan - 12.03.1987, Blaðsíða 18
Lesendur skrifa: RÓÐUMNN Saga frá Seyðisfirði eftir Karólínu Þorsteinsdóttur Það var björt og hlý sumarnótt og léttur andvari. Trillukarlarnir litu til lofts um leið og þeir komu út. Já, það leit út fyr- ir gott sjóveður. Þeir röltu hver af öðrum niður í smábátahöfnina og fóru að huga að bátum sínum. Síðan laumuðust þeir hver á fætur öðrum, eins hljóðlega og þeir gátu, út úr höfninni. Þeir fóru hægt af stað og litu allt í kringum sig, svona rétt eins og þeir væru óknyttastrákar að stelast. En síðan létti smám saman yfir þeim og þegar þeir voru komnir út á fjörðinn settu þeir á meiri ferð og fóru að tala, hver við annan, gegnum talstöðina, um veiðihorfur. Þetta virtist ætla að verða einn af þeim dýrðardögum þegar sjómaður- inn kemst í sem nánasta snertingu við fegurð alheimsins og honum fmnst hann vera konungur í ríki sínu. Þá kom hún. Fallegur, nýr bátur- inn hennar klauf ölduna léttilega. Og þegar hann dansaði framhjá þeim minnti hann helst á ljóshærða yngismey sem sveif í ferskleika æsk- unnar um Austurstræti á afmælis- hátíð borgarinnar í veislu Davíðs. Það varð algjör þögn. Það var svo sem líkt kvenmanni að koma svona aftan að þeim þegar þeir voru orðn- ir vissir um að hún kæmi ekki. A undanförnum árum hafa konur (nánast án þess að karlarnir tækju eftir því fyrr en of seint) komist í fleiri og mikilvægari stöður. Þær eru orðnar þingmenn og ráðherrar. Og því er jafnvel fleygt að þær vilji kom- ast í bankastjórastöður - þó að allir viti að fjármálavit þeirra er af skorn- um skammti. Á sama tíma eru sífellt fleiri karlar að vaska upp og hræra í pottunum. Sumar konur eru víst meira að segja búnar að henda þessu forna stöðu- tákni sínu, eldhússvuntunni. Og nú keyrir hún fram úr körlunum á fal- lega bátnum sínum og treðst inn í þennan lokaða heim karlmannsins. Sólin er að koma upp þegar bát- arnir koma út á fíóann. Litskrúð himinsins er stórkostlegt. Brátt er sólin komin hátt á loft og sendir hlýja geisla yfír þetta hrjóstr- uga en fagra land norðursins sem brátt skartar sínu fegursta í hrein- leika og kyrrð dagrenningarinnar. En karlarnir taka lítið eftir því að þessu sinni. Veiðihugurinn er kom- inn í algleyming. Dagurinn lofar góðu og nú verða þeir að hafa heppnina með sér. Þeir dreifast um fíóann og þorskurinn, gull norður- hafa, lætur ekki á sér standa. Allir gleymdu sér í önn dagsins. Þegar kvöldaði fóru þeir hver af öðrum að búast til heimferðar. Þreyttir en ánægðir keyrðu þeir inn fjörðinn. Þeir kölluðu hver í annan í talstöðinni og ræddu um aflann. Hressir með sinn hlut lögðu þeir að bryggju og það var byrjað að landa. Þá heyrðist enn vélarhljóð, þeir höfðu næstum gleymt henni, en þarna keyrði hún inn fjörðinn. Karl- ana setti hljóða. Hún leggst faglega að bryggjunni. Hún hoppar léttilega upp úr bátnum og með litlu, smá- gerðu höndunum bindur hún bátinn við bryggjupollana og heilsar hressi- lega upp á mannskapinn á bryggj- unni. Trillukarlarnir láta fara lítið fyrir sér, þeir dunda við að snyrta hitt og þetta í bátunum og bíða þögulir. Síðan laumast þeir einn af öðrum inn á smábátahöfnina án nokkurrar reisnar. Enn eitt vigi karlanna er fallið. Hún var aflahæst. 18 VIKAN 11. TBL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.