Vikan


Vikan - 12.03.1987, Blaðsíða 39

Vikan - 12.03.1987, Blaðsíða 39
mitt hérna viö hliðina. Strákurinn keðjureykir á kvöldin." Ráðherr- ann lokaði kassanum og tónlistin hætti. „Hann fær sér sígarettu á kortérs fresti og þannig var það í kvöld." Holiday yggldi sig. „Gcrið þér yður grein fyrir því, herra ráð- herra. að ef Bear var hér í allt kvöld þá erum við Sambrook í slæmri klípu?" Ráðherrann lyfti hendinni: „Já, Holiday, ég geri mér fulla grein fyrir því. Það mætti túlka þetta svo að ég væri að hylma yllr með frænda mínum. Við þurfum frek- ari upplýsingar. Spurningin er bara hvernig við fáum þær." Holiday kinkaði kolli: „Gott og vel, ég er nteð hugmynd sem ég vona að ykkur finnist ekki ósanngjörn. Það gætu verið brögð i tafii. Við skulum leita í herberg- inu." „Leita í herberginu?" Bear hinn ungi varð skyndilega öskureiður. „Gerið þér yður grein fyrir að þér eruð í húsi ráðherra.. ?“ Aftur lyfti ráðherrann hendinni. „Þér hafið rétt fyrir yður, hr. Holiday," sagði hann rólegur. „Gætuð þér leitað sjálfur. Sir John. ef við bíðum hér og gefum yður nægan tíma." „Já, það get ég," sagði Appleby og brosti. Um hálftíma síðar fyllti lagstúf- urinn aftur herbergið en í þetta skipti kom hann ekki úr kassanum heldur frá stálþráðartækinu á skrifborði Bears. Enginn við- staddra mælti orð af vörum þar til laginu lauk. Þeir vissu allir að eftir um fimmtán mínútur myndi það heyrast aftur. Appleby hafði fundið stóra spólu með stálþræði falda í pappakassa á bak við bæk- ur í einni hillunni. „Þá vitum við að hér inni eru tveir fingralangir, ungir menn." Holiday sneri sé að Bear og Sambrook. „Þvert á móti.“ Appleby tók sér stöðu beint fyrir framan dyrnar. „Við vitum að hér er einn gamall þjófur." Hann sneri sér að ráð- herranum. „Týndi lampinn er, ég veit ekki hvort ég á að segja þvi miður eða sem betur fer, í vasa forstjórans. Hann setti hann þar um leið og hann var búinn að opna skápinn, rétt áður en hann kallaði á Sambrook og þar er hann enn því að hann hefur ekki haft tækifæri til að losa sig við hann." Eitt augnablik virtist ráðherr- ann ekki trúa þessu en svo leit hann á Holiday og þá sá hann að ásökunin var réttmæt. „En stál- þráðurinn.. ?" „Það er svo klaufalegt bragð að það tekur engu tali. Hefði Bear verið sekur hefði hann að sjálf- sögðu þurrkað lagið út af þræðin- um með því að ýta á einn takkann. Holiday hafði undirbúið þetta allt saman og komið þræðinum fyrir þar sem hann vissi að ég myndi finna hann. Hann var svo góður að segja mér sjálfur að hann kærni oft hingað." Appleby þagnaði eitt augnablik. „Það var i sjálfu sér snjöll hugmynd að láta sér detta í hug að búa fyrst til íjarvistar- sönnun fyrir fórnarlambið og tæta hana síðan niðuren framkvæmdin var barnaleg." „En hvernig getið þér verið viss?" „Ég veit að það var Holiday sem faldi þráðinn þarna vegna þess að það var hann sem vísaði mér á hvar hann var falinn. Þess vegna var ég svona fljótur. Þið hafið sjálfsagt kynnst fólki sem er svo næmt að það finnur falda hluti, til dæmis í samkvæmisleikj- um, vegna þess að felandinn gefur því óafvitandi vísbendingar um hvar hlutinn er að finna. Það sama gildir um þjálfaða rann- sóknarlögreglumenn. Holiday hélt að hann sæti hérna grafkyrr með pókerfés og ég fyndi það sem ég leitaði að af sjálfsdáðum en eftir svo sem tíu mínútur var engu líkara en að hann æpti að ntér: „Leitaðu þarna." Nú, ég náttúr- lega leitaði." Appleby vék ekki frá hurðinni. „Vildi ráðherrann vera svo vænn að hringja til Scotland Yard?" 11. TBL VIKAN 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.