Vikan


Vikan - 12.03.1987, Blaðsíða 38

Vikan - 12.03.1987, Blaðsíða 38
Sakamálasaga eftir Michael Innes Spiladósin „Þér segið að þetta sé tilfinnan- legt tjón.“ Appleby leit í kringum sig. Tilraunastofan var vel búin tækjum og tólum en hann gat ekki ímyndað sér til hvers þau væru notuð. Dyrnar á eldfasta öryggisskápnum i hinum enda herbergisins voru enn opnar. Holiday forstjóri stóð við síma- borðið rétt eins og hann hefði ekki hreyft sig frá því að hann hringdi í Appleby og bað hann um aðstoð. Aðstoðarmaður Holidays, Sambrook að nafni, sat eins og hani á priki á bríkinni á legubekk og horfði þunglyndis- lega á yfirmann sinn. „Já, þetta er mjög alvarlegt áfall." Holiday þagnaði um stund. „Það var stolið endurbættri gerð af epsilon lampa Nicolsons.“ „Eg skil,“ sagði Appleby en var í raun litlu nær. „Er hann stór?“ Skyndilega rak Sambrook upp mikla hláturroku upp úr eins manns hljóði: „Áður en Tim Nic- olson fór í ferðalagið til Wash- ington setti hann lampann í skápinn hérna. Lampinn var eins og dúfuegg sem smástrákur hefur vafið baðmull utan um og Nicol- son setti síðan allt saman í kassa utan af sígarettum. Kassinn var að sjálfsögðu innsiglaður og meira vitum við ekki. Við höfum verk að vinna og erum því ekki mikið gefnir fyrir sýndarmennsku. Við ætluðum einmitt að taka til hönd- unum í kvöld þegar við uppgötv- uðum þjófnaðinn. Þetta er slæm töf.“ Holiday brosti beisklega. „Sambrook lítur aðeins á þennan atburð sem töf, ég verð hins vegar að segja að þetta er mjög alvarlegt mál. Eg ætlaði ekkert að líta á lampann þegar ég opnaði skápinn en einhverra hluta vegna tók ég strax eftir því að hann vantaði. Eg varð sem þrumu lostinn." „Svo mikið er víst að þér rákuð upp eitt heljarinnar öskur, herra forstjóri." Það var Sambrook sem hreytti þessari óviðurkvæmilegu athugasemd út úr sér. Síðan sneri hann sér að Appleby og bætti þunglyndislega við: „En stað- reyndir eru staðreyndir og sann- leikurinn er sá að þetta setur okkur þrjá á kaldan klaka.“ „Hverja þrjá?“ Appleby leit til skiptis á mennina tvo. „Tim sjálfur er að sjálfsögðu ekki viðriðinn málið." Það var Sambrook sem hélt útskýringum sínum áfram. „Hann er staddur i Washington eins og ég sagði áð- an, enda væri fáránlegt af honunt að stela hlut sem hann einn kann full skil á. Nei, það erum við sem sitjum í súpunni, það er að segja ég, forstjórinn og Edward Bear." „Þið hafið ekkert minnst á Ed- ward Bear." „Bear er hátt settur rannsókn- armaður hérna hjá okkur." Það var Holiday sem sagði frá og það kenndi beiskju í röddinni. „Hann er af aðalsættum, býr hjá frænda sínum sem er ráðherra og nú held ég að tími sé til kominn að segja yður frá lyklunum. Eins og þér vitið þá vinnum við samkvæmt öryggisreglum sem okkur eru sett- ar og það er ekki í mínum verkahring að gagnrýna þær. Það hafa fjórir menn lykla að þessum öryggisskáp, það er að segja ég sjálfur, Nicolson, Santbrook og Bear. Lásinn er þannig úr garði gerður að til þess að hann opnist verður að nota einhverja tvo af lyklunum, það er ekki nóg að vera með einn." „Það er náttúrlega hægt að skiptast á lyklum," sagði Appleby. „Að sjálfsögðu, en það er bann- að.“ „Hvað gerðist svo í kvöld?" „Dósin var áreiðanlega í skápn- um þegar við Sambrook lokuðum honum og fórum í mat. Eg kom aftur fyrir um klukkutíma og Sambrook segist hafa komið um hálftíma áður. Fyrir um fjörutíu mínútum þurftum við að opna skápinn aftur þá tók ég eftir því að dósin var horfin.“ „Hafið þið talað við Bear?“ Holiday kinkaði kolli. „Eg hringdi i hann áður en ég hafði samþand við yður. Hann svaraði í símann. Ég sagði honum ekki frá því sem gerst hafði heldur einung- is að ég myndi kannski koma við hjá honum síðar í kvöld. Hann sagði að það væri í lagi allt fram undir klukkan eitt í nótt því að hann myndi vinna frameftir, eins og hann gerir alltaf. Ég heyrði ekki betur en allt væri í lagi hjá honum en hann lætur sér nú ekki allt fyrir brjósti brenna." Holiday hikaði örlítið af ásettu ráði: „Sömu sögu er reyndar að segja af Sanibrook." „Þakka yður fyrir, herra,“ sagði Sambrook þurr á manninn og brosti kuldalega. Appleby kinkaði kolli. „Nú skuluð þið loka rannsóknarstof- unni og við skulum heimsækja þennan unga mann saman. Ég er með bíl hérna fyrir utan. Vitið þið hvar hann býr?" „Að sjálfsögöu." Holiday var óþolinmóður. „Ég hef heimsótt bæði ráðherrann og frænda hans.“ „Jæja, eins og ég segi þá skulum við fara og útkljá þetta mál.“ „Útkljá þetta mál?“ Sambrook át þetta eftir Appleby hvassri röddu. „Auðvitað," sagði Appleby dá- lítið undrandi. „Ég fæ ekki séð að það sé svo flókið.“ Það var auðséð að Bear var úr forréttindastétt. Vinnuherbergi hans var stórt, bókaskápar þöktu alla veggi og það var vel útbúið að öðru leyti. „Ég hef verið hér frá því eftir kvöldmat. Við frændi höfum það lýrir sið að vinna hvor í sínu herberginu. Hans vinnuher- bergi er hér við hliðina. Stundum hittumst við og fáum okkur i glas um miðnætti en að öðru leyti forðumst við að truíla hvor ann- an. Þetta þýðir með öðrum orðum að ég get ekki sannað hvort ég var hér í allt kvöld eða l'ór eitt- hvað út.“ „Jæja, Teddy?" sagði ráðherr- ann sem hafði fram að þessu ekki lagt orði i belg heldur setið alvar- legur í bragði fyrir framan arininn og reynt að átta sig á stöðu máls- ins. „Ég held nú samt að þú getir það. Það er á vissan hátt rétt að ég hafi ekki heyrt í þér í kvöld en ég heyrði með reglulegu millibili í bannsettum glymskrattanum þínum." Hann sneri sér að Holiday. „Munið þér eftir því?“ Forstjórinn hristi höfuðið. ,,Ég veit ekki hvað ráðherrann er að tala um.“ „Þetta.“ Ráðherrann gekk að skrifborðinu og lyfti lokinu af sígarettukassa sem þarstóð. Sam- stundis fylltist herbergið af þunglyndislegri tónlist. „Þctta er glymskrattinn hans Teddys. Ég hcyri í honum inn i herbergið 38 VIKAN 11. TBL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.