Vikan


Vikan - 12.03.1987, Blaðsíða 13

Vikan - 12.03.1987, Blaðsíða 13
En það hefur líka komið fyrir að nemendur á þessum námskeiðum hafi verið algerlega ólæsir. Kennslu minni hefur að vísu verið á þann veg háttað síðustu tvö þrjú árin að ég get ekki talað af eigin reynslu um það hvort eins mikið hefur verið um þessa nemendur og áður. En ég verð var við þetta í gegnum starfs- félaga mína og ég tel að þetta sé nokkuð algengt. Þetta eru yfirleitt karlmenn á aldrinum tutt- ugu til þrjátíu ára. Þeir hafa fengið mjög litla menntun, barnaskólapróf eða ámóta. Þeir hafa farið snemma út i atvinnulífið og hafa verið að keyra í tíu fimmtán ár. Svo kemur upp sú staða að þeim býðst að keyra stærri bíla og þurfa þá að fara í meirapróf. En þá er þessi litla lestrarkunnátta, sem þeir höfðu, horfin í tímans rás. Margir þessara manna hafa líka hlotið mjög. lélega kennslu í lestri, hún hefur verið hrað- soðin og sett fram með miklum gusugangi. Ég reyndi auðvitað alltaf að aðstoða þessa einstaklinga eftir föngum. Og það sorglega við þetta var að þeir sem áttu í svona miklum erfiðleikum voru oft þeir allra samviskusöm- ustu og mættu í hvern einasta tíma. Þegar nemendur áttu í mjög miklum erfið- leikum með lesturinn þá var það til í dæminu að við lásum námsefni inn á segulbandsspólu, ellegar konur þeirra eða kærustur lásu upp- hátt fyrir þá. Þessir einstaklingar hafa líka komið beint til mín og beðið um aðstoð og ég hef bent þeim á vissa hluta af námsefninu sem þeir geta einbeitt sér að fremur en öðru. Þetta hefur alltaf verið mikið vandamál en það var á árunum frá 1967 til ’76 sem þetta var verst. Síðan grunnskólalögin gengu í gildi hefur auðvitað dregið úr þessu því börn eru í skólanum að minnsta kosti til fjórtán ára aldurs. En ég verð var við að þetta er til enn þann dag í dag. 11. TBL VIKAN 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.