Vikan - 12.03.1987, Blaðsíða 56
STJÖRNUSPÁ
FYRIR VIKUNA
SPÁIN GILDIR
15.-21. MARS
HRÚTURINN 21. mars-20. apríl
Sitthvað getur orðið til að rugla þig
í ríininu og sennilega ekki fyrir-
hafnarlaust að halda áttum. Menn
hafa þörf fyrir að sýna yfirburði sína
og skirrast jafnvel ekki við að ganga
á rétt annarra í því sambandi. Taktu
ekki á þig skuldbindingar sem þú
átt erfitt með að standa við.
TVÍBURARNIR22.maí-21.júní
Því miður eru ýmsir svo sannfærðir
um eigið ágæti að ekki hvarflar að
þeim að nokkuð sé rangt við að
ætlast til að aðrir sitji og standi eins
og þeim hentar best. Sennilega geng-
ur svo til þar til þú tekur á þig rögg
og sýnir svart á hvítu að það eru
takmörk fyrir þolinmæði þinni.
LJÓNIÐ 24. júlí-23. ágúst
Sértu sannfærður um að einhver leiki
tveim skjöldum skaltu láta þann
hinn sama vita af því að þú efist um
heilindi hans. Látir þú hjá líða að
hreinsa andrúmsloftið gerir þú þig
sekan um sams konar tvískinnung.
Það gengur ekki til lengdar og getur
tæpast talist heiðarlegt.
VOGIN24.sept.-23.okt.
Menn hafa skiptar skoðanir um
verðmæti og þú mátt búast við átök-
um um hvernig verja skuli takmörk-
uðum fjármunum. Svo virðist sem
þeir sem hlut eiga að máli séu afar
uppteknir af eigin hugmyndum og
nokkra fyrirhöfn og lagni þarf til að
sætta mismunandi sjónarmið.
BOGMAÐURINN 24. nóv.-21. des.
Hugmyndir, sem þú leggur fram og
telur allvel grundaðar, fá betri
hljómgrunn en þú hafðir vænst.
Ekki er þó þar með sagt að björninn
sé unninn og meira en líklegt að slái
í bakseglin eftir að allt virðist komið
á fulla ferð. Astæðulaust er þó að
leggja árar í bát.
VATNSBERINN 21. jan.-l 9. febr.
Þú uppskerð eins og þú sáir og því
mikils um vert að vanda til sáningar-
innar. Gefðu gaum að því sem við
fyrstusýn virðastsmámunir. Ótal-
mörg slík atriði gera þér kleift að
ná markmiðum sem ekki er unnt að
ná í einu stökki. Dveldu ekki of lengi
við það sem er búið og gert.
NAUTIÐ 21. apríl-21. maí
Oft má satt kyrrt liggja. Fólki fellur
ekki að sífellt sé verið að reka ofan
í það vitleysumar sem það lætur sér
um munn fara. Þú verður fyrir freist-
ingum af þessu tagi á næstu dögum
en skipti staðreyndirnarekki höfuð-
máli skaltu láta þér nægja þá
sannfæringu að þú vitir betur.
KRABBINN 22. júní-23. júlí
Þér kann að þykja nóg um allt
umstangið í kringum þig og finnst
mál að linni. Ekkert bendir til að svo
verði í bráð. Þú hefur lært ýmislegt
af þessu og með degi hverjum verð-
urðu færari um að taka virkan þátt
í ýmsu sem þér finnst nýstárlegt en
kemur þér tvímælalaust að gagni.
MEYJAN 24. ágúst-23. sept.
Taktu lífinu með ró og njóttu sam-
vista við þá sem þér er annt um. Á
heimavígstöðvunum er að finna
margt það sem veitir þér mesta
ánægju og synd og skömm að van-
rækja slíkt. Taktu þig til og hóaðu
í vini sem þú ert í þann veginn að
missa sjónar af.
SPORÐDREKINN 24. okt.-23. nóv.
Þér finnst þú ekki gera betur en að
halda í horfinu og sættir þig illa við
tilbreytingarleysið. Þó máttu vel við
una, þér gengur betur en flestum i
sömu stöðu. Gefðu vaxandi vinskap
sérstakan gaum. Ef vel erá haldið
verður hann þér til gæfu en sem
stendur er sambandið viðkvæmt.
STEINGEITIN22.des.-20.jan.
Sitthvað er að brjótast i þér en þér
gengur illa að átta þig á hvað af því
muni henta þér best. Þér fellur ekki
að tvístíga lengi og því skaltu gera
upphug þinn sem fyrst. Mundu
bara að ekki geturðu tekið nema
eitt skref í einu og stundum er betra
að flýta sér hægt.
FISKARNIR20.febr.-20.mars
Kólnandi vinskapur veldur þér von-
brigðum. Þótt ýmsar blikur séu á
lofti er hreint ekki útséð um hvernig
fer og með góðum vilja beggja aðila
eru miklar líkur á að allt geti fallið
í ljúfa löð. Þaðeraldrei fyrirhafnar-
laust að viðhalda tengslum sem
þessum.
Fæstum fískum er eiginlegl að vera mjög uppteknir af verald-
legum gæðum og þeir leggja sjaldnast kapp á auðsöfnun.
Ekki er þó þar með sagt að jieir kunni ekki að meta lílsins
lystisemdir, munaður hentar þcim ágætlega en þeir vilja bara
helst að slíkt komi fyrirhafnarlaust upp í hendurnar á þeim.
Þetta er hugsandi fólk og iðulega lalsvert heimspekilega sinn-
að. Þeirsem fæddireru í fiskamerkinu hafa látiðsérýmislegt
spaklegl um munn fara. Héreru nokkursýnishorn:
Öll erum við pílagrímará þessari jörö.
Maxim Gorki
Allt ætti að gera einseinfalt og unnl er en ekki einfaldara.
Albert Einstein
Ekkert jafnast á við að láta sig dreyma um framlíöina.
Viktor Hugo
Það er ekki ástin sem er blind heldur afbrýðisemin.
Lawrence Durrell
Frelsi er ælíð og öfrávikjanlega l'relsi fyrir þann sem hugsar
öðruvisi.
Rósa Luxemburg
Með aldrinum lærisl manni þolinmæði. Þarafleiðiraðeftir
því sem minni timi er til stefnu er maður reiðubúnari að bíða
svo einkennilega sem það hljómar.
Elizabelh Taylor
56 VIKAN 11. TBL