Vikan


Vikan - 12.03.1987, Blaðsíða 35

Vikan - 12.03.1987, Blaðsíða 35
númerið átti að hefjast á árshátíðinni missti píanistinn öll tök á hljóðfæraleiknum. Fiðlar- inn reyndi að bera sig vel og byrja upp á nýtt en það fór á sömu lund. Þetta var meiri háttar ósigur fyrir mig. Ég hef aldrei fremur en þá óskað þess að ég gæti sokkið niður úr gólfinu. Þetta er viðkvæmur aldur og hvergi verra að misstíga sig en fyrir framan skólafé- laga sina. Skömnru eftir þetta lagði ég fiðluna á hilluna. Mörgum árum síðar. þegar ég fór til framhaldsnáms í læknisfræði í London, tók ég af einhverjum óskiljanlegunt ástæðum fiðl- una með mér og lenti í skemmtilegu spilverki. og frekar fint en hitt. að halda á sígarettu. Ég hafði fengið að vera með mönunu i Vinar- borg í þrjá mánuði þetta sumar. Um haustið. þcgar skólinn byrjaði. voru skólasystur mínar farnar að reykja og veittu mér fúslega tilsögn í listinni. Fjárhagurinn bauð ekki upp á mikl- ar tóbaksbirgðir á þessum árunt og við sátum sex inni á salerninu í Miðbæjarskólanum með eina sígarettu og héldurn á henni með hár- spennu til að hægt væri að reykja hana alveg upp. Þarna lærði ég að blása hringi og bera mig eins og vanur reykingamaður. Ég var kappsöm í námi og vissi hvar ég stóð nema í þriðja bekk í MR. Þá hellti ég inér í fjörið og fór þrisvar í viku á Borgina. Ég var ekkert að sukka heldur þótti ntér bara gaman að dansa og vera með skemmtilegum krökkum. En námið var ekki tekið eins alvar- lega fyrir vikið. í Ijórða bekk lenti ég með stelpum sem tóku ntig í gegn. ..Katrín mín. þetla gengur ekki lengur." sögðu þær og ég lét mér segjast. Ég skildi að maður ber ábyrgð á sjálfum sér og að í námi er maður alltaf einn. Maður verður að standa sig sjálfs sín vegna. Mér þótti óskaplega gaman í menntaskóla og naut bæði félagslífsins og nántsins. Ég lék meðal annars einu sinni í Herranótt. ntér til óblandinnar ánægju. Uppáhaldskennarinn rninn var Gunnar Norland sent kenndi okkur ensku og okkur þótti hreint og beint dásant- legur. Enda var stofnaður aðdáendaklúbbur, Norland Fan-club. sent gaf út sérstakt blað. í því voru aðallega fréttir af Gunnari Norland og Jóni Júl. sem einnig var í miklu uppáhaldi. hjón og held að það hafi verið gagnkvæmt. Þau voru bæði miklir mannvinir og hann var nreð skemmtilegustu mönnum sem ég hef þekkl, algjör ..entertainer", og var þar að auki eins og annar pabbi minn. Drífa var fjöl- hæf listakona. Hún var listmálari og gaf út tvær bækur. Hún hafði byrjað nám í íslensku í háskólanum en hætt og sá alla ævi eftir því. Af einhverjum ástæðum ræddi ég við hana um mín framtíðarmál. Hún sagði að hefði rnaður á annað borð ambisjónir ætti rnaður að setja rnarkið sem hæst og stefna síðan markvisst að því. Ef ég ætti draunt, sem mér þætti ólíklegt að gæti ræst, ætti ég einmitt að stefna á hann. Ég ætti að leita að tindum til að klífa. Ég veit ekki hvort hún hefur haft hugmynd um hvað þetta samtal hafði ntikil áhrif á nt'ig. Mér þótti ólýsanlega vænt urn þessa móðursystur mína. sent var mikill gleði- gjafi, góð við alla og hlífði sér aldrei. Ég var auðvitað á öndverðunt meiði við þau hjón í pólitík. Pabbi var nrikill sjálfstæðis- maður og ég vissi af rótum fjölskyldunnar í þeim flokki. Ólafur Thors var giftur afasystur minni, þótt ég þekkti þau lítið, og Marta frænka mín var gift Pétri Benediktssyni, bróð- ur Bjarna. Fólkið mitt var gjarnan mikið til hægri eða rnikið til vinstri, lítið um miðju- menn. Drífa var mjög pólitísk og þau hjón bæði. Hún var fremst í flokki i Keflavíkur- göngum og var einlægur kommúnisti," segir Katrín. Vésteinn, sex ára sonur hennar, er viðstadd- ur þegar viðtalið er tekið. Hann er niðursokk- inn í að lita en lítur upp að þessuin orðum töluðum. „Kommúnisti," segir hann íhugull, „hvað er það? Er það sama og organisti?" Valgarður „Ég settist í læknadeild árið 1966 og kynnt- ist manni mínum, Valgarði Egilssyni, strax á fyrsta ári," heldur Katrín áfrain eftir að hafa gefið syni sínum greinargóða lýsingu á fyrir- bærinu kommúnisti. „Ég hafði hreint ekki hugsað mér að binda mig fyrr en í fyrsta lagi um þrítugt en eftir að ég kynntist Valgarði var ekki eftir neinu að bíða. Við kynntumst 10. rnars 1967 og vorum gift í september sama ár. Ég sá hann fyrst á ganginum á fyrstu hæð i háskólabyggingunni og tók strax eftir hon- um. Hver er þessi maður seni hallar svona undir fiatt? spurði ég þá sem með rnér voru. Mér var gerð grein fyrir honum, hann væri ritstjóri læknablaðsins og á næstsíðasta ári í læknadeild. Ævintýrið hófst svo á árshátíð læknadeild- ar. Við komum samtímis inn i anddyrið. Mér fannst hann hafa ómótstæðilega persónutöfra og sexappil. Síðar komst ég að því að hann er líka skemmtilegur. Við gengum samhliða inn í salinn og höfum gengið saman síðan. Við erunt á margan hátt andstæður enda er ég sporðdreki en hann fisk- ur. Ég er borgarbarn en hann er Þingeymgur, segist reyndar vera Þingeyfirðingur. Ég er jarðbundin og formleg, hann fruntlegur með óbeislað hugmyndafiug. Kannski hefur þetta laðað okkur hvort að öðru. Að minnsta kosti höfum við reynst hvort öðru farsælt mótvægi. Úurnar Á háskólaárunum var ég rnjög áhugasöm um jafnrétti kynjanna og lenti í lærdómsríku starfi með hópi sem var undanfari annarra jafnréttishópa þessa tímabils og var af ein- hverjum ástæðum kallaður úur. Þetta var hópur kvenna sem spratt upp úr heitum um- ræðurn um Kvennaskólann á sínum tíma. Skólinn óskaði eftir að útskrifa stúdenta, heil- mikill lobbíismi fór í gang og lagt var fram frumvarp um málið. Röksemdin var að það yrði að „gera eitthvað fyrir konur" en við vorum á móti slíktim hugsunarhætti og ein- kynja skólum. Kvennaskólinn, þessi góða menntastofnun, varð þannig syrnbol fyrir að- skilnað kynjanna í skólunt. Okkur fannst að konur ættu að drífa sig í stýrimannaskóla, vélstjóraskóla og aðra hefðbundna karla- skóla. Kynin væru eins en allt kynjamisrétti væri vondum bókunt og uppeldi að kenna. I dag sér maður auðvitað hversu skammt Varð að prófa allt! Ég var frekar lífiegur unglingur - varð að reyna allt, hugsa að ég hafi verið áhrifagjörn. Ég stalst til að byrja að reykja þegar ég var fjórtán ára hef iðrast þess alla ævi og hætti því með öllu fyrir tíu árum. Reyndar reyktu allir í kringum mig og mér þótti það jákvætt Tindar til að klífa Eftir stúdentspróf var ég óráðin í hvað ég vildi læra. Það var svo margt sent ég gat hugs- að mér, meðal annars lögfræði og læknisfræði. Það sem réð úrslitum var sarntal við Drífu Viðar. móðursystur mína, sem var gift Skúla Thoroddsen lækni. Ég hélt mikið upp á þau Katrín og Davíö á góðri stund. 11. TBL VIKAN 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.