Vikan


Vikan - 12.03.1987, Blaðsíða 15

Vikan - 12.03.1987, Blaðsíða 15
lilut í framhaldsskólunum og í grunnskólun- um. Ég held að fullorðið fólk, sem á í þessum vanda, viti ekki hvert það á að snúa sér. Það er enginn ákveðinn aðili sem hefur þessa full- orðinskennslu með höndum. Það er alls ekki óeðlilegt að fólk, sem hefur átt í námserfiðleikum í æsku, sé ennþá hrætt við skólana. Og það er algengt að foreldrar, sem hafa lent í þessu, biði milli vonar og ótta um hvort börn þeirra lendi í sömu erfiðleikum því margir segja að þetta erfist. En það er ekki sannað mál og það er mögulegt að þessi ótti færist ósjálfrátt yfir á börnin og hafí áhrif. Það er sent sagt ekkert sannað um hver sé orsökin fyrir því að lestrarörðugleikar eru til. Það er afskaplega erfitt þegar læknar gefa skýringu á þessum vandkvæðum nentenda með því að nota orðið lesblinda. Þeir segja: Þessi einstaklingur er lesblindur. En því fylgir engin skýring. Svo fara foreldrarnir til kennar- ans og segja við hann: Nú veit ég hvers vegna hann Jón getur ekki lært að lesa, hann er les- blindur. En foreldrarnir vita ekki hvað stendur á bak við þetta orð. Þetta er rnjög mikið notað af læknum. Stundum hjálpar það fólki að vita að það er til einhver fræðileg skilgrein- ing sem einhver hópur sérfræðinga notar yfir þetta fyrirbæri, þótt ekki séu til nein meðul við því. Það getur verið misjafnt hvernig þetta fyrir- bæri lýsir sér hjá einstaklingum og það er líka misjafnt hversu fljótt þetta kemur í ljós. Sum- ir gallar koma fyrr í ljós en aðrir. Stundum tengist þetta auðvitað kennsluaðferðinni. Það er ríkjandi í okkar landi að notuð er svoköll- uð hljóðlestraraðferð við leskennslu. Fyrir suma hentar sú aðferð ekki vegna þess að það er eitthvað að heyrnarskynjuninni. Þá væri betra að nota einhverja aðferð þar sem ekki er byggt eins nrikið á þessum eiginleika. Þess vegna er gott að kynnast vel nemand- anum áður en byrjað er að kenna honum að lesa. Ég held að núna sé mjög mikið reynt að nota fyrstu mánuðina, sem barnið er i skóianum. til þess að örva mál barnsins mark- visst, áður en byrjað er að kenna því að lesa. Þetta er mjög góð stefna, hún getur áreiðan- lega fyrirbyggt töluvert. Ég held að kennarar séu miklu opnari fyrir þessum málum en áður, bæði vegna uniræðu og svo er reynt að kenna þeim i grunnnánti þeirra ákveðin fræði sein tengjast þessu svo þeir vita meira en áður. Börn læra raunverulega að lesa og skrifa samtímis og það eru til börn sem hafa ein- hverra hluta vegna dottið út úr skólakerfinu og verða þess vegna hvorki læs né skrifandi. Stundum kemur upp sú slaða að börn geta lært að lesa en eiga rnjög erfitt með að skrifa (stafsetja rétt). Þá er oft um að ræða þetta fyrirbæri sem margir nefna skrifblindu, en segir okkur nánast ekki neitt. Oft lagast þetta nokkuð á fullorðinsaldri ef fólk hefur mögu- leika á þjálfun, einfaldlega af því að þá getur viðkomandi oft nýtt sér betur ýrnsar reglur sem notaðar eru í stafsetningu. En málfræði- og stafsetningarreglur eru svo óhlutstæðar að það er oft erfitt fyrir krakka að læra að beita þeim. Þetta er hins vegar auðveldara fyrir fullorðna. En þá gerist það oft að þessir hinir sömu eru búnir að fá ákveðna sjálfsmynd og eru fullvissir um að þeir geti ekki skrifað og það verður til þess að þeir læra það aldrei. Það er raunverulega aldrei hægt að hjálpa þessum hópi fólks til fulls fyrr en samfélagið er orðið sannfært um að þetta sé engin skömrn. Þótt þetta hafi verið að breytast mik- ið er það ríkt í okkur ennþá að fólk eigi að kunna að lesa. Það er allt byggt upp á því að maðurinn kunni að lesa. Stundum er hægt, ef allt þrýtur, að kenna fólki sérstaka tækni sem það getur notað. Þá er því kennt að þekkja ákveðin orð sem vitað er að það þarf að þekkja í daglegu lífi. Það er þá eins og að lesa úr myndum, fremur en lestur í eiginlegum skilningi. Ef þeir sem tileinka sér slíkt ættu að fara að lesa orðin eftir bókstöfunum myndi allt verða örðugra. Því eins og áður hefur komið fram er lestur mjög flókið ferli. Það Lestur er afskaplega afstœtt hugtak. Við tölum um þad að lesa í svo margs konar merkingu. þarf að túlka þessi tákn í hljóð og setja í sam- hengi þannig að það verði skiljanlegt krefst þess að öll taugaboð, er þessu tengjast, séu í fullkomnu lagi. Sem betur fer tekst það hjá meirihlutanum. Það er erfitt að skilgreina nákvæmlega or- sakir lestrarörðugleika og hafa komið fram margs konar skýringar á fyrirbærinu. Það hafa komið fram kenningar um að efnaskipti i líkama þessara einstaklinga væru röng og þess vegna væri hægt að laga lestrarörðugleika með því að laga efnaskiptin. En þetta hefur ekki borið neinn árangur. Sænski sálfræðingurinn Paul Parlenvi kom af stað mikilli umræðu þegar hann kom fram með þá kenningu að með því að laga hreyfing- ar barna væri hægt að lækna lestrarörðug- leika. Hann taldi sig geta sýnt fram á að þessi börn væru jafnframt svolítið hömluð i hreyf- ingum. Hann hélt því fram að ástæðan fyrir þessu væri sú að þau hefðu hlaupið yfir eitt- hvert þroskaskeið hreyfinga þegar þau voru lítil. hefðu til dæmis aldrei skriðið. Hann taldi meira að segja að þeir sem ekki gætu lesið á venjulegan hátt gætu einfaldlega snúið bók- inni við og lesið á hvolfi. Þetta sagði hann vera sökum þess að þeir sem ættu í erfiðleikum með að lesa fengju orðin öfugt til heilans og þess vegna væri einfaldasta ráðið að snúa öllu við og þá kæmi það rétt til heilans. En hann hefur ekki gert neinar kannanir í tengslum við þessar kenningar sínar. Ég þekki Svía sem er algerlega annarrar skoðunar. Hann telur að málþroski barna sé grundvöll- urinn fyrir lestrarkunnáttunni. Þegar Paul kom fram með þessa kenningu sína bauð þessi ntaður honurn aðstoð við að gera rann- sókn á kenningum hans. En hann afþakkaði þetta því hann taldi sig hafa fullgilda sönnun fyrir þessum kenningum sínum. Hann er á kafi í þessu og er með stóra meðferðarstofu í Svíþjóð þar sem börn fá aðstoð sem byggist á þessurn kenningunr hans. Ég er ekki frá því að þessi kenning hans um hreyfingarnar geti hjálpað til í tilfellum torlæsra nemenda. Ef maður finnur að börn eru óörugg í hreyfingum er hægt að gera þau öruggari og það hjálpar þeim. í þeim skiln- ingi að það eykur sjálfstraustið og það getur einmitt orðið til þess að þau standa sig i lestr- inum. En ég held að þetta sé engin úrslita- lausn. Þetta er auðvitað bara ein af Ijölmörgum kenningum sem komið hafa fram í tengslum við_ þessi málefni. Ég held að við getum aldrei hafnað einni kenningu fremur en annarri og því meira sem hugsað er um þetta og því fleiri sem koma fram rneð sín sjónarmið því betra, því meiri líkur eru til þess að endarnir náist einhvern tíma saman. Sjónvarpskonan Birgitta Sohlman, sem hefur lengi fengist við gerð þátta um málþroska, lestrar- og skriftarkennslu og lestrarörðugleika, og sálfræðingurinn Paul Parlenvi hafa skrifað bók sem byggir algerlega á kenningum Pauls Parlenvi. Hún heitir: Lár med kroppen det fastnar i huvud- et, Lærðu með líkamanum - það situr í höfðinu. Þar segir meðal annars: Margt fullorðið fólk tengir lærdóm og vinnu við þekkingu en það tengir leik við afslöpp- un. Það getur verið erfitt fyrir fullorðið fólk að sjá gagnið í næstum ósýnilegum fram- kvæmdum í hversdagslífinu, framkvæmdum sem við höfum lært með reynslu. Það getur líka verið erfitt að setja afrek barnsins í lestri og skrift i samhengi við teikningu, krass, kubbaleik, lófaklapp og aðra hreyfileiki. Það getur líka verið erfitt að skilja að það er sam- hengi rnilli þeirra möguleika sem börn hafa til leikja og þeirra hæfileika sem þau hafa til lærdóms síðar á ævinni. að er að sjálfsögðu vitað mál að leikir eru leið til lærdóms en Paul Parlenvi setur þetta fram í þeim skilningi að hreyfileikir geti algerlega lagað lestrar- örðugleika. í bókinni eru jafnframt ýmsir leikir sem eiga að stuðla að því að auka hreyfigetu og 11. TBL VIKAN 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.