Vikan - 12.03.1987, Blaðsíða 22
Myndbönd
Heartbreak Ridge
Nú á næstunni mun Bíóhöllin taka til
sýningar nýjustu kvikmynd Clints East-
wood. Nefnist hún Heartbreak Ridge. Ekki
er um sakamálamynd né vestramynd að
ræða í þetta skiptið heldur leikur Eastwood
liðþjálfa nokkum, Tom Highway, sem er
hermaður án stríðs og á erfitt með að laga
sig að slíkum lifnaði.
Eftir langan og litríkan feril fær Tom
Highway það verkefni að þjálfa landgöngu-
liða fyrir strið. Fljótt fær hann yfirmann
sinn, skrifstofublók, á móti sér, einnig ung-
an foringja, nýkominn úr herskóla.
Highway á einnig við persónuleg vandamál
að stríða. Allt hjálpar þetta til að einangra
hann frá öðmm.
Hann stendur því á krossgötum í lífi sínu,
annaðhvort er að halda þeirri ímynd sem
hann hefur haldið við síðan úr Kóreustríð-
inu, þar sem hann vann sín mestu afrek,
eða aðlagast nýrri hemaðartækni og nýjum
venjum.
Viö þjáltun á nýliöum f landgönguliöi.
Hér er Tom Highway (Clint Eastwood) á tali við tyrrverandi eiginkonu sem
Marsha Mason leikur.
Umsjón:
Hilmar Karlsson
Clint Eastwood bregöur sér i hermannabúning i Heartbreak Ridge.
22 VIKAN 11. TBL