Vikan


Vikan - 12.03.1987, Blaðsíða 36

Vikan - 12.03.1987, Blaðsíða 36
alla daga á spítalanum og aðra hverja nótt. Af 168 stundum vikunnar var ég 120 á spítal- anum. Næstu sex mánuði var þetta Jauflétt" því þá þurfti ég bara að vera á spítalanum þriðju hverja nótt! Tveimur eða þremur árum síðar gerðu unglæknar í Bretlandi uppreisn og heimtuðu að fá greidda yfirvinnu. Það var talsverður hiti í kringum þetta á þeim tíma. A lægstu þrepunum í breska spítalakerfinu er maður bara þræll sem er alltaf á staðnum. Fyrir 120 tíma vinnuviku fékk ég sömu viku- laun og ritari í íslenska sendiráðinu fékk fyrir 40 tíma. Við hjónin vorum með íslenskar stelpur hjá okkur öll árin í London og vorum alveg sér- lega heppin. Það var mikil ábyrgð sem hvíldi á þeint þar sem ég var svona mikið fjarver- andi. Þessi ár kenndu ntanni nægjusemi. Við höfðum ekkert en við uppgötvuðum að það gerði ekkerl til. Það var líka mjög hollt að kynnast viðhorfum Breta til lífsins. Þar er ekki stundaður eltingaleikur við gullkálfinn í sama mæli og hérlendis. Þeir hafa enga þörf fyrir kristalsljósakrónur en eru hins vegar duglegir að fægja hjá sér hurðarhúnana! Þeir síðan voru tvær fiðlur, lágfiðla og selló. Eg sló til og við æfðum saman í nokkra mán- uði. Þetta er hin sanna kantmermúsík og óskaplega gaman. Ég hef ekki enn fundið neina hér heinta sem eru nógu lélegir til að spila nteð mérí svona bandi. En éger að leita. Fjölskyldulíf Við urðunt fyrir þeirri sorg að missa dreng- inn okkar í umferðarslysi skömmu áður en við fluttum heim. Það er reynsla sem ég held að maður komist aldrei að fullu yfir. Þessi atburóur hefur breytt okkur báðum. Þó að við höfum eignast fieiri börn hefur það ekk- ert dregið úr sársaukanum. Þessi drengur, Einar Vésteinn. var einstaklega skýr og athug- ull, ntjög músíkalskur og velti fyrir sér hinum ótrúlegustu hlutum. Hann var afar hændur að föður sínum og stóð einhvern veginn þann- ig að sínu að það þurfti aldrei að setja ofan í við hann. Það var eins og hann skildi alla hluti fyrirhafnarlaust. Hann var fimnt ára þegar hann dó og væri því þrettán ára núna hefði hann lifað. Osjálfrátt fylgist maður allt- Úr fertugsafmæli Katrínar. Við hlið hennar er Valgarður Egilsson, eiginmaður hennar. Aðrir á myndinni eru Ágúst Fjeldsted, Einar Sveinsson og Gunnar Eydal. var hugsað enda hefur námsval kvenna nán- ast ekkert breyst þrátt fyrir aukið svigrúm og ný viðhorf i þjóðlelaginu. Ég verð að játa að það varð mér töluvert áfall að uppgötva það nýverið. Ég talaði gegn frumvarpinu á fjöl- mennum fundi á Hótel Sögu ásamt Magnúsi Kjartanssyni. Það er eina skiptið sem ég var sammála Magnúsi. Á móti voru Hannibal Valdimarsson og Níels Chr. Níelsen lækna- nemi. Frumvarpið var fellt og okkur þótli það stór sigur. Hins vegar þótti mér rniður að þegar upp var staðið var það Kvennaskólinn sem leið fyrir þessi átök. Úurnar störfuðu í hópunt þótt í raun væri þetta ekkert skipulagt starf. Einn hópurinn fór til dæmis gegnum launamál og kynnti sér hvernig karlar feta sig áfram upp metorða- og launastigann meðan konur sitja eftir, hvað sem menntun líður. Annar hópur fór yfir barnabækur til að skoða gildismatið sem þar birtist. Þarna var enginn pólitískur ágreining- ur. Ég man eftir Silju Aðalsteinsdóttur, Ásdísi Skúladóttur og Maríu Jóhönnu Lárusdóttur úr þessuin ltópi. Þetta voru konur á miðju stjórnmálanna og til vinstri en við vorum ekki að fjalla um pólitík í venjulegum skiln- ingi þess orðs. Það gerðu aftur á móti Rauðsokkurnar sem síðar spruttu upp úr þes;sum hópum. Þær vildu bylta þjóðfélaginu. Ég var ekki mjög virk í stúdentapólitíkinni en var einu sinni á námsárum mínum neðar- lega á lista Sjálfstæðisfiokksins í borgarstjórn- arkosningum. Þá talaði ég fyrir algjörlega daufum eyrum um græna byltingu - en hún kom seinna. Sá sem helst hafði áhrif á mig og var áhugasamastur unt að koma mér út í pólitík var Ármann heitinn Sveinsson. Hann var stórmerkilegur persónuleiki og í MR vor- um við ekki i vafa um að hann væri okkar upprennandi stjórnmálaleiðtogi. Ég byrjaði í læknadcildinni 1966 eins og áður sagði og eignaðist fyrsta barnið mitt, Jórunni, 1969, tók próf í fyrsta hluta i maí og átti barnið í júni. I miðhlutanum eignaðist ég ekkert barn en 26. júní 1973, sex dögum eftir að ég tók embættispróf, eignaðist ég mitt annað barn, Einar Véstein. Ég var búin að kvíða því dálítið að komast ekki á böllin kringum útskriftina, en það tókst! Valgarður fór til London 1972. Ég var úti í átta mánuði, ætlaði að reyna að lesa og taka einhverja kúrsa úti en átti eftir „filuna" heima, tvo kúrsa og embættispróf. Ég kom heim, tók prófin og náði þeim og átti barnið. Þetta er alltaf svona hjá mér. Allt virðist lenda á sama tímapunktinum og maður spyr sjálfan sig hvort allt muni hrynja eða ganga upp eins og púsluspil. Sú hefur alltaf orðið raunin hing- að til. / London Þegar við fiuttum til London seldum við • íbúð sem við höfðum keypt þegar Valgarður var læknir á Eskifirði. því hann fór út upp á að vera launalaus og fékk aðeins lítils háttar styrki að heiman. Hann var við nám og starf i krabbameinsrannsóknum og vann að dokt- orsritgerð. Það fór vel um okkur i London en þar ríkir allt annar vinnumórall en hér. Fyrstu sex mánuði kandidatsársins vann ég kynda ekki nema á ákveðnum árslíma, hvað sem veðri líður, og stöku sinnum sópa þeir undir teppið. Það tók okkur um það bil tvö ár að skjóta rótum og hætta samanburðar- hugsunarhættinum að allt sé betra á íslandi. Fólkið. sem við kynntumst þarna, var ekki eins mikið að einblína á sjálft sig og sinn rétl eins og fólk gerir hér heinta. Bretarnir eru bara í þvi að láta hlutina ganga upp, hvort sem það er í umferðinni eða mannlegum sam- skiptum. Mér þótti miklu minna stress milli fólks þar en hér er og átti sérstaklega ánægju- legar samverus;tundir með surnu samstarfs- fólki mínu. Ég bý til dæmis lengi að stundunum með læknakammersveitinni. John Salinsky, heintilislæknir í Wembley, kennari minn i heimilislækningum, komst að því að ég hefði lært á fiðlu og bað mig að spila með hópi sem hittist reglulega og lék saman, sjálf- um sér til ánægju. Jolm spilaði á klarínett. af með börnum á hans reki og vcltir því stöðugt fyrir sér hvernig manneskja hann væri ef liann væri í þcirra hópi. Margir veigra sér við að minnast á dáin börn annarra og tala unt börnin manns þrjú, eins og Einar Vésleinn hafi ekki verið lil. Mér finnst ég í raun eiga Ijögur börn og þegar ég er spurð um Ijölskyldustærð vil ég að það komi fram að af íjórum börnum míiuim eru þrjú á lífi. Öll stór álöll í lifi manns víkka sjóndeildar- hringinn og hjálpa manni lil að skilja annað fólk en mig vantar alltaf þennan dreng. Eftir því scm árin líða linnst mér Ijölskyldu- líf og samskipti kynslóðanna æ mikilvægari. Ég er alin upp við stöðugleika og aðgang að mér eldra fólki og linn glöggt hvað vantar mikið þar scm þetta er ekki fyrir hendi. F.r- lcndis eru þessi samskipli viða að verða óþekkl en við erum svo lá að við getum alveg haldið í þau. Það er ómetanlegl fyrir börn 36 VIKAN 11. TBL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.