Vikan - 12.03.1987, Blaðsíða 16
Lestur - lestrarörðugleikar
þar af leiðandi lestrargetu. Einn leikurinn er
til dæmis fólginn í því að börnin eru látin
mjaka sér, skríða, ganga og að lokum hlaupa,
allt í réttri röð, til þess að bæta fyrir ef eitt-
hvert þessara skeiða hefur orðið útundan á
þroskaferlinu.
Jafnframt eru í þessari bók alls kyns tungu-
æfingar og lestraræfingar sem eru gífurlega
nauðsynlegar fyrir málþroska barna, hvort
sem um er að ræða einhverja lestrarörðugleika
eða ekki.
Haldin var norræn ráðstefna í maí 1981
um lestrarörðugleika, á vegum Roga-
landsforskning í Noregi. 1 lengslum
við þessa ráðstefnu var rituð bók sem
nefnist Lesevansker. Hún er byggð á fyrirlestr-
um sem nokkrir helstu sérfræðingar í þessum
efnum á Norðurlöndunum héldu á ráðstefn-
unni. í upphafi þessarar bókar segir Eve
Malmquist, prófessor við háskólann í Linköp-
ing:
Maður, sem lifir á tuttugustu öldinni og
hefur ekki fengið að læra að lesa, getur ekki
starfað á fullnægjandi hátt, hann getur ekki
lifað lífí fullgildrar manneskju. „Learning is
living and living is learning,‘‘ sagði einhver
og á okkar dögum er álitið, hvar sem er í
heiminum, að góðir lestrareiginleikar séu eitt
af mikilvægustu verkfærunum sem hægt er
að nota til þess að læra og þar með til þess
að lifa í eiginlegri merkingu, eins og við skilj-
um það nú á dögum.
Seinkun lestrarþróunar í sinni verstu mynd
- ólæsi - felur í sér líf sem hefur afskaplega
takmarkað frelsi. Sá sem er ólæs er oft mjög
háður öðrum. Hann hefur litla möguleika á
að læra eitthvað alveg upp á eigin spýtur.
Og maður verður að læra allt lífið til að kom-
ast af í nútímasamfélagi. Ólæsi hefur verið
talið versta „fötlun" á okkar tímum, bæði
hvað varðar hagfræðilega þróun, stjórnmála-
lega, félagslega og einstaklingsþróun.
Eve vitnar til fulltrúa Indlands á UNESC O
ráðstefnu sem var haldin skömmu áður en
bókin kom út:
„Meira en helmingur jarðarbúa kann ekki
að lesa og hefur þess vegna enga möguleika
til þess að notfæra sér mannréttindi sín. Hann
mun verða án þekkingar um þá tækni sem
vísindin hafa gefið okkur til þess að berjast
gegn hungursneyð, fátækt og sjúkdómum.
Hann mun vera útilokaður frá sameiginlegunt
menningararfi sem er geymdur í skrifuðu
máli."
í þessari sömu bók tæpir Hans-Jorgen
Gjessing, prófessor við háskólann í Bergen, á
því hvernig lestrarörðugleikar hafa verið skil-
greindir:
Hvað eru lestrarörðugleikar? Þetta er mjög
erfið spurning og við verðum að viðurkenna
að ekki hefur ennþá fengist nógu gott svar
við henni, hvorki fyrir kenningar eða fram-
kvæmdir.
Það er ekki skortur á skilgreiningum. Eg
ætla ekki að byrja að telja þær upp en ég vil
undirstrika að flestar skilgreiningarnar benda
á að það er um að ræða börn sem þrátt fyrir
venjulega lestrar- og skriftarkennslu í skóla
þroska ekki lestrar- og skriftareiginleika sína
í samræmi við gáfur.
Margir hafa velt fyrir sér framtíðar-
horfum og þar eru menn auðvitað
ekki á eitt sáttir fremur en í öðrum
efnum.
Um framtíðina ritar Mogens Jansen í Dan-
marks Pædagogiske Institut í Kaupmanna-
höfn:
Það mun verða til mikið af bókum í fram-
tíðinni. Það mun líka verða til annars konar
lestrarefni: myndatextar, sjónvarpstextar,
texti á vörum, upplýsingar á tölvuskjám og
svo framvegis. Lestur felur í sér miklu meira
en bara bækur, þegar á okkar tímum.
í lestrarkennslu er mikilvægt að notaðir séu
einnig aðrir hlutir en bækur. Og lestrar-
kennsla á ekki að standa ein og sér heldur á
hún að felast í samstarfi við ýmsa miðla. Til
Þaö dylst engum aö sú
staóreynd aó meira en
helmingur jaröarbúa
kann ekki aó lesa er
óhugnanleg.
dæmis er gott að nota bók ásamt segulbandi/
myndbandi og niyndir ásamt texta og segul-
bandi/myndbandi.
í tæknilegum skilningi hefur skólinn ekki
getað haldið í við samfélagið og það á eftir
að verða drösull að draga fyrir nýju kynslóð-
ina.
Hinni miklu umræðu um vélar í kennslu
er ekki lokið. í umræðunni hefur komið fram
eftirfarandi spurning: ,,Er rétt að nota vél í
stað kennara ef það er hægt?" Þessu er ekki
hægt að afneita en skoða verður það út frá
jákvæðum sjónarmiðum. Það eru margs kon-
ar félagslegar og félagsuppeldislegar aðstæður
sem myndast í skólum, svo margt í tengslum
við nemandann sem einstakling - atriði sem
kennarinn á að sjá um, að allt sem getur gert
námið árangursríkara og auðveldað vinnuna
i tengslum við það verði gert.
Þetta þýðir ekki að kennaranum verði of-
aukið, þvert á móti. Allt bendir til þess að
samskipti barna og fullorðinna verði minni
og minni. Þar hefur einmitt skapast slórt hlut-
verk fyrir kennarana, að bæta úr þessum
vanda.
Kennarinn getur ekki starfað að nokkru
gagni við lestrarkennslu nema nemendurnir
séu jákvæðir í afstöðu sinni og að umhverfið
styðji við. Og þegar umræðan snýst um þá
sem eiga erfitt með að lesa eru tengsl kennar-
anna við heimilin ekki bara æskileg heldur
nauðsynleg.
Sá sem getur skrifað mun hafa völdin, eins
og í Egyptalandi fyrir ftmm þúsund árum.
Og kröfurnar aukast stöðugt. Það eru
margar starfsgreinar þar sem ekki sást bók
fyrir tveimur kynslóðum. í þessum sömu fög-
um voru fyrir fimmtán árum nokkrar bækur
sem átti að lesa og kvöldskóli var sóttur
tvisvar í viku. Nú er grunnkrafan í sömu
greinum tíu ára skólaganga með góðum ein-
kunnum í móðurmálinu, stærðfræði og ensku.
í dag stöndum við á þröskuldi upplýsinga-
aldarinnar. Það er eins og menntunin (líka í
lestri og kannski einmitt í miklum mæli á því
sviði) á þessu tímabili hafi orðið kapphlaup
milli hreinnar sprengingar vitneskju og
hræðslu leiðtoga og stofnana, ótta um að
geta ekki hamið þessa vitneskjusprengingu.
Hér er bæði átt við stjórnmálaleiðtoga, trúar-
lega og menntunarleiðtoga, bæði opinbera og
óopinbera.
Aldrei hafa verið eins gildar ástæður til
þess að vera hræddur og einmitt núna. Svo
virðist sem við getum ekki fylgst með. Kröf-
urnar verða sífellt meiri. H.G. Wells sagði:
„Human history becoms more and more a
race between education and catastrophe." -
Mannkynssagan verður sífellt meira kapp-
hlaup milli menntunar og skyndilegrar
hörmungar.
Svo virðist sem hann muni hafa rétt fyrir
sér.
Segja má að hægt sé að skipta þeim sem
ekki geta lesið í tvo meginflokka, ann-
ars vegar þá sem hafa aldrei hafl
tækifæri til að læra að lesa og hins veg-
ar þá sem hafa haft tækifæri til þess en af
einhverjum ástæðum ekki gert eða getað það.
Hvorir tveggja hóparnir standa okkur nálægt
og við þurfum að íhuga á hvern hátt við get-
um orðið til aðstoðar og framkvæmt svo.
Eins og gefur að skilja er gifurlega erfitt
fyrir þá sem kunna að lesa að skilja þá sent
ekki geta það. Það er þeim svo eðlilegur hlut-
ur að þeir gera sér ekki grein fyrir þeim
erfiðleikum sem hinir þurfa að ganga í gegn-
um. Það er því mikilvægt að þeir sem eru
heilbrigðir á þessu sviði opni huga sinn til
þess að þeir sem eiga við þessi vandamál að
stríða skammist sín ekki fyrir þau heldur beri
sig eftir aðstoð og taki henni sem sjálfsogðum
hlut, því það er hún auðvitað.
Uppi eru skiptar skoðanir um hvernig við
stöndum að vígi í baráttunni gegn lestrarörð-
ugleikum og ólæsi en engum dylst að sú
staðreynd að meira en helmingur jarðarbúa
kann ekki að lesa og býr meirihluti þeirra
í vanþróuðu rikjunum -■ er óhugnanleg. Það
er mikilvægt að bregðast rétt við því við stönd-
um óvefengjanlega á tímamótum.
16 VIKAN 11. TBL