Vikan


Vikan - 12.03.1987, Blaðsíða 14

Vikan - 12.03.1987, Blaðsíða 14
Lestur - lestrarörðugleikar óra Kristinsdóttir er lektor við Kenn- araháskóla íslands. Hún hefur starfað við kennslu í fjölda ára og er sérmennt- uð í sérkennslu barna: - Þegar talað er um „ólæsi" þá sé ég fyrir mér vanþróað ríki eins og Afríku, þar sem þjóðfélagið er byggt upp á þann hátt að það hafa ekki allir tækifæri til að læra að lesa. Þar er auðvitað ríkjandi mikið ólæsi. Ég held að orðið ólæsi sé ekki hægt að nota í okkar samhengi því hér hafa allir fengið tækifæri til að læra að lesa, það hefur öllum verið gefinn kostur á því. Hin hliðin á málinu eru spurning- ar eins og hversu mörgum tekst það og hvers vegna tekst ekki öllum það? Lestur er afskaplega afstætt hugtak. Við tölum um það að lesa í svo margs konar merkingu og það verður hver og einn að mynda sér sínar eigin skoðanir um það hvað hann meinar með orðinu. Við tölum um lest- ur í fyrsta og öðrum bekk grunnskóla. En ef við erum að tala um lestur í níunda bekk þá er um allt annan skilning á hugtakinu að ræða. Ef nemandi í níunda bekk læsi á stigi nemanda í fyrsta bekk þá myndum við segja að hann gæti ekki lesið. Ég er nánast viss um að í dag - og siðastlið- in tuttugu ár - fer engin lestrarkennsla fram án þess að nemendur séu látnir lesa upphátt. Það hlýtur alltaf að eiga sér stað. Það er líka afskaplega erfitt að gleyma þeirri lestrarkunn- áttu sem maður hefur einu sinni öðlast þvi allt umhverfi kallar á lestrarkunnáttu. Maður fer varla út á götu án þess að þurfa að nota þetta. Ég held að það sé langsótt að segja: Þessi hefur kunnað að lesa en hann hefur gleymt því af því að hann hefur ekki fengið nægilega þjálfun. Hins vegar er það alveg stað- reynd að það eru nemendur sem fara út úr grunnskóla án þess að vera orðnir almenni- lega læsir. Og auðvitað ryðgar fólk i þvi sem það heldur ekki við. Spurningin er líka á hvað eru menn læsir? Menn geta kannski lesið frétt- ir í blöðum en ekki fagefni eins og það sem tengist því að taka meirapróf. Þar geta verið erfið orð sem standa mönnum fyrir þrifum. Svo er um að ræða það sem nefnist lestrar- örðugleikar. Þá hefur eitthvað gerst. Það getur verið um að ræða að skólinn hafi brugð- ist. Það getur verið að kennslan hafi ekki verið við hæfi nemandans eða hann hafi misst mikið úr skóla og það hafi aldrei verið bætt upp. En svo er hinn þátturinn. hann er sá að nemandinn hafi einhverja skynræna galla sem gera honum erfitt fyrir. Lestur er mjög flókið ferli. Það er ekki bara að sjá heldur þarf heil- inn líka að túlka þetta og setja það í samhengi. Til eru nemendur þar sem einhverjar af þess- um skynleiðum frá augunum til heilans eru brenglaðar. Það kostar þessa nemendur oft óskaplega mikla erfiðleika að læra að lesa. Þeir ná kannski aldrei þeirri færni sem þarf til þess að þeir njóti þess að lesa. Fyrir nokkr- um árum voru þessir nemendur jafnvel dæmdir heimskir og ekki færir um að gera eitt eða neitt, en sem betur fer er þessi skoðun næstum ekki til lengur. Ég held að þetta sjón- armið hafi verið að breytast síðustu þrjátíu árin. Fram að þeim tíma var oft lagt að jöfnu það að vera greindur og það að kunna að lesa. Lestrarkennsla í skólum hefur líka breyst, síðustu tíu árin hafa komið nýjar aðferðir inn í myndina. En það er eitt sem skiptir gífurlegu máli fyrir lestur og lestrarnám, það er almennur málþroski barnsins og tengsl barnsins við bækur áður en það byrjar að læra að lesa. Hafa foreldrarnir gefið sér tima til að lesa fyrir barnið eða segja barninu sögur og tala við það? Það er kannski þetta sem mestur misbrestur er á í dag, að foreldrar gefi sér tíma til að tala við börnin og segja þeim sögur og lesa fyrir þau. Það er svo nauðsynlegt. Síðustu tuttugu árin hafa verið að bætast í hóp kennara fólk sem hefur lært að taka á þessum málum. Það eru sérkennararnir sem hafa verið smám saman að mennta sig. Þeir hafahjálpað mörgum en auðvitað ekki öllum. Svo vitum við líka að þetta er mikið tilfinn- Þótt ótrúlegt megi virðast hafa verið hér einstaklingar sem kunnu ekki að skrifa sitt eigið nafn. ingalegt atriði. Þær kröfur eru gerðar að fólk kunni að lesa, það er talinn sjálfsagður og eðlilegur hlutur. Ef maður spyr krakka hvað þeir séu að fara að gera í skólanum, til hvers þeir séu að fara í skóla, þá svara flestallir því til að þeir séu að fara að læra að lesa. Og sama er að segja um foreldra, þeir eru að senda börnin í skólann til að læra að lesa. Þannig verður þetta svo tilfinningalegt atriði. Ef þetta mistekst bætist við þessi spenna; Þetta getur hjá sumum einstaklingum valdið óöryggi og hræðslu sem getur orðið til þess að viðkom- andi nái aldrei þeirri færni sem til er ætlast eða mun seinna en ella. Skólinn hefur auðvitað líka verið sekur í þessum efnum. Mikið var um lestrar- próf sem voru þannig að nemendur sátu andspænis kennurum og lásu upphátt meðan kennarinn fylgdist með tímanum. Þetta gat myndað spennu sem gerði það að verkum að nentandinn gat ekki náð eins góð- urn árangri og hann hefði náð ella. Það er líka til í dæminu að þeir sem geta ekki lesið upphátt geta lesið í hljóði og tileinkað sér efni. Hinn venjulegi borgari les mjög sjaldan upphátt. Það hefur dregið mikið úr því að nota þessa prófaðferð. Kennari prófar kannski hvernig bekkurinn stendur sig en nú er tekið meira tillit til annarra hluta eins og lesskilnings. En þetta er samt sem áður af- skaplega lítið atriði i þessu samhengi. Og það er mjög ólíklegt að það sé orsökin. Þessari aðferð er ekki beitt oftar en einu sinni til tvisvar á ári, í þeim skólum þar sem hún er ennþá notuð. Stundum er spurt hver sé orsökin fyrir lestrarörðugleikunum. Er það eitthvað sem hefur gerst í skólanum eða eitthvað sem hefur gerst hjá einstaklingum eða eitthvað meðfætt? Eða er það þessi tilfinningalega spenna sem myndast? Þeim sem eru læsir finnst þetta ekk- ert mál og þeir skilja ekki hvers vegna það er svona mikið mál fyrir surna. Áhrifavaldar geta verið margir og unnið saman á einstaklingum. Við höfum haft nemendur sem hafa farið í gegnum skólann með ágætum árangri í öllu nema lestri. Þeim hefur þá verið hjálpað mjög mikið, sérstaklega af foreldrum, og það hefur verið reynt að láta þetta ekki hafa áhrif á annað nám, til dæmis með því að lesa fyrir þá og láta lesa inn á segulbönd og leyfa þeim að hlusta á það. í dag er ábyggilega töluverður hluti nent- enda sem hefur farið út úr skólanum án þess að hafa nauðsynlega færni til þass að geta haldið áfram í námi. Ef maður kann ekki að lesa þá skammast hann sín fyrir það og hann segir. ekki frá því. En svo getur eitthvert atvik orðið þess vald- andi að þessi vankunnátta verður opinber. Þetta er mjög sorglegt því að margt fólk, sem hefur átt í erfiðleikum í barnaskóla eða grunn- skóla, gæli hæglega lært að lesa þegar það er komið á fullorðinsár. Þá er hugarfarið öðru- vísi gagnvart efninu. Þetta er oft kvöð þegar börn eru í grunnskóla - þú átt að læra að lesa og þá leggja þau sig oft ekki eins mikið fram og þau hefðu gert ella. En þegar þessir sömu einstaklingar eru komnir út í þjóðfélagið gera þeir sér Ijóst hversu nauðsynlegt er að geta lesið. Þá fá þeir allt öðruvísi hugarfar gagn- vart efninu. Þannig ná þeir oft góðum árangri. En við íslendingar erum bara svo langt á eft- ir tímanum, hér eru ekki nein samtök þessa fólks eins og víða annars staðar. Á Norður- löndunum og í Bretlandi hefur þetta fólk myndað með sér samtök til að styðja við bak- ið hvert á öðru. Stundum er nóg að vita af öðrum serii eiga við sameiginlegan vanda að stríða til þess að auðveldara sé að ráða fram úr honum, jafnvel upp á eigin spýtur. Það hefur ekki verið stunduð fullorðins- kennsla hér að neinu marki, nema hjá Námsflokkum Reykjavikur sem hafa verið með námskeið í lestri til þess að hjálpa þessu fólki. Þetta þyrfti þó að taka föstum tökum. Öll sérkennsla í lestri hættir til dæmis eftir grunnskóla. Það er engin slík kennsla í fram- haldsskólunum. Þarna er bil sem þyrfti að brúa, það þyrfti að gera þetta að jafneðlilegum 14 VIKAN 11. TBL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.