Vikan - 12.03.1987, Blaðsíða 30
„Því betur sem ég kynnist mönnunum
þeim mun betur kann ég að meta hund-
inn minn,“ sagði Friðrik Prússakonung-
ur fyrir margt löngu. Hundar hafa
löngum verið taldir öðrum skepnum
skynsamari og kannski ekki að ófyrir-
synju því þeir hafa fylgt manninum frá
örófi alda. Gömul íslensk þjóðtrú, sem
að öllum líkindum er ættuð erlendis frá,
greinir svo frá að sum dýr hafi verið
sköpuð seinna en önnur og þar á meðal
hundarnir. Þegar frelsarinn lifði hér á
jörðinni kom hann einu sinni þar sem
skuggaböldrum
og fmngálknum
Afhundum,
menn voru að reka fjárhóp. Féð var
bágrækt og gekk þeim bæði seint og illa.
Þá tók hann grasvöndul og sneri milli
handa sér og gerði úr honum hund,
hjarðsveinunum til hjálpar. Þegar hund-
ar leggjast eða sofa liggja þeir jafnan
hringaðir og er það af því að lausnarinn
sneri vöndinn i hring er hann skapaði
hundinn.
Hundar sem gotnir eru á góu eða
þorra þykja bestir því þá eru þeir mátu-
lega gamlir til að snúast í kringum
lambfé á vorin.
Mikillar varúðar skal gæta þegar
hundar eru valdir til lifs, ef hundar eru
gotnir sjáandi verður að drepa þá hið
bráðasta annars hverfa þeir í jörð niður
þegar þeir eru þriggja nátta en koma
upp aftur á sama stað að þrem árum
liðnum, en þá eru þeir orðnir svo voða-
leg ófreskja að hver sú skepna deyr sem
verður fyrir augunum á þeim. í þjóðsög-
um Jóns Árnasonar er eftirfarandi sögu
að finna: Einu sinni bar svo óheppilega
við að sjáandi fæddur hvolpur var látinn
lifa og hvarf hann að þrem nóttum liðn-
um. Var nú við búið að hann mundi
að þrem árum liðnum koma upp. Flúði
fólkið bæinn, en ekki þóttu vandræðin
búin fyrir það. Ráðlagði þá einn maður
að passa að hafa nógu bjart í húsinu
og láta spegla allt í kring í þvi áður en
hvolpurinn kæmi upp. Var nú svo gjört.
Hvoípurinn kom nú upp á ákveðnum
stað og degi; sá hann þá engan annan
en sjálfan sig í speglinum. Dó hann þá
strax og var síðan brenndur til ösku.
Skoffin eru ýmist talin afkvæmi tófu
og kattar - og er kötturinn móðir - eða
þá þau eru talin óvættur er kemur úr
hanaeggi; því þegar hanar verða gámlir
eiga þeir eitl egg og eru þau egg miklu
minni en hænuegg. Ef hanaeggi er ungað
út verður úr því sú meinvættur að allt
liggur það þegar dautt er hún litur; svo
er augnaráð hennar banvænt.
Einhverju sinni bar svo til við kirkju
á einum stað að jafrióðum og fólkið
gekk út að loknu embætti valt hver um
þveran annan dauður niður. Hinir ráð-
seltari í söfnuðinum og aðgætnari tóku
bráðum eftir þessu og þó einkum djákn-
inn. Stöðvar hann þá fólkið sem úl er
að þyrpast og tekur það lil að bragðs
að hann bindur spegil á stöng langa,
stendur sjálfur í kirkjudyrunum og rétt-
ir stöngina upp með kirkj uþilinu
framanverðu svo hátl að hann ætlasl á
að stangarendinn með speglinum taki
upp fyrir kirkjuburstina. Síðan bað
hann alla út að ganga og varð þá engum
meint við. Hafði hann orðið nærgætur
hvað olli mannadauðanum því skoffin
hafði staðið uppi á kirkjuburstinni og
séð alla sem út gengu, og þvi dóu þeir
hver sem var kominn. En djákni vissi
sem var að ef kvikindið sæi sína eigin
mynd dræpist það.
Skuggabaldur er í föðurætt af ketli en
i móðurætt af tófu, en aðrir telja þó að
hann sé kynblendingur af hundi og tófu
og eru j'ieir eins skæðir að bíla sem ref-
ir sem galdramenn magna til að rífa
annars fé. Þeim verður ekki grandað
með skotvopnum. Einn skuggabaldur
Samantekt: Jóhanna Margrét Einarsdóttir
30 VI KAN 11. TBL