Vikan


Vikan - 12.03.1987, Blaðsíða 55

Vikan - 12.03.1987, Blaðsíða 55
um á tækinu. Það var greinilega eitthvað að í útvarpinu líka. Þulurinn talaði slitr- ótt og með æsingi, eins og hann hefði ekkert að lesa. Hún heyrði hann segja: „Ég endurtek, ég endurtek: Mikið neyð- arástand ríkir nú um land allt. Allir bókstafir og tölustafir eru horfnir. Eng- inn veit hvað veldur þessu en ljóst er að dagskrá útvarps og sjónvarps fer öll úr skorðum. Við vitum ekki hvernig við eig- um að bregðast við þessu en við munum reyna eftir bestu getu að láta vita jafn- harðan og nýjar fréttir berast." Þulurinn gerði smáþögn. „Hlustendur eru vinsamlega beðnir að athuga að við getum ekkert lesið, við höfum ekkert að lesa, en við reynum að spjalla og láta ykkur vita af gangi mála. Takk fyrir.“ Núna varð langt hlé. „Ja, hérna,“ siundi Eiríkur og hellti mjólkinni á disk- inn. „Ja, hérna, djöfullinn sjálfur, hvað á þetta að þýða?“ hélt hann áfram. Hún benti honum vinsamlega á að hann hefði ruglast á mjólkinni og súrmjólkinni. Hann brást reiður við. „Hvernig á ég að geta þekkt þessar fernur í sundur?" hróp- aði hann. „Vertu ekki svona æstur, Eiríkur rninn," sagði hún stillilega, „það þarl' bara að einbeita sér pinulítið og muna að mjólkin er blá og súrmjólkin græn.“ Hann góndi á hana: „Ertu orðin galin, manneskja. Hvernig dettur þér í hug að ég fari að einbeita mér að mjólk og súrmjólk við þessar aðstæður?" Hann starði ofan í mjólkina á diskinum. Hún hafði aldrei séð hann svona niður- brotinn. Það lá við að hún vorkenndi honum örlítið. Þetta var svo ólíkt þeini Eiríki sem hún þekkti svo vel. Hann sem geislaði af sjálfsöryggi, að minnsta kosti svona vanalega. Hún lagði hönd sína á hans. „Þetta hlýtur að fara að lagast, Eiki minn,“ sagði hún blítt. Það var eins og hann hefði brennt sig. Hann kippti að sér hend- inni. „Bankinn," stundi hann, „hvað skyldi vera að gerast þar?“ Hann þaut á fætur og næstum hljóp fram i forstofuna og að símanum. „Hérna vantar líka alla tölustafi," kall- aði hann og hún heyrði að hann átti í einhverjum vandræðum. Það reyndist erfitt að fá són en það tókst þó. Hann náði eftir nokkrar mínútur. Hun heyrði hann tala æstri röddu en hlustaði ekkert frekar eftir þvi sem hann sagði. „Hver hefur sinn djöful að draga," hugs- aði hún og fór að ganga frá i eldhúsinu. Henni leið vel. Það var eins og hún hefði unnið eitthvert einkastríð. Það voru eig- inlega óskrifuð lög á heimilinu að hún hugsaði óaðfinnanlega um húsverkin og börnin en hann um allt utanaðkomandi. Núna var ekkert fjær henni en að fara að taka til. Hún henti diskum og öðru leirtaui í vaskinn án þess svo mikið sem skola af því. Henni fannst þetta allt skemmtileg tilbreyting. „Ég fer niður í bæ á eftir og skoða," hugsaði hún og varð enn léttari í skapinu. Hún var farin að raula án þess að taka eftir því. Skrítið að eftir því sem Eiríkur, já, og reyndar öll þjóðin, varð æstari varð hún rólegri. Hana langaði ekki einu sinni að vita hvernig þetta ástand var komið til. Hana langaði bara að njóta þess rækilega. Ei- ríkur kom inn í eldhúsið og var æstur. „Ég verð að fara i bankann, það er allt að verða vitlaust þar.“ Hann æddi að fatahenginu, þreif frakk- ann sinn og fór í hann. Um leið ruddi hann niður nokkrum yfirhöfnum sem duttu í gólfið og flæktust fyrir fótunum á honum. „Hver andskotinn," æpti hann og var nærri fallinn um koll. „Sérðu hvað þú ert búinn að gera?“ kallaði hún á eftir honum um leið og hann þaut út án þess að kveðja. „Þú ert búinn að traðka á fötunum, nú verð ég að fara með þau í hreinsun." Hann skellti hurðinni. Hún andvarpaði og hengdi upp yfirhafnirnar. Að þvi loknu settist hún niður við eldhúsborðið og fór að hugsa um þetta allt saman. „Hvernig skyldu peningarnir líta út?“ Hún náði i veskið sitt og gáði í það. Það var sem hana grunaði, seðlarnir voru auðir, nema myndirnar voru náttúrlega á sínum stað. Henni datt í hug að gá hvort hún héti eitthvað og í því skyni athugaði hún vegabréfið sitt sem var vandlega geymt i skúffu í skápnum í stof- unni. Mikið rétt, ekkert nafn, engir stimplar, aðeins mynd af brosandi, ljós- hærðri konu sem leit út fyrir að vera fullkomlega eðlileg og venjuleg mann- gerð, ekkert sérstakt við hana, nema ef væru augun, stór og brún og spyrjandi. Þetta var sex ára gömul mynd og henni fannst hún hafa breyst mikið síðan. Hún fékk sér kaffi. Það var sterkt og hress- andi. Hún teygði sig í sígarettupakka og sá um leið að græni pakkinn var nafn- laus, reyndar eins og hún sjálf. „Nafnlaus kona reykir nafnlausa sígarettu ogdrekk- ur nafnlaust kaffi." Henni var skemmt. Það eina sem hún saknaði á þessari stundu var að geta ekki kíkt í Moggann. Ekki þar fyrir, hún vissi vel að hún kæm- ist af án hans, þetta var bara gróinn vani. Henni fannst alltaf svo gott að slappa af yfir kaffibolla og blaðinu þegar hún var orðin ein á morgnana, svona áður en hún dreif í morgunverkunum. En í dag yrðu engin morgunverk heldur skyldi hún skemmta sér vel yfir öllu írafárinu sem stafaleysið virtist skapa. Henni varð hugsað til barnanna sem voru í heimsókn hjá foreldrum hennar á Patreks- firði. „Hvernig skyldi þetta vera þar?“ Hún gekk að símanum og ætlaði að fara að hringja vestur en þá kom gamla vanda- málið, hún gat aldrei munað númerið eftir að þau fluttu frá Súganda. Hún hafði það skrifað stórum stöfum á töfluna í eldhúsinu en nú sást ekkert. Ekki þýddi að gá í símaskrána, þar sást örugglega ekkert heldur. „Jæja, þau koma hvort eð er um helg- ina,“ hugsaði hún. Hún gat vorkennt krökkunum að þetta skyldi ekki hafa komið upp í vetur þegar skólarnir voru í gangi, þá hefði örugglega orðið fjörugt. „Uss, svona á maður ekki að hugsa.“ Hana langaði að tala við einhvern. Auð- vitað Jóhönnu, hvern annan? Þær höfðu verið vinkonur lengi, alveg síðan í húsó á Laugarvatni. Jóhanna var sú eina sem hún hafði haldið tryggð við; samt voru þær svo ólíkar, á ytra borðinu allavega. Jóhanna bjó á Vesturgötunni og rak leirkeraverk- 'stæði í kjallaranum heima hjá sér. Hún var gift trésmiði og áttu þau þrjú börn og fjóra ketti, að minnsta kosti í bili; ein læðan var kettlingafull. Eiríki var einhvern veginn ekki um Jó- hönnu og fjölskyldu hennar, fannst svo mikið rótleysi á þeim, og hann talaði oft um útlitið á Jóhönnu. „Að sjá þessa kellingu," sagði hann oft, „eins og drusla til fara, hugsar aldrei neitt um útlitið, alltaf eins og argintæta." Hún svaraði honurn aldrei þegar hann skammaðist út i Jóhcnnu. Ekki þar fyr- ir; hún hafði oft reynt að fá vinkonu sína til að klæðast ofurlítið borgaralegar, en af langri reynslu vissi hún að það þýddi ekki. Samt kunni hún vel við allt „rót- leysið" á heimili Jóhönnu, þar var allt svo afslappað og þægilegt, enginn að pæla í því þótt uppvaskið biði nokkra daga eða gleymdist að kaupa í matinn af og til. Og kettirnir, þeir voru skemmti- legir. Hana hafði oft langað í kettling - en Jóhanna tók ekki í mál að setja „sak- lausan" kött inn á heimili þar sem allt var svona „steriliserað", eins og hún orð- aði það, enda myndi Eiríkur aldrei vilja hafa kött á heimilinu. Framhald í næsta blaði. 11. TBL VIKAN 55
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.