Vikan - 26.03.1987, Blaðsíða 9
NAFN VIKUNNAR: ÁGÚSTA FRÁ REFSSTAÐ
• •
Orlagarigningin
Á Búnaðarþingi því er haldið var fyrir
skömmu voru í fyrsta skipti i sögunni konur
sem aðalfulltrúar.
Þær voru tvær. Önnur þeirra er Ágústa
Þorkelsdóttir frá Refsstað. Hún er vel þekkt
fyrir störf sín í fjölmiðlum. Margir minnast
hennar í þáttunum Borg bernsku minnar og
í morgunútvarpinu. Hún hefur einnig skrifað
í blöðin um ýmis málefni. Félagsstörfin hafa
alltaf verið henni hugleikin og hún er baráttu-
maður fyrir hagsmunum bænda:
- Ég er fædd og alin upp í vesturbænum
og flutti ekki á Austurland fyrr en ég var
komin yfir tvítugt. En ég var alltaf mikill dreif-
býlingur í mér. Eg var í sveit sem krakki, svo
fór ég í Samvinnuskólann og hafði auk þess
unnið úti á landi. Svo flutti ég austur á Egils-
staði þegar ég var tuttugu og eins árs gömul.
Mér fannst alltaf skemmtilegra að vera uppi
í sveit. Það vildi þannig til að ég var í sveit
hjá systur minni, sem er miklu eldri en ég.
Og mér leist strax mjög vel á sveitina. Eg
reiknaði þó ekki með þeim möguleika að
verða bóndakona, af því ég var ekki sjálf úr
sveit. Til þess að geta orðið bóndakona þurfti
auðvitað að giftast bónda. Þegar ég flutti á
Egilsstaði var það hins vegar ekki á stefnu-
skránni hjá mér að ná í bónda. Mér bauðst
vinna í kaupfélaginu þar. Þegar mér bauðst
þessi vinna og fóstur fyrir soninn hjá systur
minni fannst mér það einstakt því ég bjó í
vesturbænum og vann í Ármúla og mér fannst
erfitt að þurfa að þeytast með strákinn á
barnaheimili og sjálf í vinnu. Svo ég ákvað
að fara til Egilsstaða.
Það var hræðileg rigning þetta haust sem
ég fór. Það var einmitt veðrið sem varð ör-
lagavaldur í lífi mínu. Ég hafði ráðið mig til
eins árs í kaupfélagið og þegar ég stóð frammi
fyrir þeirri ákvörðun hvort ég ætti að fara eða
vera á Egilsstöðum þá fannst mér skelfileg
tilhugsun að þurfa að fara aftur í þessa rign-
ingu í Reykjavík svo ég er enn á Austurlandi.
Ég var á Egilsstöðum í fimm ár. Ég skrapp
reyndar til Svíþjóðar í sex mánuði. Eg gerði
það til þess að prófa hvernig væri að vera
alein í útlöndum þar sem enginn er til þess
að bjarga manni.
Svo kynntist ég eiginmanni mínum, á hér-
aðsmóti. Og þegar komið var fram undir
haust fannst okkur ótækt að hafa svo langt
á milli okkar svo ég flutti til Vopnafjarðar
þar sem hann bjó og fór þá að kenna. Ég
settist að heima hjá honum og við giftum
okkur. Síðan 1971 hef ég verið bóndakona.
Ég hef reyndar kennt í grunnskóla annað slag-
ið. Ef ég hefði vitað hvað er skemmtilegt að
kenna þegar ég var um tvítugt þá hefði ég
eflaust farið í Kennaraháskólann.
Við hjónin búum félagsbúi með mági mínum
og konu hans. Við erum með kýr, kindur og
refi. Þetta er sennilega á við tvö vísitölubú,
þar sem við erum tvær fjölskyldur.
Bóndakonan nýtur einhverrar sérstakrar
virðingar hjá mörgum. Það fylgir eitthvað frá
gamalli tíð, það er kannski komið frá sveita-
rómantíkinni. Ég hef orðið vör við að við
erum álitnar sérstaklega stjómsamar og
myndarlegar konur. Ég hef tekið meira eftir
þessu heldur en virðingu fyrir bændunum.
Það er auðvitað misjafnt hvort bændakonur
standa undir þessari virðingu.
Við erum heimavinnandi húsmæður en við
þurfum alltaf að vera á bakvakt. Við erum
alltaf og höfum alltaf verið verkstjórar ef
bóndinn hverfur af vettvangi.“
Næst víkur talinu að setu Agústu á Búnaðar-
þinginu:
„Nú eru hundrað og fimmtíu ár síðan fyrstu
búnaðarsamtökin voru stofnuð svo það tók
þennan tíma fyrir konur að komast inn. Þeg-
ar ég var kosin á Búnaðarþing í sumar sem
leið, af Búnaðarsambandi Áusturlands, gerð-
ist það þann 19. júní, sjötíu og einu ári eftir
að konur fengu kosningarétt. Þetta er saga
jafnréttiskvenna í félagsmálum. Og kannski
er hún ekkert verri en í öðrum málum.
Auk þess að vera bóndakona hef ég alltaf
stundað félagsstörf og haft gaman af því. Það
er væntanlega þess vegna sem ég var kosin
sem búnaðarþingsfulltrúi. Auk þess hefur
þátttaka mín í fjölmiðlum haft áhrif þar á.
Ég býst við að ég haldi áfram að skipta
mér af félagsmálum og ég hef mikinn áhuga
á að halda áfram að skipta mér af félagsmál-
um bænda vegna þess að ég held að bænda-
stéttin þurfi á því að halda að þeir sem hafa
áhuga taki þátt í baráttunni. Við bændur erum
hreinlega í varnarstöðu og það er einmitt
mikilvægt að hafa konur í þessari baráttu.
Það er viðurkennd staðreynd að það er ekki
almennilegur búskapur nema þar sé kona líka,
og flestar konur taka þátt í allri ákvarðana-
töku á búinu. En það er þar eins og annars
staðar að það er talið sjálfsagðara að karla-
raddirnar heyrist út á við. Það er nauðsynlegt
að það heyrist í konum út á við líka. I raun
og veru finnst mér að það eigi að vera jafnt
hlutfall karla og kvenna á Búnaðarþingi og
líka í Stéttarsambandi bænda. Þar hefur að
vísu verið kona í nokkuð mörg ár og fáir tek-
ið eftir því. Hún hefur verið ágætur félagi í
þeim samtökum.
Ég er nú ekki svo bjartsýn að halda að ég
lifi það að sjá jafnt hlutfall kvenna og karla
á Búnaðarþingi en það hefur verið mjög gam-
an að vera með þessum mönnum sem sátu
þingið. Ég hef auðvitað oft lent í því í gegnum
mín félagsstörf að vera ein í stórum hópi
karla. Ég man ekki eftir að hafa verið á svona
karlasamkomu þar sem ég hef ekki orðið vör
við neinn karlrembutón. Ég hef setið meira á
mér eftir því sem ég hef elst, ekki viljað tefja
fundarstörf og annað til þess að koma með
athugasemdir, þar sem það hefur ekki svo
mikið að segja. En ég minnist þess ekki að
þessir menn á Búnaðarþinginu hafi talað
framhjá mér, yfir mig eða sniðgengið mig í
einu eða neinu. Ég held að bændur hafi verið
famir að skammast sín fyrir að hafa ekki
konur á þinginu. Og þeir eru, eins og ég
sagði, vanir þvi að konan hafi töluvert að
segja og það eigi að taka mark á henni. Mér
fannst þeir koma fram við okkur á þessu þingi
eins vel og gerist á bestu bæjum.
Ég er ánægð með veru mína á þinginu. Mér
hefur fundist mjög gaman að vinna í þessari
allsherjamefnd sem ég lenti í. Ég hef fengið
fjölbreytt mál til að fást við og fræðst heil
ósköp. Hins vegar finnst mér sniðið á þinginu
vera of þunglamalegt. Allt starf fer fram í
nefndum. Mér finnst þetta svolítið stirt og
það hvarflar að manni sú hugsun hvort ekki
væri hægt að ná meiri árangri með öðmvísi
sniði. Þetta ber mikinn keim af Alþingi.
Ástæðan er auðvitað sú að margir sem sátu
á þessu þingi voru þingmenn á Alþingi líka.
Mér fmnst allt í lagi að breyta þessu. nú þeg-
ar við erum á leið inn í tuttugustu og fyrstu
öldina. En það virðist vera rikt í bændum að
halda í ýmsar hefðir. Það er alltaf ákveðin
íhaldssemi sem rikir hjá bændum. Það er ekki
fyrr en virkilega bjátar á sem þeir geta orðið
byjtingarafl. Þeireru seinþreyttir til vandræða.
Ég held ég lifi það að sjá breytingar á sniði
bændaþingsins. Mér fínnst ég vera of mikill
græningi í bili til þess að fara að gera ein-
hverjar breytingartillögur á kerfi sem ég þekki
kannski ekki alveg til hlítar. En mér þykir lík-
legt, ef ég staðna ekki algjörlega, að ég muni
á hverju ári hugsa um leið til breytinga.
Viðtal: Hlynur Örn Þórisson Mynd: Valdís Óskarsdóttir
11 TBL VIKAN 9