Vikan - 26.03.1987, Side 12
farast um kvöldið og í hríðöréli. En við áttum
að koma til Tókíó rétt eftir hádegi. Ég var
dauðþreyttur og stuttu seinna sofnaði ég.
Ekki hafði ég sofið lengi þegar ég vaknaði
við það að flugvélin tók smáhnykk og ég átt-
aði mig á því að við flugum í skýjum. Annar
og kröftugri hnykkur. Ég var mæddur og
gerði mér grein fyrir því að við flugum hátt.
Ég horfði út á stjórnborðsvænginn sem skar
sig í gegnum skýjaþykknið. Það var eins og
gráar flísar rifu sig af vængnum og hyrfu út
í þykknið fyrir aftan okkur. ísing! Dorita
Breakspear og Seymour sváfu. Georg Ogden
sagðist eiga erfitt með andardrátt og kulda-
hrollur sótti að honum. Brátt birti. Við flugum
út í sólskinið en ég tók eftir þunnu íslagi sem
hafði sest á vængina.
Campell kom aftur í farþegaklefann og tal-
aði lágum rómi til mín. „Það er of mikil ísing
í skýjunum. Við verðum að fljúga yfir þau.“
„Já,“ svaraði ég, „við erum þó nokkuð hátt
núna.“ „Fimm þúsund metra hæð,“ svaraði
Campell. „Er ekkert súrefni um borð?“ „Nei.“
Skömmu seinna kom Campell aftur. „Við
neyðumst til að fara niður í skýin aftur. Okk-
ur hefur ekki tekist að komast upp úr þeim
og erum samt í fimm þúsund og fjögur hundr-
uð metra hæð núna. Verið viðbúin því að
vélin láti dálítið illa.“ Campell dró úr afli
hreyflanna. Skyndilega heyrði ég jsmelli er ís-
ílygsur skullu á farþegarýminu. Is var þeytt
burt af skrúfublöðunum. Það dimmdi.
Klukkan mín var 11.20 eða 12.20 að Tókíó-
tíma.
Það var, sem betur fer, langt til kvölds! En
hversu langt yrði þangað til ísinn hætti að
berjast utan í flugvélarskrokkinn og færi í
staðinn að hlaðast í þykkt lag á vængina? En
það snjóaði ekki, í draumnum var éljagangur.
Hinni gráu dulu var svipt frá og Sister Ann
flaug aftur út í sólskinið á milli gríðarstórra
og bylgjukenndra skýjabólstra. Það var líkt
og keyra fram af bjargbrún. Hellan, sem suð-
aði í eyrum okkar, og erfiðleikarnir með að
draga andann bentu til þess að við hefðum
klifrað hærra, svo hátt að súrefnið var næsta
lítið. Ogden og Dorita voru veik af súrefnis-
skorti. Ég vissi að þau þyldu vart lengur að
vera í þessari hæð. Enn kom Campell. Hann
var grár af þreytu en brosti og virtist öruggur
og rólegur. „Fljúgum við ekki of hátt núna?“
spurði ég. „Getum við ekki stungið okkur
niður í heitara loftbelti? Við höfum notað
mikið eldsneyti og ættum að geta haldið þó
nokkrum hraða vegna þess hversu vélin hefur
lést, bara að við getum komist hjá ísingu. En
fyrir alla muni, gerðu það sem þér finnst rétt-
ast, Campell. Þetta bjargast örugglega." Og
ef það gerir það ekki, hugsaði ég, þá lendum
við á grýttri ströndinni. Campell brosti og
sagðist gera sitt besta.
Lætin byrja
Við byrjuðum að lækka flugið. Á ný hrist-
ist vélin í ókyrru loftinu. Þögn sló á okkur
og við hristumst niður á við gegnum skýjalög-
in, inn í turnháan kjarna þrumubólstra. Það
var ógurlega dimmt! Síðan heyrði ég ógn-
vekjandi hávaða er eitthvað buldi á farþega-
rýminu. ís! ís á skrúfublöðunum í enn eitt
skiptið! Skyndilega komumst við út úr því -
og annað tók við. Þetta gula, sem hófst og
lækkaði sig fyrir neðan okkur, var hafið. Það
buldi ógurlega. Hvað er klukkan? Hálffjögur.
Haf og snjór: nákvæmlega eins og það var í
draumnum. Fyrir neðan okkur sáum við að
stórar bylgjur lömdust í froðu á grárri klöpp-
inni. Aldrei hafði ég upplifað annan eins
hristing og ekki átti ég von á að Sister Ann
þyldi álagið öllu lengur.
Við flugum meðfram ströndinni og komum
að lokum að flóa nokkrum. Þar, við grýtta
strönd, var lítið fiskiþorp, hulið snjó. Strönd-
in var vart meira en þrjú hundruð metra löng
og svartar klappir á báðar hliðar. Hún var
ónothæf sem lendingarstaður. Við tókum
stefnu út á flóann og fylgdum klöppunum og
briminu gegnum snjódrífuna í þessu litla
skyggni sem var milli skýjanna og hins ókyrra
hafs. Ég hafði stillt úrið eftir Tókíótíma og
það sýndi að klukkan var fimm mínútur yfir
fjögur. Það myndi rökkva um fimmleytið.
Síðan hurfu klappirnar sjónum okkar. Camp-
ell var hræddur um að rekast á þær og flaug
því á haf út. Síðan sneri hann vélinni með
stefnu til lands nokkru seinna. Svona endur-
tók þetta sig. Ströndin hvarf. Við fundum
hana aftur en aldrei nokkurt rof í skýjaþykkn-
inu. Og ekki fundum við nokkurn blett á
ströndinni þar sem við gátum nauðlent.
Það dimmdi, sólin hlaut að hafa sest kortér
yfir fimm: klappir, ský, haf, sujór, hvítfyss-
andi alda á ströndinni, hávaði, hristingur,
ónot, höfuðverkur, óhugnanleg þreyta.
Skyndilega hvarf klapparröndin. Skyggnið
batnaði. Hér var flói. Éiskiþorp, hulið snjó,
við grýtta strönd. Steinar, klapparrákir - sama
þorpið og við höfðum séð klukkustund fyrr;
sami flóinn! Við höfðum flogið í hring og
komið að sama staðnum aftur.
Ég losaði öryggisbeltið og fór fram í stjórn-
klefann. „Má ég kíkja á landabréfið?" sagði
ég við siglingafræðinginn. Um sextíu kíló-
metra úti í hafi var eyja sem líktist þeim stað
er við vorum á. Hún hét Sado. „Hérna erum
við,“ sagði ég. Siglingafræðingurinn kinkaði
kolli og sagði: „Þessi fiskibær hlýtur að heita
Takatchi. Næsti flugvöllur er við Tókíó en
þangað eru yfir hundrað og fimmtíu kílómetr-
ar og þar að auki yfir fjalllendi að fara í þessu
veðri - ekki sérlega uppörvandi." „Og lítið
eldsneyti," sagði ég. Þessi auða, grýtta strönd
var eina vonin sem við eygðum. Draumurinn
átti þá við rök að styðjast: í stormi og hríðar-
éli um nótt. Ég sneri mér að Campell. Hann
horfði á mig, brosandi og fullur öryggis, og
sagði: „Þetta lítur ekki glæsilega út. Ef þú
samþykkir vil ég reyna nauðlendingu á þess-
ari litlu strönd. Það er vonlaust að kasta sér
út í fallhlíf því það er of lágskýjað, auk þess
sem hann er of hvass.“ „Sammála.“ „Myndir
þú lenda með hjólin uppi eða niðri?“ „Ég
held við munum renna of langt og of hratt
ef við búklendum," sagði ég. „En ef við höfum
hjólin niðri snýst upp á flugvélina. Hvernig
væri að þú lentir á hjólunum og tækir þau svo
upp þegar hraðinn fer að minnka?" Campell
kinkaði kolli á meðan hann stritaði við að
stjórna vélinni. Svitinn bogaði af honum.
Niður, niður, niður
Ég fór aftur í farþegarýmið til þess að gera
það sem ég gat til þess að búa áhöfnina og
samferðamenn mína undir það sem í vændum
var. Allir nema Campell flugstjóri áttu að
vera aftast í flugvélinni til þess að þyngja aft-
urhlutann og halda honum niðri þegar
flugvélin lenti. Auk þess sem öruggara var að
vera þar átti okkur að ganga betur að kom-
ast út. Allir áttu að halda sér fast svo við
köstuðumst ekki til og við notuðum dýnur
og teppi til að skýla okkur. Þegar þessu var
lokið fóru tveir af áhöfninni aftur í til að
opna dyrnar svo hurðin skorðaðist ekki aftur
og við festumst inni í flakinu. Dyrnar opnuð-
ust og á svipstundu fylltist farþegarýmið
hávaða og snjófjúki. Diskar og hnífapör tók-
ust á loft og soguðust út í loftið.
Hugsunin um það sem átti eftir að gerast
hafði kvalið mig undanfarna tuttugu og fjóra
tíma. Gegnum gnauðandi vindinn heyrði ég
þegar hjólalokurnar opnuðust og lendingar-
hjólin komu niður. Síðan voru flapsarnir settir
niður og Sister Ann tók beygju meðfram
klettabeltinu með stefnu á þrjú hundruð metra
Iendingarspildu á ströndinni. Það dró úr vél-
arhljóðinu. Ég Ieit á Ogden. Hann brosti
þreytulega. Dorita sat með augun aftur. Ég
gat ekki séð framan í Berry. Flugvélin var
kornin svo lágt að ég gat séð bogadregna
strandlengjuna og þverhníptan klettavegg við
enda lendingarstaðarins. Þegar neðar dró rétti
Campell vélina af. Gnýr hreyflanna dó út.
Háar, svartar klappir þutu hjá vinstra megin.
„Nú kemur það!“ Brothljóð og ískur. Hjólin
hoppuðu á steinunum og vélin byrjaði að
snúast. Taktu hjólin upp, bað ég innra með
mér. Campell hafði þegar gert það. Sister Ann
datt niður á belginn. KNA-A-A-A-ASS...
Æ, maginn í mér! Dauði og djöfull. Kyrrð.
Það var eins og hálsinn hefði brotnað. Eitt-
hvað þungt kom á mikilli ferð og lenti aftan
á mér. Það var Ogden í stólnum og öllu sam-
an. Síðan hljóðnaði allt. Flugvélin stansaði
alveg. Það eina sem heyrðist var skvampið í
öldunni sem brotnaði á steinum fyrir utan og
léttur þytur í vindinum. „Stóllinn losnaði!"
hrópaði Ogden eins og það hefði verið honum
að kenna. Við losuðum öryggisbeltin og byrj-
uðum að hlæja. Ég fór fram í en mætti
Campell á leiðinni. Við litum hvor á annan
og tókumst síðan í hendur...
„Áður en ég nauðlendi aftur afþakka ég
alla aðstoð og ráðleggingar. Það eyðileggur
alla ánægju við að fljúga.“