Vikan - 26.03.1987, Side 25
Séö inn fjörðinn. Húsin lúra notalega utan i brekkunni.
Á veitingastaðnum Fiðlaranum hangir þetta
pianó í loftinu, ásamt fiðlum, flautum, trompet-
um og fleiri tegundum hljóðfæra. Það var
Bjarni Hafþór Helgason, sá er samdi Reykjavik-
urlagið, sem átti hugmyndina að nafni staðar-
ins.
Viöa um bæinn má sjá söngleikinn Kabarett
auglýstan.
Heyrðu, taktu mynd af okkur, kölluðu þesslr strákar sem voru i sundlauginni.
Meðfram Eyjafirði rísa tiltölulega há fjöll,
1000-1500 metrar á hæð. Mörg þessara
fjalla eru til að sjá eggslétt að ofan og
eru leifar hásléttu sem dalir og firðir hafa síð-
an grafist í. Helstu bergtegundir eru basalt
og líparít. Dökkt basaltið, einkennisberg ís-
lands, myndar skarpa umgjörð um fjörðinn
en líparítið sker sig úr, ljósbleikt. Við austan-
verðan fjörðinn eru fjöllin nokkru lægri, lægst
er Vaðlaheiði, um 500 metrar á hæð.
Lengd fjarðarins, bergtegundir og hæð
fjallahringsins ráða miklu um veðurfarið. En
Eyfirðingar guma oft af því að hvergi á ís-
landi sé jafnmikil veðursæld og þar. Ráðandi
vindáttir eru sunnan- og norðanátt. Áhrif
fjallgarðanna og lengd fjarðarins stuðla einna
mest að því að staðviðri og jafnviðri er meira
í Eyjafirði en víðast hvar annars staðar á
landinu.
Akureyri hefur breyst mikið á undanförn-
um árum þó svo margt af því sem áður
undirstrikaði sérstöðu bæjarins sé enn í
fullu gildi. Akureyringar segjast halda stíft í
þá þjóðsögu að taka utanbæjarmönnum illa,
taka þá ekki inn í samfélagið fyrr en þeir
hafa sannað kosti sína ótvírætt. Að vísu glotta
þeir gjarnan við tönn þegar þetta berst í tal.
Einn innfæddur sagði mér raunar að þeir
hefðu á undanförnum árum verið svo harðir
að þeir hefðu rekið úr bænum alla þá Akur-
eyringa sem þeim hefðu ekki þótt nógu
sicemmtilegir, hefðu flutt þá suður.
Viðurnefni hafa lengi verið vinsæl á Akur-
eyri og það hefur loðað við að enginn væri
maður með mönnum nema hann hefði eitt-
hvert viðurnefni, síðan eru menn uppnefndir
eftir því hvar þeir búa í bænum, þeir sem búa
á eyrinni eru kallaðir eyrarpúkar, þeir sem
búa í brekkunni brekkusniglar og þorparar
búa, eins og nafnið gefur til kynna, í Glerár-
þorpi.
r
AAkureyri eru mörg sögufræg hús sem
vert er að gefa gaum. Má þar nefna Lax-
dalshús, Davíðshús, Nonnahús og í
innbænum minna nöfn eins og Schiöthshús,
Höepfners- og Tuliniushús á dönsku yfirstétt-
ina sem forðum mótaði bæjarlífið. Út frá
byggingarsögulegu sjónarmiði er gaman að
skreppa i gönguferð um bæinn, byrja á því
að fara inn í fjöru og líta á smá timburhús í
dönskum stíl sem settu mikinn svip á bæinn
undir síðustu aldamót, nokkur þeirra standa
enn og er Nonnahús eitt þeirra. Upp úr alda-
mótum hófst tímabil norsks byggingarstíls,
hús Matthíasar Jochumssonar, Sigurhæðir,
og Menntaskólahúsið eru gildir fulltrúar þessa
stíls. Upp úr 1920 verður enn ein sveiflan í
byggingarstílnum þegar steinsteypan verður
aðalbyggingarefnið. Þá eru byggð í brekkunni
á Akureyri allmörg hús í eins konar nýklass-
ískum stíl, þar sem með steinsteypu er líkt
eftir byggingum úr tilhöggnum steini. Svona
er hægt að feta sig áfram í byggingarsögunni
13. TBL VIKAN 25