Vikan


Vikan - 26.03.1987, Blaðsíða 27

Vikan - 26.03.1987, Blaðsíða 27
Á góðviörisdögum hafa allt að 1700 manns komið í Hlíöarfjall. Skíðalyfturnar geta flutt allt að 2000 manns á klukkustund svo ekki er mikil hœtta á að langar biðraðir myndist viö lyfturnar. (Ljósmynd ívar Sigmundsson.) Skemmtanalífið á Akureyri er allfjölbreytt. Á Sjallann hefur nánast hver einasti ís- lendingur heyrt minnst, um helgar er þar boðið upp á ýmis skemmtiatriði og uppákom- ur og þar er einnig hægt að kaupa ágætis mat. í kjallara Sjallans er skemmtilegur „pöbb". H-IOO er diskótek þeirra Akureyringa. H-ið er mikið sótt af nemendum Mennta- og Verk- menntaskólans. Á Hótel KEA er dansað á hverju laugardagskvöldi. r Aundanförnum árum hefur verið byggð upp frábær skíðaaðstaða í Hlíðarfjalli. Þar er góður skíðaskáli sem byrjað var að byggja 1953-54 en var ekki tekinn í notk- un fyrr en I962. í hann var notað timbrið úr gamla sjúkrahúsinu á Akureyri, svo að stofni til er skálinn ansi aldinn. I Hlíðarfjalli eru brekkur sem henta öllum, hvort sem þeir eru leiknir á skíðum eður ei. Þar eru góðar skíða- lyftur og er 500 metra hæðarmunur á lyftu. Fyrir þá sem treysta sér upp á toppinn er hægt að bruna 2500 metra niður að skála. Hægt er að fá leigð skíði, skó og stafi í fjall- inu og þar er einnig boðið upp á skíðakennslu. Á sunnudögum geta þeir sem vilja fengið gæslu fyrir börn sín. í skálanum er hægt að kaupa léttar veitingar og það er svo sannar- lega ekki amalegt að skella sér inn í hlýjuna eftir að hafa verið góða stund á skíðum og fá sér heitt kókó. Yfirleitt er skíðaaðstaðan opnuð í lok nóvember eða byrjun desember og er opin fram til fyrsta maí. Um helgar er opið frá klukkan 10.00—17.00 i fjallinu en virka daga er opnað klukkan 13.00 og ýmist opið til 18.45 eða 21.00. Á kvöldin eru braut- irnar flóðlýstar og að sögn kunnugra er aldrei betra að skreppa á skiði en þá. Fyrir þá sem ekki eru á bíl er vandalítið að komast í fjallið því þangað eru tíðar rútuferðir úr bænum. Fyrir þá sem kjósa gönguskíði er um tvennt að velja. Göngubraut er lögð í Hlíðarfjalli á hverjum degi og er hún 3,5 kílómetrar á lengd en um helgar er hún lengd upp í 10 kílómetra. í Kjarnaskógi er einnig lögð upplýst göngu- braut þegar snjór er nægur en sökum snjóleys- is hefur hún ekki verið til mikilla nota í vetur. Útisundlaug er á Akureyri. Þar sem sund- laugin er nú var gerð frumstæð laug 1897. Heitt vatn var leitt þangað úr Glerárdal I933 og voru það fyrstu hitaveituframkvæmdirnar á Akureyri. Nú er þar 35x10 metra sundlaug með góðri aðstöðu. Þar eru og tveir heitir pottar. Inni i sundlaugarhúsinu er innilaug, 12,5x6 metrar að stærð. Hún er til dæmis mjög hentug fyrir foreldra með ósynd börn. Einnig er boðið upp á gufubað, líkamsræktar- aðstöðu og ljósalampa. Leiklistarstarfsemi er með miklum blóma á Akureyri. Þegar við heimsóttum stað- inn stóðu yfir æfingar á söngleiknum Kabarett, mikið var að gera því þetta var tæpri viku fyrir frumsýningu. En söngleikur- inn var frumsýndur þann 14. mars síðastlið- inn. Leikfélag Akureyrar hefur aðstöðu í gamla samkomuhúsinu, Hafnarstræti 57, sem byggt var 1906 og var raunar fyrst í stað hús góðtemplarareglunnar á Akureyri. Þetta er fallegt hús sem býður af sér góðan þokka. Bríet Héðinsdóttir leikstýrir söngleiknum og það er gaman að sjá hversu vel verkið gengur upp á litla sviðinu hjá þeim á Akureyri. Hér hefur verið stiklað á stóru um Akur- eyri og margt orðið útundan, en víst er að fyrir þá sem vilja sækja bæinn heim er af nógu að taka. Þó hefur ekki verið minnst á þann þátt sem hvað mest er einkennandi fyrir Akureyri en það eru rólegheitin. Þar er í senn hægt að sameina þrennt, hvíld, skemmt- anir og útiveru, án þess að nokkuð skarist. 13. TBL VIKAN 27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.