Vikan


Vikan - 26.03.1987, Blaðsíða 28

Vikan - 26.03.1987, Blaðsíða 28
 Það hefur_ venð sívaxandi áhugi fyrir skíða- mennsku á íslandi í nokkuð mörg ár. Mestra vinsælda hafa svigskíðin notið þótt gönguskíði séu líka að vinna sér sess. Hin síðari ár hefur það gerst að margir íslend- ingar leita út fyrir landsteinana til að stunda skíðaíþróttina. Það er misjafnt hvenær áhuginn vaknar. Skiða- ferðalög eru fastur liður í skólum landsins en algengt að þeir sem á annað borð stunda skíði hafi komist í kynni við þau áður en þeir fara í slíkar ferðir. Sumir virðast fæddir með skíðabakt- eriuna í blóðinu en aðrir eru ónæmir. Margir hafa unun af því að bruna niður snar- brattar brekkur milli þess sem þeir bíða í löngum biðröðum eftir að komast í lyftu. Aðrir hafa ekki þolinmæði til þess að standa lengi í biðröð bara til þess að renna sér svo niður brekku, sem oftast tekur mun skemmri tíma. Svig og ganga á skíðum eru afskaplega misjafn- ar íþróttir. Þar reynir á svo mismunandi eiginleika að sá sem er meistari á svigskíðum hefur enga forsendu til að verða flinkur á gönguskíðum og öfugt. En það er ekki síður andinn sem fylgir skíðaiðk- uninni en iðkunin sjálf sem er mikið atriði hjá sumum. Það er sérstakt andrúmsleft sem fylgir því' að fara á skíði. Margir hafa unun af þvi að taka til skíðaklossana, skíðin, stafina, gallann og svo framvegis. Menn pakka niður í bakpoka, fleygja svo öllu draslinu upp á toppinn á bílnum eða slengja því á öxlina og rölta af stað til að taka rútu. En eins og áður segir er það orðið afskaplega vinsælt að bregða sér til útlanda til þess að fara á skíði. Þar er sjálfsagt mikill áhrifavaldur hinn áðumefndi andi. Það er sérstök tilfinning sem fylgir þvi umhverfi sem ferðamönnum er boðið upp á. Þar em allar aðstæður til skíðaiðkana að sjálfsögðu hinar ákjósanlegustu og gildir það í mörgum tilvikum jafnt fyrir byrjendur sem vana. En það er ekki síður stemmning sem fylgir þvi að setjast niður eftir skemmtilegan skíðadag og fá sér að éta og drekka í góðu umhveríi, labba um sölusvæðin eða slappa af á hótelinu. íslendingum hefur líkað rnjög vel að vera í austurrísku Ölpunum og hefur aðsókn þangað verið mjög mikil. Þótt færri hafi farið í frönsku Alpana hafa samt sem áður margir lagt leið sína þangað. A þeim stöðum, sem mikið hafa verið sóttir, hefur verið áberandi hversu misjöfn geta þeirra sem stunda svæðin er. í skíðabrekkunum má sjá byijendur á öllum aldri því sagt er að aldrei sé of seint að læra á skíðum. Skíðakennsla er mjög auðfengin og viðast hvar góð. Sums staðar er hægt að læra allt frá skíðafimi (trick skiing), sem er eins konar listhlaup á skíðum og krefst mikillar fimi, til þess að renna sér á skíðum í lausamjöll. Vinsælt hefur verið að fara til Mayrhofen í Tíról. Tíról er þekkt fyrir náttúrufegurð og þang- að fara margir til þess að eyða vetrdrfríi. Það er mjög vinsælt að fara í febrúar. Þá er farið að hlýna en snjórinn er samt sem áður ekki orðinn slæmur. Skiðasvæðin í Zillertal (Mayrhofen), sem er fræg skiðamiðstöð, eru einmitt góð fyrir fólk á misjöfn- ... mm %
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.