Vikan - 26.03.1987, Page 29
■' x: s K;>!' .________:
mm
uin kunnáttusviðum skíðamennskunnar. Þeir sem
eru góðir geta hins vegar farið upp á Hintertux-
jökulinn.
Á flestum stöðunum, sem íslenskar ferðaskrif-
stofur bjóða ferðir til, er ýmislegt að finna sem
mörgum gæti virst skrýtið að hafa á slíkum stöð-
um. Þar er um að ræða sundlaugar, heita potta,
gufuböð, Ijósabekki, íþróttasali og fleira. Þótt
þetta virðist í fljótu bragði vera út úr samhengi
við skíðamennskuna er svo alls ekki. Þessi atriði
stuðla mjög að vellíðan og þau geta verið mjög
gagnleg.
Zell am See er líka í Tírólhéraðinu, klukku-
stundar akstur frá Salzburg. Þar er hægt að fara
upp í tvö þúsund metra hæð og renna sér niður
fjallið. Um ýmsar leiðir er að velja. Margir verða
sér úti um kort sem sýnir hvert hægt er að fara.
Þar eru merktar inn þær leiðir sem eru auðveldar
- erfiðari - erfiðastar. Þannig er hægt að sjá fyrir-
fram hvað hentar hveijum og einum. Á vatninu
við Zell am See er einnig hægt að fara á skauta
og þeir sem eru staddir þama á réttum tíma fá
að taka þátt í árlegri veislu sem haldin er á vatn-
inu. Gönguskíðin eru heldur ekki höfð útundan
og hægt að fara nrargar skemmtilegar leiðir.
Frönsku Alpamir bjóða líka upp á ýmislegt.
Þar er til dæmis Valthorens sem hefur laðað til
sín íslendinga.
Aðrir staðir hafa einnig verið mjög vinsælir hjá
ferðamönnum, öðrum en íslendingum. Courche-
vel og Tignes em mjög vinsielir staðir. Þangað
'hafa streymt ferðamenn. Tignes er staður sem
margir þeir sem náð hafa miklum árangri hafa
sótt.
í Courchevel hefur skíðamennska orðið íþrótt
sem fjöldinn hefur gripið tveimur höndum.
Til em þeir sem em óstjómlega hræddir við
lyftur. Annaðhvort er þá um að ræða að fólk
hafi farið í lyftu og lent í einhverri óskemmtilegri
reynslu eða að fólk hefur hreinlega aldrei prófað.
Slík hræðsla er í flestum tilvikum algerlega óþörf.
Skíðalyftur em í langflestuni tilvikum mjög ömgg-
ar. Á mörgum þessara staða er viðhöfð ströng
öryggisgæsla.
Þótt komið sé fram í mars er enginn vandi að
finna sér almennilegt skíðasvæði. Ef menn em
óánægðir með snjóinn neðarlega í fjallinu er ráðið
að fara hærra upp, þar sem kaldara er, og reyna
þar.
Eitt af því sem víðast hvar er boðið upp á er
skíðaleiga. Það er á mörgum stöðum mjög ódýrt
að leigja sér útbúnað. Verðið er oft svo lágt að
hreinlega getur borgað sig að leigja skíði og ann-
að sem til þarf því það sparar mikla fyrirhöfn að
þurfa ekki að taka með sér útbúnað. Auðvitað
er það líka hentugt fyrir þá sem eiga ekki skíði
og em óvissir um hvort þeir muni nota skíði í
framtíðinni.
Annað sem boðið er upp á em skíðakortin.
Þau em misdýr og gefa mismikla möguleika. Sem
dæmi má nefna að í Mayrhofen er hægt að fá
svokallað Super Ski Pass sem gefur rétt til að
nota öll skíðasvæðin í Zillertal.
En það em næstum óendanlegir möguleikar á
stöðum sem þessum. Það er alls ekki nauðsynlegt
að renna sér niður brekkur. Náttúrufegurðin er
viðast hvar svo mikil að það er vafalítið einstök
reynsla að ganga og virða hana fyrir sér.
'Á.