Vikan


Vikan - 26.03.1987, Page 34

Vikan - 26.03.1987, Page 34
Hann er sagður ofsalega ljúfur strákur og frábærlega góður pabbi. Samt lítur hann eiginlega hálfgrallaralega út, „töff og kúl“, næstum eins og hann gefi skít í allt. ímynd hans sem fríkaða rokkarans í hljómsveitinni Grafík er þó óralangt frá túlk- un hans á hlutverki Danna í leikritinu Þar sem Djöflaeyjan rís en þar er hann viðkvæmur og einrænn. Helgi hefur sýnt að hann er fjölhæfur listamaður og hann er alls ekki töff heldur einlægur, tilfinningaríkur og það sem meira er - ófeiminn að viðurkenna „mjúku“ hliðarnar. . . „Það er erfitt fyrir litla stráka að fá að vera litlir strákar, eins og karlfyrirmyndirnar eru alls staðar í lífinu, en það endurspeglast ekki síst í kvikmyndum. Þar eru karlmenn ekki með neina „tilfinningavellu“ heldur töff og kúl. Þeir eru í sífelldri keppni hver við annan, til dæmis í bisness, íþróttum og hver sé með stærsta kassann. Það er því alls óvíst hvað síðar verður úr tilfinningabúnti aum- ingja strákanna, hvort það verður áfram kýlt niður eða hvort þeir fá að hlúa að því. Eg var heppinn að lenda í leiklistinni þar sem maður fær að vinna með sínar tilfinningar. Og ég vona bara að synir mínir, Orri, átta ára, og Björn Halldór, þriggja ára, verði jafn- heppnir síðar meir. Það er mjög mikilvægt að sýna börnum hlýju því það er sannarlega ekki of mikið af henni úti í veröldinni. Því miður hef ég kannski ekki gefið þeim allt of mikinn tíma en ég reyni að vera skemmtilegur þegar ég er með þeint. Þeim kemur nú ekkert allt of vel saman, slást eins og hundur og köttur, svo heimilið verður eins og orrustu- völlur þegar þeir eru báðir heima. Ekki skánar það víst þegar faðirinn kemur! Vilborg, konan mín, á í voðalegu ströggli við að koma mér til húsverkanna. Eg ólst upp sem eini strákurinn innan um fjórar systur og var náttúrlega fordekraður af þeim og mömmu. En annars er ég nú soldið góður sona, er að hamast við að læra en hef einn veikleika; ég á alveg voðalega erfitt með að koma mér í þvottavélina. Ég er bestur í eld- húsinu, góður í uppvaskinu og yfirborðstiltekt - að skúbba öllu af og henda draslinu inn í skáp - en alveg ómögulegur í svona gránduð- um hreingerningum; að þrífa skítinn af veggjunum og svoleiðis. Þetta var auðvitað mikil kúvending hjá drengjum á mínum aldri þar sem kynjaskiptingin var alveg hrein og klár - mamman og jafnvel systurnar gerðu allt en strákarnir voru stikkfrí. Svo lenda þeir í sambúð með stelpum sem eru að vitja réttar síns og taka ekki í mál að fara að þjóna und- ir hinn aðilann, sem er auðvitað alveg rétt. Maður þarf oft að setja sig í stellingar og minna sjálfan sig á þetta en annars ætla ég svosem ekkert að fara að meta minn árangur því þó mér finnist ég vera skítsæmilegur þá er ég viss um að Vilborg er ekki sammála mér... ha-ha!“ Innst inni er Helgi greinilega nokkuð stoltur af sér og þó ég efist ekki um að uppþvotta- burstinn fari honum vel þá grunar mig að míkrófónninn leiki betur í höndum hans. Hljómsveitin Grafik var stofnuð á ísafirði árið 1981. Tveimur árum síðar vantaði söngv- ara og þá var hringt í Helga. Hann sló til, ,,Ég er bestur íeld- húsinu, góður í uppvaskinu ogyfir- borðstiltekt- að skúbba öllu af og henda draslinu inn í skáp - en alveg ómögulegur í svona gránduðum hrein- gerningum. . .“ nýbúinn með Leiklistarskólann og farinn að leika í kvikmyndinni Atómstöðinni. Þetta sumar flaug hann á rnilli Atómstöðvarinnar, sem tekin var upp virka daga, og grenjandi sveitaskralla vestur á fjörðum um helgar. Eft- ir þriðju plötuna, sem kom út um jólin ’84, varð hljómsveitin rokvinsæl og áður en Helgi vissi af var hann orðinn ímynd hins fríkaða rokkara. „Já, þetta gerðist nokkuð snögglega allt saman, en ég held að það hafi ekkert endilega verið meiningin að skapa einhverja ímynd, ekki nema svona í gríni þá. Við settum okkur það í upphafi að vera ekki að búa til ímynd fyrirfram heldur koma fram eins og okkur hentaði, með frelsi til að hafa gaman af því sem við vorum að gera og láta þá fólkið um að skapa einhverja ímynd. í raun og veru veit ég svosem ekki hvort og þá hvernig íniynd ég hafði í augum fólks. En það kom að því að erfitt fór að verða að halda hljómsveitinni gangandi því í fyrra- vetur var ég að leika í Iðnó nánast á hverju kvöldi. Það varð ógerningur að fylgja eftir plötunni, sem þá var nýlega komin út, svo það var fyrirsjáanlegt að það þyrfti að stokka upp hljómsveitina. Reyndar má lika segja að við höfum haft dálítið ólíkar hugmyndir þannig að við þurftum oft að teygja okkur nokkuð langt til að mætast á miðri leið. Það var því viðbúið að fyrr eða síðar hefði þurft að slíta samstarfinu til að hefta ekki hver annan. Ég held að það hafi verið hollt fyrir okkur að hætta á þessum tíma, þá kom ekki að því að við endurtækjum okkur, og svo er bara alveg ágætt að hætta á toppnum. En það eru engin illindi í gangi hjá okkur." - Einhvers staðar heyrðist því fleygt að þú værir byrjaður að æfa með nýrri hljómsveit. „Já, það er erfitt að láta þetta í friði, ástríð- an er svona sterk eða, eins og einn góður maður sagði, „it’s your wife, it’s your life, it’s heroin". En þetta byrjaði þannig að ég og Pétur Grétarsson, sem vinnum saman í leikrit- inu Land míns föður, en þar er hann trommari í hljómsveitinni, vorum lengi búnir að tala um að gera eitthvað saman. Nú, við Jakob Magnússon spiluðum saman í Grafik, og fór vel á með okkur, og þegar ég komst að því að hann og Eyjólfur Jóhannsson voru að bræða eitthvað með sér þá lá beinast við að við færum að dansa saman. En satt að segja gengur nú ansi erfiðlega að fmna tíma til þess, við Pétur að vinna öll kvöld og hinir á dag- inn, svo eini tíminn, sem við höfum haft undanfarið, er frá ellefu til tvö á sunnudags- morgnum. Við erum svosem ekkert að flýta okkur, erurn að semja efni í rólegheitunum og höfum fyrst og fremst gaman af þessu. Auðvitað er samt meiningin að koma þessu á framfæri og við stefnum að því að geta spil- að opinberlega einhvern tímann með vorinu. Sumarið verður svo væntanlega gjörnýtt fyrir spilamennskuna.” Helgi er fæddur og uppalinn á ísafirði, „í hjöllunum og fjörunni" eins og hann segir sjálfur. Þar varð ekki bara Grafik til heldur líka leiklistarbakterían - og fyrsta barnið því þar kynntist hann einnig konunni sinni, Vil- borgu Halldórsdóttur. En fiskslorið heillaði hann ekki... „Ég ólst þarna upp, eins og ég sagði áðan, dekraður af öllu kvenfólkinu og bíð þess ekki bætur. Hjallarnir i dokkunni voru aðalleik- svæðið þegar maður var ekki í fótbolta. Nú, og svo var auðvitað sífelldur gangsteraleikur, stríð á milli efri og neðri bæjar, og gat þá orðið ansi harður atgangur á köflum. Fólk var varla óhult þegar best lét; þetta 30-40 krakkar um allar götur að berjast í rosalegum vígahug. . .þómérfinnist ég vera skitsœmi- legurþá er ég viss um að Vilborg er ekki sammála mér. . . ha-ha!“ 34 VIKAN 13. TBL

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.