Vikan - 26.03.1987, Side 36
„Ef listamaður á að gera virkilega góða hluti og skapa listaverk er frumskilyrði að hann hafi aðstöðuna til þess.“
vinnu. Kjartan gaf okkur mjög frjálsar hendur
við að nýta okkur rýmið, þá hluti, sem fyrir
voru á staðnum, og þreifa fyrir okkur með
persónusköpun. Ýmsir hlutir í sýningunni eru
látnir gegna allt öðru hlutverki en þeir eru
gerðir fyrir; stigi er til dæmis notaður sem flug-
vél. Þetta hefur mér alltaf fundist spennandi
við leiklistina. Og leiklistin er kannski ein af
fáum listgreinum sem bjóða upp á að nota
hluti abstrakt en samt þannig að fólk trúi á
þá, eins og til dæmis í sýningunni Miðjarðar-
förinni sem við vorum með í Nemendaleik-
húsinu. Þar var ein steypuhrærivél á sviðinu
og hún var notuð sem bar, hárþurrka, þvotta-
vél og hvað sem var. En þetta frelsi í Djöflaeyj-
unni til að brjóta upp hefðbundnar leiðir var
mjög skemmtilegt. Það er viss ögrun að fást
við hluti sem maður veit ekki hvort maður
ræður við eða hvert leiða mann. Ég er ein-
hvern veginn þannig gerður að um leið og ég
er búinn að ná valdi á einhverju þá fer ég að
eyðileggja það. Ef ég næ til dæmis að syngja
lag alveg pottþétt fer ég fljótlega að reyna að
syngja það öðruvísi, og kannski verr, af því
ég er orðinn leiður á að syngja það hinsegin.
En það var mjög skemmtilegt að vinna
Danna. Ég prófaði ýmsar leiðir og var á tíma-
bili kominn langt frá honum en þá stoppaði
Kjartan mig auðvitað af. Það er mjög hollt
að prófa ólíkar leiðir áður en maður kemst í
endanlegt mark. Þó er maður aldrei fullkom-
lega ánægður með sig. Það sem mér gremst
samt kannski mest í sambandi við frumsýn-
ingar er að geta þá ekki haldið áfram að
móta persónuna. Auðvitað heldur maður
áfram að slípa hana til og dýpka meðan sýn-
ingar ganga en prófar ekkert nýtt að ráði.
Ég las bækurnar fyrst eftir að mér bauðst
hlutverkið og þótti strax ógurlega vænt um
Danna en um leið fékk ég mjög ákveðna og
sterka mynd af honum - sem reyndar er hluti
af mér. Hérna á táningsárunum, þegar maður
var eitthvað sálarlega þungt haldinn, sat ég
oft við gluggann heima í stofu með kíki og
,,Ég hafði bara
aldrei lyst á þeirri
deildinni. Helv. . .
slorið fór eitthvað í
taugarnar á mér svo
ég einbeitti mér
bara að fágaðri
störfum. . . “
horfði á mávana fljúga yfir sjónum. Svona
gat ég setið tímum og jafnvel dögum saman.
Síðan hefur mig alltaf langað til að fljúga,
eins og Danna reyndar líka, en þó helst á eig-
in vængjum. Þannig upplifði ég strax svolítið
af sjálfum mér í Danna. Hann er mjög þung-
lyndur og inn í sig en er haldinn mikilli
sköpunarþrá og miklum innri krafti sem hann
nær ekki að fá útrás fyrir. Það var spennandi
að æfa þetta hlutverk og ég held ég hafi gefið
af mér ýmislegt sem ég hef ekki viljað viður-
kenna fyrir öðrum að byggi í mér en það er
auðvitað mjög gott að geta miðlað því sanna
frá sjálfum sér. Það var reyndar svolítið sér-
kennilegt að fyrir fyrsta samlestur á leikritinu
fór ég inn í bókabúð til að kaupa mér stíla-
bók. Helst vildi ég bláa og sú fyrsta sem ég
tók upp var með mynd framan á af húsi með
vængjum - og ekki aðeins það því aftan á
bókinni var tilvitnun, á þýsku reyndar, og
hljóðar þannig: Ef ég ætti þrjár óskir þá ósk-
aði ég mér frelsis, einskis og þess að geta
flogið, þó ekki væri nema einu sinni. Þetta
ver nánast eins og þemasetning Danna í leik-
ritinu. Ég hálfhrökk við af þessari tilviljun -
eða hvað átti að kalla þetta... ?“
Það kemur glettnislegt blik í bláu augun
og svo segir hann snögglega að raunar trúi
hann heilmikið á svona hluti og eiginlega sé
hann forlagatrúar.
„Ég hef til dærnis aldrei gert mér neinar
____________________________I
36 VIKAN 13. TBL