Vikan


Vikan - 26.03.1987, Page 38

Vikan - 26.03.1987, Page 38
hans er farinn að svífa. Ef ég á ekki að missa hann út um gluggann er best að reyna að toga hann niður í stólinn aftur. Ætli það sé ekki best að spyrja um efnislega hluti eins og launakjör leikara og hvernig sé að vera „free- lance“ eða ósamningsbundinn leikari. - Það hreif! „Já, það er nú eitt hneykslið í þessu þjóð- félagi. Þegar fyrstu leikarataxtarnir voru gerðir voru þeir miðaðir við laun prófessora hjá Háskóla Islands en nú eru meðallaun leik- ara rétt rúmar þrjátíu þúsund krónur. Þau eru orðin um það bil 70% lægri - og það fyrir alla þessa vinnu; erfiðar æfingar á daginn og sýningar á kvöldin þar sem leikararnir slíta úr sér hjartað hvernig sem þeir eru upplagðir. Og svo er auðvitað leikið allar helgar, þegar ílestir aðrir eiga frí. En launabarátta okkar er rosalega hjáróma meðal almennings. Það stoppar ekkert í þjóðfélaginu þó við hættum að leika, flestir munu lifa það af, svo það breytir engu þó við förum í verkfall. Eftir ,,Það vcerisko nauðsynlegt fyrir vœntanlega kjara- baráttu að kýla á kynningarherferð á starfi leikarans, út á hvað leiklist geng- hálft ár mundu einhverjir kannski segja: Djöf- ull, nú verð ég að komast í leikhús! - en láta sig svo hafa það að fara í bíó eða fá sér vídeó- spólu. Þó er nú reyndin sú að eitt af frægum næstum-því-heimsmetum íslendinga er ein- mitt leikhúsaðsókn svo þetta er svolítið kaldhæðnislegt. En það finnst mörgum það bara frekja í leikurum að heimta meiri laun fyrir að vera alltaf að skemmta sér. Það er ótrúlega algengt hvað starf leikara er van- metið; ég er til dæmis oft spurður hvað ég vinni með leiklistinni - ha! Fólk gerir sér al- mennt enga grein fyrir hvaða starf liggur að baki einni leiksýningu. Það eru margir sern gapa af undrun yfir því að æfmgartími sé um sex vikur; þeir halda að það sé nóg að læra bara textann og svo komi hitt af sjálfu sér. Það væri sko nauðsynlegt fyrir væntanlega kjarabaráttu að kýla á kynningarherferð á starfi leikarans - út á hvað leiklist gengur. Ég tala nú ekki um hvað það væri gagnlegt fyrir þessa menn sem eru að semja fyrir okk- ur, einhverja skrifstofumenn hjá BSRB sem hafa ekki hugmynd um hvað starfið snýst um. Eitt af baráttumálum okkar í dag er að fá að semja fyrir okkur sjálf. Það má kannski rekja þá gagnrýni, sem komið hefur fram um ákveðna stöðnun í stofnanaleikhúsunum hér, til skorts á mann- sæmandi launum leikara. Eftir æfingar þjóta „En kannski er ég bara bláeygur piltur aö vestan." þeir kannski á æfingar í útvarpið, sjónvarpið, í auglýsingar eða hreinlega bara í skúringar til að ná endum saman. Og svo er sýning um kvöldið. Ef listamaður á að gera virkilega góða hluti og skapa listaverk er frumskilyrði að hann hafi aðstöðuna til þess. Það er ná- kvæmlega það sama með íþróttamenn; það gera sér allir grein fyrir að þeir ná fyrst að skara fram úr þegar þeir eru orðnir atvinnu- menn en ekki bara íþróttamenn í hjáverkum. í sambandi við lausamennskuna get ég sagt að ef ég vissi fyrirfram að ég hefði alltaf eitt- hvað að gera þá er meira spennandi að vera lausráðinn en þar sem það er ekki fyrir hendi kýs ég náttúrlega frekar öruggan samning. Hingað til hefur þetta þó gengið upp hjá mér, gallinn er bara sá að lausráðnir leikarar hafa engin laun yfir sumartímann og þá þurfa þeir að leita sér að einhverri annarri vinnu, eins og það er nú auðvelt á þeirn árstíma." - Ertu sáttur við tilveruna, burtséð frá kjarabaráttunni? „Já, ég er það. En mér finnst ég standa á svolitið skrýtnum tímamótum; finnst eins og ég sé búinn að ljúka einhverjum ákveðnum kafla og sé að byrja upp á nýtt aftur. Ég horfi dálítið spenntur fram á við og bíð eftir því sem kernur. Ég er ekki að búa mér til neinar væntingar en finn að það liggur eitt- hvað í loftinu svo ég ætla bara að sjá til hvað gerist. En kannski er ég bara bláeygur piltur að vestan. Það er reyndar gamall draumur að búa erlendis í smátíma og fá nýjar víddir í lífið. Maður er svona í þann veginn að setjast - sami rúnturinn og allt það - og ef maður passar sig ekki er hætta á að rnaður standi ekki upp aftur. En ennþá er þetta bara draum- ur því það er erfitt að finna rétta tímann. - Og þá er bara að bíða eftir forlögunum...“ 38 VIKAN 13. TBL

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.