Vikan


Vikan - 26.03.1987, Qupperneq 47

Vikan - 26.03.1987, Qupperneq 47
I - Ég fæddist til þess að verða rithöfundur. Fyrsta skáldsaga mín, Jaws, kom út árið 1974 og var gerð eftir henni mynd sem hræddi fólk í ölium heiminum. Þá var ekki vitað mikið um mannætuhákarla. Þetta var stórviðburð- ur. Faðir minn, Nathaniel Benchley, er vel þekktur sem gagnrýnandi og ævisöguritari. Flann segir: „Ég var þekktur sem sonur grín- istans Roberts Benchley. Nú er ég orðinn faðir metsöluhöfundarins Peters Benchley.“ Ég var bara fimm ára þegar Robert afi minn dó en vegna föður míns og vina hans ólst ég upp innan um rithöfunda. Það virtist vera góð aðferð til að vinna fyrir sér. En faðir minn vonaði alltaf að ég myndi finna mér eitthvað skynsamlegra að gera. Hann sendi mig í Har- vard háskólann og þaðan fór ég í sjóherinn. Ég átti að vera þar í sex mánuði en á fyrsta degi fékk ég ofnæmi fyrir einhverjum bólu- setningum og húðin datt af höndunum og fótunum svo ég var allan tímann á sjúkrahúsi. Þegar ég hafði jafnað mig - og hafði líka fengið nóg af sjóhernum - ákvað ég að verða blaðamaður. Ég fór að vinna fyrir Washing- ton Post. Fyrst skrifaði ég dánarfregnir, svo fór ég yfir í „næturlögregluna" sem þýddi að ég var að elta sjúkrabíla og fylgjast með öllu sem átti sér stað eftir að myrkrið var skollið á. Ég var byrjandi í blaðamennsku með níu- tíu og fimm Bandaríkjadollara á viku og bjó í kjallara í Georgetown. Ég gerði ntér ljóst að allt sem ég gat vonast eftir að fimm árum liðnum var að fá að skrifa skóladálkinn í blaðinu svo ég hætti og fór að vinna fyrir Newsweek. Þeir voru að velta því fyrir sér hvort þeir ættu að hafa kíntnidálk í blaðinu og ég var látinn skrifa hann. En hann komst aldrei á prent. Ég var færður í sjónvarps- og útvarps- útdrætti. Ég vann að þeim tvo daga i viku. Þannig hafði ég tírna til að vinna annað efni og selja blöðununt. Ég skrifaði lengri greinar. Loksins fóru peningarnir að láta sjá sig. Árið 1967, þegar ég var 26 ára, fékk ég at- hyglisvert tilboð. Ég átti vin sem vann í Hvíta húsinu fyrir Lyndon B. Johnson. Ég býst við að þeir haft ekki haft marga rithöfunda á sín- um snærum svo þeir spurðu ntig hvort ég vildi skrifa ræður fyrir forsetann. Ég hugsaði með mér að það væri gaman að athliga hvernig völd væru í framkvæmd svo ég ákvað að taka tilboðinu. En þeir sáu fljótlega að ég gat ekki meðhöndlað Víetnam eða nein slík meiri hátt- ar mál svo ég skrifaði ræður fyrir minni menn i um tvö ár. Svo voru kosningar og þegar ég var að halda kveðjuhóftð mitt komu fjórir af mönnum Nixons og rifu sjónvarpið mitt þaðan sem það var. Hann hafði verið forseti í um það bil tuttugu mínútur en jjessir gaurar voru ekki að eyða tímanum. Áður en klukkustund var liðin frá því að þeir tóku sjónvarpið voru komnir átján einkaritarar sem voru að vélrita við skrifborðið mitt og ég var orðinn atvinnu- laus. í þetta sinn var það konan mín sem bjarg- aði mér frá vandræðum. Hún hafði verið í hádegisverðarveislu í Washington og setið við hlið ritstjóra National Geographic. Hún hafði fengið símanúmerið hjá honum svo ég hringdi í hann og spurði hvort hann vildi kaupa grein um Nantucket, sem ég þekkti vel því ég ólst þar upp. Hann samþykkti það. Þetta var stór- kostlega vel borgað og ég gat lifað á því í fjóra mánuði. Á þeim tíma var ég farinn að fínna mér verkefni sem ég gat tekið að mér fyrir önnur blöð. Þetta varð upphafið að því að ég sérhæfði mig. Ég fór að skrifa um höf og strandlengjur heimsins fyrir blöð eins og Holiday og Natio- nal Geographic. Ég skrifaði „Hákarla" fyrir Holiday og „Bennuda" fyrir National Geographic. Eg varð mjög fróður unt vatn. Ég synti mikið - ég hafði reyndar alltaf gert það. Þegar maður verður þekktur í heimi tíma- rita í Bandaríkjunum fara ritstjórarnir að bjóða manni í mat einu sinni á ári og spyrja um skáldsöguna. Þetta kom oft fyrir mig en ég byrjaði ekki að skrifa neitt fyrr en ritstjóri Doubleday, Tom Congden, bauð mér eitt þúsund Bandaríkjadollara fyrirfjóra mánuði ef ég skrifaði fjóra byrjunarkafla í bók. Ef ég lyki við þá á fjórum mánuðum fengi ég að halda peningunum en annars þyrfti ég að skilaþeim. Þannig hófst ég handa við að skrifa bók, í fyrsta sinnáævinni. Til að komast burt frá nokkrum litlum börn- um og hinum stöðugu símhringingum, sem fólu í sér freistandi tilboð um vel borguð störf fyrir tímarit, leigði ég lítið bakherbergi og byrjaði á bókinni sem átti eftir að verða sölu- hæsta bók áttunda áratugarins. Eftir einn tvo daga var ég búinn að ákveða hvernig upphat'bókarinnar átti að vera. Ég hringdi í föður minn og spurði hann um líkur á flottíma kjöts. Ég var að velta því fyrir mér hvað það tæki afskræmdan líkama langan tíma að komast að ströndinni aftur. Pabbi virtist ekki mjög hissa. En þegar ég var búinn með bókina hafði ég ennþá ekki ákveðið nafnið. Ég hafði hugs- að um Leviathan, Rising eða A Stillness in the Water. En fimmtán mínútum áður en bókarkápan átti að fara í prentun hugsaði ég rneð mér: Æ, skítt með það, ég kalla hana bara Jaws. Seinna komu upp alls kyns sögusagnir um að það hefði verið heil nefnd sem skrifaði bókina og nafn mitt hefði verið fengið að láni til þess að standa fyrir henni. En hvort sem það er betra eða verra þá á ég hvert einasta orð í bókinni, þótt Congden auðvitað hvetti mig, hjálpaði mér og gagnrýndi mig allan tím- ann. Þegar þessu var lokið fór ég til Ástralíu til þess að gera sjónvarpsmynd um hvíthákarl- inn. Það var hún fremur en állt annað sem varð til þess að bókin varð svo vinsæl sem raun ber vitni. Þættinum var sjónvarpað og áhorfendur voru um það bil milljón. Á þessum tíma var bókin komin út svo ég gat farið í sjónvarpsþætti og talað um bókina og notað úrklippur úr myndinni með máli mínu. Þetta passaði allt mjög vel. Jaws var prentuð í kiljum og kvikmyndaréttur var keyptur. Bókin seldist í 9 300 000 eintökum. Hún varð næstum því best selda bók allra tíma og allt í allt aflaði hún 400 000 000 Bandaríkjadoll- ara. Auðvitað fóru lesendur og gagnrýnendur að sjá meira i sögunni en raunverulega var til staðar. Sumir héldu að ég væri að skrifa um Nixonstjórnina. Einn hélt því fram að sagan væri sams konar saga og leikrit Ibsens, Þjóðníðingurinn. Það getur ekki staðist þar sem ég hef aldrei séð eða lesið þetta leikrit. Sálfræðingar sögðu að bókin lýsti mikilli kynferðislegri hræðslu við að vera étinn. Hingað til hafa verið gerðar þrjár Jaws kvik- myndir. Þrisvar sinnum hafa hákarlar ráðist á mig og aðeins einu sinni alvarlega. Ég varð súrefn- islaus og flaut upp að yfirborðinu með tvo tígrishákarla fyrir neðan mig. Öðru sinni var ég að gefa þeim mat úr hendi mér og þá þyrpt- ust þeir að mér. í þriðja skiptið var ég staddur á mikju dýpi og hákarl var að þjarma að mér. Ég reyndi að ná til augans en í staðinn náði hann í mig og hristi mig eins og strengja- brúðu. En ég kafa ennþá til að taka myndir af þeim. Við höfum meira að segja Jaws hákarlinn málaðán á botninn á sundlauginni okkar. Það veldur borgarlögreglunni nokkrum áhyggjum þegar hún flýgur yfir og slysast til að líta nið- ur. Síðan ég skrifaði Jaws hef ég skrifað The Deep sem Peter Yates gerði mynd eftir. Hún fjallar um kafara og eiturlyf. Þvínæst skrifaði ég The Island. Það er fantasía um sex hundr- uð báta sem hurfu og karabíska sjóræningja. Michael Caine og David Warner léku í mynd eftir þeirri bók. Ég reyni núna að skipta árinu í tvo hluta. Ég kafa i sex mánuði og skrifa í sex. Ennþá skrifa ég bara um sjóinn. Ég hófst handa við að skrifa bók sem gerðist á landi. Hún átti að vera um gengin sem herjuðu í New York á nítjándu öldinni en ég komst fljótlega að því að Martin Scorsese hafði keypt allt efni sem hægt var að ná í til að gera kvikmynd eftir. Jaws gaf mér frelsi til að gera það sem ég vil. Ég mun alltaf verða þakklátur fyrir það. Sumir saka mig um að hafa rænt sundmenn hugarró að eilífu en ef ég hef gert eitt for- eldri meira vakandi fyrir þeirri hættu sem getur verið búin bami eða fullorðnum, sem ekki gætir varkárni í sjónum, þá fmnst mér ég hafa gert eitthvert gagn. 13. TBL VIKAN 47
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.