Vikan


Vikan - 26.03.1987, Side 54

Vikan - 26.03.1987, Side 54
Daninn raunamæddi - Ja, Ambrose, segi ég, þegar þú nefnir það þá minnist ég þess að hafa heyrt að þú værir eitthvað orðinn viðriðinn þetta striðsbrölt en við hérna höfum verið svo uppteknir við að sakna hinna og þessara að við höfum ekki komist til þess ennþá að sakna þín. Og hvað það varðar að fara með þér í leikhús þá verð ég að afþakka það því síðast varðstu mér úti um ákaflega óskemmtilega kvöldstund. Heyrðu annars, Ambrose, segi ég, hvað varð eiginlega um þennan Mansfield Sothem og ungfrú Channelle Cooper? Og hvað varstu annars að gera í Norður-Afríku? - Ég var í Norður-Afríku að hætta lífinu fyrir blaðið mitt sem stríðsfréttaritari. Einn daginn gerist það nefnilega að ritstjórinn minn kallar mig inn í skrifstofuna sína og mælir við mig eftirfarandi? - Hammer, segir hann, vertu svo vænn að fara á vígvöllinn og senda okkur heim lífs- reynslusögur úr daglegu lífi hermannanna okkar. Hermennirnir okkar eru nokkuð sem lesendur okkar eru spenntir fyrir. Gerðu svo vel að deila með þeim kjörum til borðs og sængur og segðu okkur af því hvernig lífi þeirra er háttað, hvað þeir hugsa, hvernig þeir tala og svo framvegis og svo framvegis. Svo ég fer til London og frá London fer ég til Norður-Afríku og á þessari leið fer ég strax að bera mig til við að fylgja fyrirmælum mínum. Ég kemst þó að því að það að sitja með hermönnum til borðs hefur sína ókosti því fyrir langrar reynslu sakir eru þeir miklu fljótari að borða en ég þannig að ég er alltaf étinn af þegar eitthvað frambærilegt er á borð- um. Og þegar ég spyr einn þeirra hvort ég megi deila með honum rúmi lítur hann einkennilega á mig og upp úr því fer ég að fá það á tilfinn- inguna að um mig sé slúðrað á bak. Þar á ofan gerist það að þegar ég ætla að leggja mig eftir málfari þeirra halda sumir að ég sé snati yfirmannanna og vilja láta mig sunka í hafið. Það er engan veginn andskotalaust að vera stríðsfréttaritari sem á að komast að því hvernig lífi hermannanna er háttað og um hvað þeir hugsa og tala. Þegar ég nefni vand- ræði mín við einn yfirmannanna segir hann að ég myndi ef til vill ná betur til strákanna með því að láta skrá mig í herinn en það fínnst mér náttúrlega of langt gengið. En ég skrifa engu að síður þessar lífsreynslu- sögur og mér finnst þær skrambi góðar, jafnvel þó ég heyri einn náungann fritskoðun- inni kalla þær eldhúsreyfara. Ég reyni alltaf eftir föngum að blanda geði við hermennina til að nálgast það andrúmsloft sem þeir hrær- ast í og loks er þeim skilst að ég sé á þeirra bandi og yfirleitt vel birgur af sígarettum verða þeir næsta vinalegir. Mér þykir fyrir því að ég hef ekki tíma til að segja þér margt af skelfilegri lífsreynslu minni á vígvellinum en ég segi frá því öllu í bók sem ég er að skrifa og þú getur keypt eintak af henni seinna meir. Reyndar hefur áfallið bætt á mig svo miklu af skelfilegri lífs- reynslu að nægja myndi í þrjár bækur. Vandamálið er bara það að útgefandanum mínum finnst að ein bók á hvern fréttaritara sé fullnóg um stríðið í Norður-Afríku. Hann segir að eftir því að dæma hversu ótt fréttarit- arar skrifi bækur um stríðið þar og með aðrar í bígerð um Sikiley og Ítalíu þá muni honum ekki endast pappír til stríðsloka. Fyrst kem ég í stað sem heitir Alsír í Norð- ur-Afríku og kemst að raun um að hann er allur krökkur af aröbum og auðvitað finnst mér ég eiga frændum að fagna vegna þess að þegar ég var ungur í skemmtanabransanum og hafði með mannaráðningar að gera réð ég eitt sinn dásamlegan fimleikaflokk araba sem í voru ekta arabi sem hét Kýlir, tveir strákar sem hétu O’She og pía sem gekk und- ir nafninu Lipurtá en hét rétt og slétt Magnolia Shapiro. Vegna þess hef ég sterkar taugar til araba og umhverfi allt og lykt minnir mig á gömlu góðu dagana, sérstaklega lyktin. En ég ætla ekki að leggja neinn langhund á þolinmæði þína um dvöl mína í Alsír í smá- atriðum. Þegar ég er þar kominn hefur stríðið fært sig um set til staðar sem heitir Túnis og mér finnst fyrir mína parta að það megi halda sig þar án þess að ég komi þar nærri. En þá, viku seinna, sendir ritstjórinn minn mér skor- inort skeyti og spyr mig hví ég sé ekki á vígvellinum að verða mér úti um lífsreynslu- sögur í stað þess að drolla í Alsír og sóa tíma mínum á einhverja arabagellu - þó ég hafi alls ekki eytt þeim tíma til einskis. En hvernig hann vissi um arabagelluna er mér hulin ráð- gáta því að hún talaði ekki ensku. En allt um það þá kemst ég með einu og öðru móti til staðar sem heitir Bone og síðan held ég þaðan með einu og öðru móti, aðal- lega í litlum en neyslufrekum bíl, áleiðis til Túnis og á leið minni spyr ég breska og amer- íska hermenn hvar framlínuna sé að finna. Og þeir segja að framlínan sé fram undan og áfram held ég og á ferð minni gerist ég argur og leiður út í stríðið því að óvinirnir eru sýknt og heilagt að drita niður eldkúlum út um allar sveitir, úða akvegina með byssu- kúlum og henda út af vítaverðu gáleysi stórum sprengikúlum sem koma niður með næsta óyndislegu brauki. Auðvitað truflar þetta og tefur framgang rninn ekkert smávegis og á stundum neyðist ég til að stíga út úr beyglunni minni og leita skjóls fyrir þessum skeytum í holum í jörðinni og þegar ég finn engar holur leita ég skjóls með því að falla á grúfu á jörðina. Reyndar læt ég fallast þannig svo oft að ég fer að verða hræddur um að nefið á mér fari að fletjast út. Hluta ferðarinnar er ég í slagtogi rneð öðr- um fréttaritara sem heitir Herbert eitthvað en hann gefur mig upp á bátinn og fer til Folder- ville skömmu eftir brottförina frá Bone með hastarlegan brjóstsviða sem hann fékk af því að éta af vistum hersins. Og það minnir mig á að ég verð að tala við alríkislögregluna ein- hvern daginn því ég er þeirrar skoðunar að það ætti að yfirfara pappíra mannsins sem ber ábyrgðina á þeirri matreiðslu og athuga hvort hann hefur veðjað á okkur eða Þjóð- verjana. Nú, jæja. Ég er sí og æ að spyrja hermenn- ina hvar framlínan sé og alltaf segja hermenn- irnir mér að framlínan sé fram undan. En það lítur helst út fyrir að mér ætli aldrei að takast að finna vígvöllinn og reyndar kemst ég að því seinna hjá gamalreyndum hermanni að eiginlega finni aldrei neinn vígvöllinn því þeg- ar menn komi á þann stað sem hann ætti með réttu að vera hafi vígvöllurinn tilhneig- ingu til að vera hlaupinn út eða suður og allt er þetta næsta truflandi eins og nærri má geta. Einn dag árla morguns kem ég þar að sem virðast vera þorpsrústir og í sömu andrá tek- ur óvinaherfylki á nálægri hæð að varpa fretnöglum sínum inn í þorpið þó hvergi sé þar hræðu að sjá og hvort það nú er vegna þess að þeir haldi að þarna liggi dátar í leyni eða sé persónulega í nöp við mig fæ ég víst aldrei að vita. Hvað sem því líður rífur allt í einu eitthvað litla bílinn minn undan mér og tætir hann í strimla á stærð við áramótarifrildi og í sömu andrá nístir mig, svo ekki verður um villst, mikill sársauki í botníuna. Ég geri mér ljóst að ég er særður og ligg þarna og veit að það er blóð sem rennur niður buxnaskálmarnar mínar innanverðar þannig að mér finnst megn óþrif af og í ofanálag er mér heldur þungt í sinni því ég er þegar á eftir áætlun með grein- ina mína og sýnt er að þet'ta muni tefja mig enn frekar og gera ritstjórann minn afskaplega ergilegan. En það er ekkert sem ég fæ að gert nema liggja þarna og reyna eftir föngum að stöðva blóðrennslið og bíða þess að eitthvað gerist og vona að þetta skakkafall verði ritstjóranum mínum ekki alltof mikið til ama. Það er liðið að hádegi og allt um kring er rnjög hljótt og hvergi lífsmark að sjá. Birtist þá ekki allt í einu stór einkennisklæddur ná- ungi sem verður ekkert lítið undrandi er hann verður mín var. Drottinn minn sæll, segir hann. - Hvað er nú þetta? - Ég er særður, segi ég. - Hvar? segir hann. í sitjandanum, segi ég. Þá krýpur hann niður á annað hnéð við hlið mér, dregur fram hníf, sker á buxurnar mínar og lítur á sárið. Er hann rís á fætur segir hann við mig sisvona: - Er þetta sárt? Þjáistu mikið? - Vitaskuld, segi ég. - Ég er að deyja. Nú hlær náunginn, ha, ha, ha, ha, eins og hann hafi heyrt góðan brandara og segir: - Líttu á ntig, Hammer. Þekkirðu mig ekki aftur? Ég lít auðvitað á hann og sé að þetta er enginn annar en hann Mansfield Sothern, leikarinn, og auðvitað er ég mjög glaður að sjá hann. 54 VIKAN 13. TBL

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.