Vikan - 26.03.1987, Side 56
Daninn raunamæddi
leiklistargagnrýnanda sem væri kvölum kval-
inn sérhvert andartak allrar þessarar löngu
leiðar. Ég býst við, segir hann, að þú sért
búinn að frétta að ég hef verið sæmdur orðu
fyrir að bjarga þér en vertu svo vænn að hafa
lágt um það því leikarafélagið myndi aldrei
fyrirgefa mér að hafa bjargað lífi gagnrýn-
anda. Og í ofanálag á að senda mig heim til
að skipuleggja skemmtiatriði fyrir félaga mína
hérna megin hafsins og auðvitað verður það
eitthvað í ætt við Shakespeare. Segðu mér
annars, Hammer, ertu búinn að gefa hjúkr-
unarkonunni þinni auga?
Að svo mæltu bendir hann á píu í einkennis-
búningi sem stendur þar skammt frá og ég
sé að það er engin önnur en ungfrú Chann-
elle Cooper og ég sé líka að hún er að gera
sér allt far um að líkjast Florence Nightin-
gale. Þegar hún sér að ég er vaknaður gengur
hún í átt að beddanum mínum en er hún
nálgast stendur Mansfield Sothern upp og
hefur sig á brott í mestu skyndingu án þess
að segja við hana svo mikið sem bö og sem
hún stendur þarna og horfir á hann vöknar
henni um augu og ég sé að enn muni anda
nokkuð köldu á milli þeirra.
Ég er náttúrlega engan veginn mæddur yfir
þessari skipan mála því það að sjá ungfrú
Channelle Cooper aftur, jafnvel þó í hjúkr-
unarbúningi sé, vekur með mér Ijúfar endur-
minningar. Raunar finn ég alla mína fornu
ást til hennar blossa upp á njjan leik og er
hún kemur að rúmstokk mínum má ég vart
mæla fyrir geðshræringu.
- Þú verður að hafa hægt um þig, Am-
brose, segir hún. - Veistu að þú ert búinn að
vera með óráði í marga daga og í óráðinu
ertu búinn að segja ýmislegt sem hefur komið
mér ákaflega illa. Var Mansfield annars nokk-
uð að nefna mig við þig?
- Nei, segi ég. - Gleymdu honum, Chann-
elle. Hann er auli, auk þess sem hann er
vondur Hamlet.
Þetta eykur henni tár í augum og skyndi-
lega hverfur hún frá mér og ég sé hana ekki
í allnokkra daga eftir þetta. Reyndar verður
mér ekki einu sinni hugsað til hennar því rit-
stjórinn minn er tekinn að senda mér skeyti
og spyrja hvað ég sé að gera á sjúkrahúsi og
hvað ég eiginlega meini með því að setja prest
á útgjaldareikninginn minn. Það var að sjálf-
sögðu flausturskyssa í bókhaldinu. Ég hafði
ætlað að setja þarna hest í þeirri von að rit-
stjórinn minn yrði of gáttaður á svo óvæntum
útgjaldalið til að fetta fíngur út í það.
Og nú er ég aftur kominn til hinnar gömlu
góðu Ameríku og nú ætla ég, eins og ég hef
áður tekið fram, að taka þig aftur með í leik-
húsið og hvað heldurðu að við ætlum að sjá
nema Mansfield Sothern, enn á ný í hlutverki
Hamlets.
Nú er það svo að ég er engan veginn upprif-
inn yfir þessari fyrirætlun en mér tekst ekki
að hugsa upp góðan fyrirslátt í hvelli svo ég
fer með Ambrose. Er við komum að leik-
húsinu rekumst við á framkvæmdastiórann,
sem er náungi að nafni James Burdekin, þar
sem hann skálmar fram og aftur fyrir framan
leikhúshjallinn og talar í næsta niðrandi tóni
um leikarastéttina en i anddyrinu og á gang-
stéttinni fyrir utan eru viðskiptavinir farnir
að þyrpast að.
Þeir koma upp að James Burdekin og segja:
- Hvað er að, Burdekin? - Hvenær byrjar
sýningin? - Hvað heldurðu að þú sért? Þessar
spurningar og aðrar gera hann hálfu óhefl-
aðri í ummælum sínum um leikarastéttina svo
raunar stappar nærri meiðyrðum og það líða
nokkrar mínútur áður en við Ambrose áttum
okkur á ástæðunni fyrir geðshræringu hans.
Þá skilst okkur að Mansfield Sothern hafi
brotnað saman í búningsherbergi sínu nokkr-
um mínútum fyrir sýningu og þar sem allt er
uppselt er þetta náttúrlega skelfilegt áfall fyr-
ir James Burdekin því hann kann að neyðast
til þess að skila aftur peningunum og við þá
tilhugsun liggur James sjálfum við örvinglun.
- Hammer, segir hann við Ambrose, þú
myndir gera mér mikinn greiða með því að
komast að því hvað er að brjótast í þessum
lúðulaka. Ég er hræddur um að ég treysti
ekki sjálfum mér til að hafa hann fyrir augun-
um í augnablikinu. *
Því er það að við Ambrose förum bak-
dyramegin upp í búningsherbergi Mansfields
Sothern og þar situr Mansfield slyttislega á
stól í Hamletgervinu sínu meðan aðstoðar-
maður hans, gamalt brýni sem heitir Crichton,
strýkur honum yfir ennið með handklæði og
talar til hans sefandi.
- Hvað er að, Mansfield? spyr Ambrose.
- Hvað er það sem þjakar þig svo að þú skul-
ir láta spennta áhorfendurna bíða þín og halda
James Burdekin við móðursýki?
- Ég get ekki meir, segir Mansfield. - Mér
er svo þungt um hjartað. Ég var að frétta að
þú værir kominn aftur og sem ég sat hérna
og hugsaði um allt þitt digga digg með ungfrú
Channelle Cooper, þá er þú varðst ástríkrar
aðhlynningar hennar aðnjótandi í Norður-
Afríku og sagðir henni sögur af því hversu
vondur Hamlet ég væri, þá varð ég yfirfallinn
af harmi. Ambrose, segir hann, er nokkur von
til þess að þú verðir bæklaður fyrir lífstíð?
- Nei, segir Ambrose. - Svona nú, Mans-
field, segir hann. - Taktu þig nú saman í
andlitinu. Hugsaðu um frama þinn og vesal-
ings James Burdekin og miðasöluna. Minnstu
hinnar fornu reglu leikhússins: „Sýningin má
ekki misfarast," þó mér fyrir mína parta finn-
ist nú oft að það væri það besta sem fyrir þær
gæti komið.
- Það get ég ekki, segir Mansfield. - And-
lit hennar mun birtast mér og orðin standa i
mér er ég hugsa um hana í örmum annars
manns. Ambrose, ég er sárt leikinn en samt
er ég maður til að árna þér heilla. Ég trúi og
vona að þú verðir ávallt hamingjusamur með
ungfrú Channelle Cooper, jafnvel þó þú sért
gagnrýnandi. En mér er um megn að halda
áfram í þessu hugarástandi. Harmur minn
myndi jafnvel sliga Hamlet.
- Hafðu engar áhyggjur af ungfrú Chann-
elle Cooper. Hún elskar þig heitt. Síðast er
ég hitti hana fór ég þess á leit að hún yrði
mín ástrík eiginkona er þessu grimmilega
stríði lýkur en hún sagði að það gæti aldrei
orðið þar eð hún elskaði aðeins þig. Ég sagði
að það væri allt í lagi. Ef hún kysi fremur að
elska vondan Hamlet en góðan fréttaritara
þá væri henni það svo sem ekki of gott. Og
þá, segir Ambrose, mælir ungfrú Channelle
Cooper til mín eftirfarandi:
- Nei, Ambrose, segir hún, hann er ekki
vondur Hamlet. Gleggri maður en þú segir
að hann sé ágætur Hamlet. Leiklistargagnrýn-
andinn mikli, prófessor Bierbauer frá
Hamborg, sem nú er ofursti í þýska hernum,
segir mér að hann hafi orðið vitni að flutn-
ingi Mansfields á Hamlet í krárrústum í bæ
einum nálægt vígvellinum, sem miðað við
kringumstæður hafi verið sá stórfenglegasti
sinnar tegundar sem hann hafi séð.
- Svo er að sjá, segir Ambrose, að prófessor-
inn hafi særst og verið tekinn höndum þegar
okkar menn hertóku bæinn aftur og meðan
ungfrú Channelle Cooper var að tala við mig
var hann einmitt í hennar umsjá á nálægri
stofu og ég er viss um að hann hefur fengið
sitthvað að heyra um þig og ást hennar á
þér. Hvert ertu að fara, Mansfield?
- Nú, segir Mansfield, ég ætla út á horn
að senda ungfrú Channelle Cooper símskeyti
og segja henni að ást hennar sé endurgoldin
og einnig til að biðja hana að útvega mér
umsögn Bierbauers í úrklippubókina mína.
Nokkru seinna bíðum við Mansfield í veit-
ingahúsi Mindys eftir nýjustu kvöldblöðunum
með umsögnum gagnrýnendanna og náttúr-
lega flettum við fyrst af öllu upp á pistli
Ambrosar Hammer og að beiðni Mansfields
les ég upphátt svo sem hér fer á eftir:
„Innblásin túlkun Mansfields Sothern á
Hamlet í Todd leikhúsinu í gærkvöldi Ijær
okkur þá von að í þessum geislandi unga
leikara sé gefið fyrirheit um nýtt drama-
tískt afl til túlkunar á verkum Shakespear-
es sem jafnist á við risa fortíðarinnar og
er þá jafnvel hinn ódauðlegi Edwin Booth
ekki undanskilinn."
- Jæja, Mansfield, segi ég, nú held ég að
Ambrose hafi að fullu greitt skuld sína við
þig, þar með talda lífgjöfina, með því að gefa
þér eftir ungfrú Channelle Cooper svo ekki
sé minnst á þetta stórkostlega veganesti sem
örugglega mun tryggja framtíð þína í leik-
húsinu.
- Humm, segir Mansfield. - Mér sýnist
þetta meira að segja vera býsna sanngjörn
umsögn og ég ætla að senda ungfrú Chann-
elle Cooper úrklippuna undir eins. En það er
greinilega ennþá grunnt á meinhorninu í
Ambrose Hammer. Af hverju hefði hann ann-
ars átt að taka Booth sem dæmi.
Annar leikari að nafni Booth, John Wilkes Booth. gat sér
ódauðlega frægð með þvi að myrða Lincoln Bandarikjaforseta
árið 1863.
56 VIKAN 13. TBL