Vikan


Vikan - 26.03.1987, Qupperneq 58

Vikan - 26.03.1987, Qupperneq 58
Listin á alls staðar helma Sigþrúður Pálsdóttir er ein af okkar ungu myndlistarkon- um sem að mati margra hafa ekki hlotið verðskuldaða athygli. Skýringin er ef til vill sú að henni hefur ekki staðið til boða að sýna í hinu stærri og viðurkenndari sýningarsöl- um borgarinnar. En Sissú, eins og Sigþrúður er alltaf kölluð, er allrar athygli verð, bæði sem listakona og persóna. Það varð mér fljótt ljóst þegar ég heimsótti hana einn rigningar- dag snemma i mars, en Sissú er nýbúin að halda sýningu í Gallerí Jútópía að Hverfisgötu 57a. Það er hvorki hátt til lofts né vítt til veggja í íbúðinni hennar Sissúar i vesturbæn- um þar sem hún býr ásamt litlu dóttur sinni, henni Guðrúnu Sunnu. En híbýlin bera íbúa sínum vitni. Hér ríkir sama rósemin sem einkennir allt fas Sissúar. Á hippatímabilinu hefði líklega verið talað um góðar víbrasjónir í þessu til- felli. Það er líka greinilegt að hér býr listamaður. Veggirnir eru málaðir í pastellitum, jafnvel myndskreyttir, og málverk og grímur upp um alla veggi. Það fyrsta sem mér dettur í hug, þegar ég virði fyrir mér myndirnar hennar Sissúar, er hvort hún hafi dvalist langdvölum í Suður-Ameríku. Litirn- ir og mótífin hafa einhverja skírskotun til listar indíánanna í Mexíkó og Suður-Ameríku. Þegar ég spyr hana hvort svo sé hlær hún við. „Þú ert ekki sú fyrsta sem spyrð mig að \/iðtal: Unnur Úlfarsdóttir þessu,“ segir hún, „kannski er það litameðferðin, ég veit það ekki, en ég hef hvorki verið í Mexíkó né Suður-Ameríku. Eg er frekar seinþroska í myndlistinni og var lengi að ákveða mig. Þegar ég var sautján ára fór ég í nám í skreyti- og auglýsingalist til Kaupmannahafnar. Mér þótti hundleiðin- legt í skóla. Það eina sem ég hafði áhuga á var teikning og íþróttir. Þegar til Kaupmannahafnar kom reyndist ég of ung til að komast inn á Kunsthándværkskolen. Ég innritaðist því í Bergholz Reklame Fagskole. Á þessum tíma hafði ég mestan áhuga á hönnun eða leiktjaldagerð. Þegar ég byrjaði að mála fannst kennurunum mínum að málverkin mín minntu helst á leiktjöld,“ segir Sissú og hlær við. „Eftir eins árs dvöl í Kaupmannahöfn hafði ég áhuga á að komast til Ítalíu. En þá kom annað vandamál upp úr dúrnuni. Ég þurfti að kunna ítölsku, að minnsta kosti eitthvað. Nú, þá kom ég heim og vann við gluggaskreytjngar og var á ítölsku- námskeiði á kvöldin. Svo fór ég til Ítalíu og innritaðist í Universita Per Stranieri í Perugia. Þar tók ég ítölsku fyrir útlendinga. Eftir smátíma gafst ég upp á Ítalíudvölinni og dreif mig til Kaupmannahafnar. Þar var ég að vinna og sótti kvöldnámskeið í akademískri teikningu.“ Myndir: Valdís Óskarsdóttir og fleiri 58 VtKAN 13. TBL
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.