Vikan


Vikan - 26.03.1987, Page 60

Vikan - 26.03.1987, Page 60
Árið 1974, þegar Sigþrúður var hér heima í fríi, urðu þau þátta- skil í lífi hennar sem áttu eftir að kollvarpa framtíðaráætlunum. hennar og öllu lífsmynstri. Hún slasaðist á skíðum og hefur verið bundin við hjólastól síðan. „Ég var í þrjú ár í óákveðinni endurhæfmgu. Það er á við að deyja og fæðast aftur þegar maður verður fyrir svona lífsreynslu. Heimurinn varð ofsalega spiritual fyrir mér á þessum tíma. Ég sveifl- aðist óskaplega tilfmningalega. En ég samþykkti hreinlega ekki að ég væri endanlega lömuð og allan tímann var ég ákveðin í að ganga aftur og halda áfram þegar ég væri búin að fá lækningu. Þessi tvö til þrjú ár las ég mjög mikið og dúllaði við að teikna. En ég breyttist mikið við þetta. Ég var til dæmis afskaplega feimin áður en ég slasaðist en eftir slysið varð ég miklu opnari og harðari.“ En Sissú lagði ekki árar í bát heldur tók stefnuna á New York. Þar fór hún inn á The Arts Stud- ent’s League, viðurkenndan lista- skóla sem þrátt fyrir það útskrifar ekki nemendur með prófgráður. „Það var mjög uppbyggilegt að vera þar. Þar fékk ég mjög góða kennslu í undirstöðufögum eins og anatómíu og akademískri teikningu. Eftir að námsdvölinni á Arts Student’s League lauk á- kvað ég að sækja um The School of Visual Arts og einbeita mér að myndlistinni. í millitíðinni kom ég heim og beið hér í nokkra mánuði. Á þessum tíma var ég dálítið óörugg, fannst ég svo langt frá því að vera nógu góð. En í janúar 1979 fór ég svo aftur til New York, byrjaði á Visual Arts og var þar eiginlega sleitulaust til ársins 1982. Síðustu tvö árin verð- ur maður að velja sér aðalfag. Ég ætlaði alltaf í skúlptúr en það þró- aðist nú samt svo að ég fór út í málverkið.” - Fórstu þá beint út í olíuna? „Já, það má segja það. Veistu, það er svo miklu ódýrara að mála þarna úti. Efniskostnaður og val stjórnar alveg hvað maður getur unnið.” - Hvað með frekara fram- haldsnám? „Þegar ég útskrifaðist var ég ófrísk svo framhaldsnámið var fryst í bili. Annars er ég búin að vera á leiðinni lengi. Eg er ein- hvern veginn ekki alveg sátt við það sem ég hef fundið.“ Þeini sem skoða verk Sissúar fer eflaust eins og mér þegar ég sá myndirnar hennar í fyrsta sinn. Hvernig getur þessi finlega kona, bundin við hjólastól, unnið svona? Það er ekki einungis að litameð- ferðin og efnismeðferðin sé óvenjulega kröftug heldur eru mörg verkanna heldur af stærri gerðinni, allt upp í tveir til þrír metrar á breidd. Þegar ég spyr Sissú hvernig hún fari að því að strekkja og vinna við svona stórar myndir brosir hún hæglátlega og segist aldrei vinna stærri verk en hún ráði við. „Ég nota líka standstól, að vísu ekki mikið. Ég sé aldrei fyrirstöð- una, þá yrði ég reið og það fer ekki saman.“ - Nú sé ég ekki betur en að þú tnálir eingöngu figúratíft? „Ég hef alltaf málað figúratíft en það fór ekki að verða ráðandi hjá mér fyrr en í kringum 1982-83. Ég teikna til dæmis svo til ein- göngu figúratíft. Hér áður fyrr málaði ég líka symbólskt. Það er svo margt sem hefur áhrif á mann. Saga heimsins í formi tákna hefur alltaf haft mikil áhrif á mig, eins samhengið milli tákna og tækni.“ - Þú ert ekki á kafi í trúar- brögðum eða dulrænu eins og svo margir kollegar þínir? „Ég pældi mikið í trúarbrögð- um hér áður fyrr og hef reyndar alltaf gert það. Það var mikið bóklegt hjá okkur á Visual Arts. Þar fórum við rnjög nákvæmlega í hin ýmsu trúarbrögð, austur- lensk trúarbrögð eins og taóisma, búddisma, hindú, egyptólógíu og indíánafræði. Indíánafræðin höfðu mikil áhrif á mig. Ég fékk líka tækifæri til að upplifa það svona fýsikalt eitt sumarið. Þá fórum við með kennaranum okk- ar upp í fjöllin, á indíánaslóðir. Eggið fært vitringnum. Olía á striga. Hugmynd. Olía á striga. 60 VIKAN 13. TBL

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.