Vikan


Vikan - 26.03.1987, Side 61

Vikan - 26.03.1987, Side 61
Við lásum indiánafræði, skrifuð- um, söngluðum og mediteruðum. Þetta tengdist ekkert málverkinu á þessum tíma. En það var svo skrítið að margt af því sem við vorum að gera fannst mér ég hafa gert áður, var satt að segja og er alveg viss um það.“ - En áhrifin hafa skilað sér í málverkinu hjá þér, ekki satt? „Já, þetta með litinn,“ segir hún, „það er eins og ég ráði bara ekkert við mig. Kennurunum mínum á Visual Arts fannst þessi litagleði mín hljóta að vera dæmi- gert íslenskt fyrirbæri, tært loft og sterkir litir. En akkúrat á þess- um tíma var grafíkin allsráðandi hér heima.“ - Ég þarf varla að spyrja - en getur þú lifað af listinni? „Nei, það geri ég ekki. Ég sel kannski fyrir efni. Maður selur ef til vill í mesta lagi tíu prósent af framleiðslunni. Oft hafa komið tímabil þegar maður á ekki fyrir efni. Eins er mikið um vöruskipti. Maður lætur málverk upp í greiðslu. Eiginlega hef ég aldrei peninga á milli handanna. Þegar ég var úti talaði fólk alltaf um að það væri nauðsynlegt að hafa umboðsmann. Oft óska ég þess þegar ég þarf að vera að standa í útréttingum og þess háttar að ég hefði umboðsmann. Það er svo erfitt þegar maður er í skapandi stuði og þarf að koma einhverju frá sér meðan neistinn er þar. Annars vinn ég átta tíma að með- altali daglega." - Hefurðu gert eitthvað í að koma þér á framfæri erlendis? „Það er núna fyrst sem ég er byrjuð að reyna að koma verkum mínum á framfæri erlendis. En samkeppnin er svo rosaleg eins og þú veist.“ Sissú vinnur svo til eingöngu í olíu á striga. Hún segist oftast skissa áður en hún byrjar að mála en kóperar ekki beint eftir skiss- unum. „Ég hef líka alltaf notað kanínulím til að loka striganum. Þetta er eldgömul aðferð frá því á dögum renaissancemálaranna. Það tekur líka þessa óeðlilegu teygju úr striganum. Ég nota líka gessó en það er dýrara og svo finnst mér betra að nota kanínu- lím. Nú eru menn mikið farnir að nota kanínulím, það er eins og það sé að komast í tísku. Ég byrja léreftið með því að gera það ab- strakt. Það má segja að ég hiti mig eða myndina upp. Og þó ég sé með eitthvað ákveðið í huga má segja að ég afmarki efnið eftir því sem ég kemst lengra í verkinu. Ég mála ekki það sem ég er að hugsa á einhverjum ákveðnum tírna," heldur hún áfram. „Ég held að það megi miklu frekar kalla það samdrátt úr ýmsu sem er að gerast með mér á lengri tíma. Fyrir svona fimm árum var ég mikið í því að framkalla persónu- legar upplifanir. Svo fannst mér það óþægilegt þegar fólk sem þekkti mig sá það út úr verkunum því sjálf hafði ég ætlað því víð- tækari merkingu. Æ, ég veit það ekki. Veistu, mér finnst heimurinn oft svo telepat- ískur. Maður flettir myndablaði og við blasir mynd sem tengist einmitt því sem maður er að hugsa. Hlutirnir gerast ekki bara á einum stað. Tökum til dæmis nýja málverkið. Upptökin voru ekki bara í Þýskalandi. Það sama var að gerast á fleiri stöðum, New York, Italíu og svo framvegis. Tískan er heldur ekki sköpuð af einhverjum hönnuðum sem fá hugljómun. Þeir verða auðvitað fyrir áhrifum frá umhverfi sínu. Annars virðist endurvakning vera mjög almenn meðal listamanna, mytólógía, egyptólógía, form- fræði pýramídanna og svo fram- vegis. Þetta er einhver reynsla sem fólk er að kryfja. Það er svo mik- il mystík allt í kringum okkur sem enginn getur svarað. í allri trúar- fræði kemur fram sama spurning- in um geimverur, menn frá öðrum plánetum. Þetta kemur fram í tengslum við pýramídana í Suð- ur-Ameríku og Egyptalandi, loftbrautirnar í Perú og svo fram- vegis. Alltaf þegar maður upplifir eitthvað svona sterkt eins og ég í kringum slysið þá sekkur maður sér meira niður í það óraunveru- lega eins og dulspeki.“ 13. TBL VI KAN 61

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.