Vikan


Vikan - 21.05.1987, Qupperneq 4

Vikan - 21.05.1987, Qupperneq 4
21. tbl. 49. árgangur. 21.-27. maí 1987. Verð 150 krónur FORSIÐAN ÞórðurÁsgeirsson, lögfræðingur og framkvæmdastjóri Baulu hf„ er í Vikuviðtalinu. Hrökkva eða stökkva, segir Þórður og Valdís Óskarsdóttir, Ijósmyndari okkar, tók hann á orðinu og smellti af. ÚTGEFANDI: Frjáls fjölmiðlun hf. RITSTJÓRI: Þórunn Gestsdóttir. BLAÐAMENN: Guðrún Alfreðs- dóttir, Hlynur Örn Þórisson, Jóhanna Margrét Einarsdóttir, Unnur Úlfarsdóttir. LJÓSMYNDARI: Valdís Óskars- dóttir. ÚTLITSTEIKNARI: Hilmar Karlsson. RITSTJÓRN ÞVERHOLTI 11, SÍMI (91) 2 70 22. AUGLÝSINGASTJÓRI: Geir R. Andersen. AFGREIÐSLA OG DREIFING: Þverholti 11, sími (91) 2 70 22. PÓSTFANG RITSTJÓRNAR, AUGLÝSINGA OG DREIFINGAR: Pósthólf 5380,125 Reykjavík. Verð í lausasölu: 150 kr. Áskriftarverð: 500 kr. á mánuði, 1500 kr. fyrir 13 tölublöð ársfjórðungslega eða 3000 krónur fyrir 26 blöð hálfsárs- lega. Áskriftarverð greiðist fyrirfram. Gjalddagar nóvember, febrúar, maí og ágúst. Áskrift í Reykjavík og Kópavogi greiðist mánaðarlega. Einokun rofin Spora ríkisstjórnar Steingríms Hermannssonar sér víða stað í þjóðfélaginu svo sem vera ber. ! stjórnarsáttmálanum, sem gerður var við myndun ríkisstjórnarinn- ar, var eitt atriðanna að koma fram með nýtt frumvarp um fram- leiðslustjórnun og verðlagningu landbúnaðarafurða. Þetta frum- varp sá dagsins Ijós og varð að lögum 1985. Ein afleiðing þeirra lagabreyt- inga er stofnun fyrirtækis á höfuðborgarsvæðinu sem mun framleiða mjólkurafurð og rjúfa þar með einokun Mjólkursam- sölunnar á svæðinu. Fyrirtækið Baula hf. hefur verið stofnað og mun hefja jógúrtframleiðslu í haust. I þessari Viku er viðtal við Þórð Ásgeirsson, framkvæmda- stjóra fyrirtækisins, þar sem hann segir frá stofnun Baulu hf. og framleiðslu. Hann segir réttilega að eflaust fagni Mjólkursamsalan ekki þessari nýju samkeppni en neyt- endur muni aftur á móti gera það. Fyrir nokkrum árum var mik- il umræða um jógúrt í fjölmiðl- um. Hún kom til vegna þess að verslunin Hagkaup í Reykjavík ákvað að selja Húsavíkur-jógúrt ásamt þeirri sem framleidd er í Mjólkurbúi Flóamanna á Sel- fossi. Landinu var skipt í sölu- svæði og þarna var farið út fyrir mörkin. En Húsavikur-jógúrtin var ódýrari. Dálítil orrusta hófst um mjólkurafurðina að norðan. Sú orrusta vannst. Húsavíkur- jógúrtin er seld í Reykjavík. Og nú kemur Baulu-jógúrtin til sögunnar og rýfur framleiðslu- einokun mjólkurafurða á höfuð- borgarsvæðinu. í ÞESSARIVIKU 6 Guðrún Sigurðardóttir Urup hélt sína fyrstu einkasýningu í Gallerí Gangskör nýlega. Hún hefur búið í Danmörku um margra ára skeið ogtekiðþátt ísamsýningumþar. 8 í poppi Vikunnar er nú breska hljómsveitin The Cult, sem er mjög vinsæl í Bandaríkjunum, og breski dúettinn Erasure. 10 Vorverkin í garðinum eru æði mörg. Vikan leitaði til Péturs garð- yrkjumanns í Mörkinni, sem gaf okkur ráð af dáð mikilli. 14 Stjörnuspáin segir okkur hverju og einu hvernig við getum náð áttum næstu viku. í einni stendur: Varastu að vorkenna sjálfum þér, það leiðir æyinlega til illseins. En hverri? 18 Tveggjeyringar eru sjaldséðir í dag. Einu sinni voru þeir eins og mý á mykjuskán. Jóhann MárGuð- mundsson sendi okkur frásögn af Ameríkana og tveggjeyringurn. 22 Inside Story eða Innansveitarkrón- ika er ein þeirra mynda sem Hilmar hefur setið yfir síðustu daga og gefureinkunn. Hann varánægóur með hamaganginn á þeirri ritstjórn. 24 Kornelíus Sigmundsson er forseta- ritari. Hann hefurvíðakomiðviðá starfsferli sínum og er nafn Vikunn- arnú. 4 VIKAN 21. TBL
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.