Vikan


Vikan - 21.05.1987, Page 7

Vikan - 21.05.1987, Page 7
Pýramídi nefnist þessi mynd Guð- rúnar. þátt í nokkrum samsýningum í Kaupmanna- höfn og hef hug á að halda einkasýningu þar á næstunni. Ég hef ekki ennþá fundið gallerí sem myndi henta en ætla að skoða nokkur þegar ég kem heim aftur.“ Þau hjónin búa rétt utan við Kaupmanna- höfn, í Holte, þar sem þau eiga hús á fallegum stað við vatn. Þar hafa þau sína vinnuaðstöð- una hvort. „Við höfum mjög góða vinnuað- stöðu og þurfum sannarlega ekki að kvarta." - Er mikið gert fyrir listamenn i Dan- mörku? „Nei, mjög lítið. Mér frnnst það alveg óskaplega lítið og það eru fáir danskir lista- menn sem geta lifað á starfmu. Við höfum verið heppin þvi Jens hefur alltaf fengið stór verkefni en það eru auðvitað ótryggar tekjur í svona starfi. Mér finnst miklu meira gert Á ströndinni heitir hún þessi. Eins og sjá má bera þessar myndir allar nöfn úr náttúrunni þó þær séu unnar sín á hvern mátann. Asuðrænumslóð- um. fyrir listamenn hér á íslandi heldur en í Dan- mörku.“ Hefur þig aldrei langað til að flytja heim? „Mér líður vel í Danmörku en mig hefur oft langað til að flytja hingað heim í eitt til tvö ár en það er bara svo erfitt að eiga við það.“ - Eru börnin þín líka búsett í Danmörku? „Já, nema yngsta dóttirin sem er um þessar mundir í Japan. Þau hafa öll farið út í ein- hvers konar list og gengur vel.“ - Ertu hrifin af því sem ungir myndlistar- menn eru að gera í dag? „Ég er hrifin af allri list ef hún er góð,“ svaraði Guðrún Sigurðardóttir Urup, lista- kona sem eflaust á eftir að halda margar sýningar í framtíðinni ef hún heldur áfram á sömu braut, sem hún segist ætla að gera. 21. TBL VIKAN 7

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.