Vikan


Vikan - 21.05.1987, Qupperneq 12

Vikan - 21.05.1987, Qupperneq 12
í gróðrastöðvunum byrjar ræktun i sumarblómum þegar aðrir eru að moka snjó. sögðu að náttúran sjálf myndi vinna á rnein- inu eins og eðlilegt ætti að vera. Hins vegar gleymdist í allri umræðunni að garðar við híbýli manna og skrautjgarðar eru ekki nátt- úra, eins og Pétur Olason segir, heldur mannvirki. „Það er fólkið sjálft sem hefur gróðursett og skipulagt en ekki náttúran." Laufgast plantan ekki? Ef hins vegar kemur i Ijós, til dæmis með tré sem sett voru niður í fyrrasumar, að þau laufgast ekkigeturýmislegt hafa farið úrskeið- is. Plantan hefur kannski ekki þolað veturinn, það kemur stundum fyrir. Hún hefur kannski fengið of mikinn áburð sumarið áður eða ekki þolað staðsetninguna. Þess skal þó gætt að ekki er víst að plantan sé dauð. Þess vegna á ekki að rífa hana upp og henda henni. Klipp- ið burt dauðu greinarnar og sjáið síðan þolinmóð til hvort hún kemur ekki til - jafn- vel þó það verði ekki fyrr en næsta sumar. Ef ekkert gerist þá er næsta víst að plantan sé dauð. Tími matjurtanna Margir eru einnig með matjurtagarða í görðum sínum og það þarf ekki síður að huga að þeim núna í sumarbyrjun. Sjálfsagt eru kartöflurnar þegar komnar niður en núna um næstu mánaðamót má fara að setja niður kálplöntur, svo sem rófur, gulrætur og radís- ur. Það er vel hægt að gera fyrr ef vermireitir eru til staðar. Með þeim væri líka hægt að rækta margt fleira, svo sem jarðarber. Þcir sem eru með gróðurhús hafa líka margir hverj- ir farið út í að rækta vínber og tómata. Garðáhugamenn, sem eyða öllum sínum frístundum í görðum sínum, verða sífellt lleiri og nú er mjög algengt að sjá bæði gróðurhús og garðhús í görðum. Með því móti er hægt að lengja sumarið sem kannski veitir ekki af hér á Fróni. Mörgum finnst lika ákaflega skemmtilegt að sjá hvernig vorlaukarnir byrja að blómstra í gróðurskálunum um það leyti sent haustlaukarriireru að fölna. Þannig tekur hvað við af öðru og gróðurskálinn er sífellt i blóma. Menn verða þó að gera sér grein fyrir að gróðurmikill og fallegur garður verður ekki til á einu sumri. Það tekur mörg ár og miklar bollaleggingar að fá garðinn til að verða augnayndi. Sem betur fer hefur garðá- hugi farið vaxandi með hverju árinu og það er ekki bara í kringum híbýli heldur hafa fyrir- tæki nú í stórum stíl farið út í að gera umhverfið gróðursælt. Veljið stað með tilliti til sólar Eitt annað þurfa menn að muna þegar þeir skipuleggja garðinn sinn. Trén eiga ekki að fá stað þar sem þau munu í framtíðinni skyggja á sólina. Flestir vilja hafa einhvers konar sólverönd og verður þá að taka tillil til þess þegar trén eru gróðursett. Það er því alveg greinilegt að mikil skipulagning verður að liggjtt að baki hvers garðs til að hann nýt- ist sem best. Ef börn eru á heimilinu ætti hiklaust að taka tillit til þarfa þeirra og gefa þeim pláss til leikja á sólríkum stað í garðin- um. Leitið upplýsinga Hér höfum við stiklað á stóru og reynt að minnast á það helsta. Það er alveg ljóst að ýmsar spurningar geta vaknað í sambandi við garðvinnuna og að ýmsu ber að huga. Gróðr- arstöðvarnar hafa allar fagmenn á sínum snærum sem auðvelt ætti að vera að leita til ef eitthvað kemur upp á. Til eru líka þeir sem engan áhuga liafa á garðvinnu en vilja samt eiga fallegan garð. Þeir láta þá fagmennina sjá um vinnuna enda á fallegt umhverfi alltaf rétt á sér. Kostnaðarhliðin verður þó mun hærri nieð því. Annars er kostnaður við garð- inn alltaf talsverður og því er réttast að dreifa honum. Einnig getur verið sniðugt fyrir ná- granna að skipta með sér fjölærum plöntum. Þannig geta miklir peningar sparast og erum við ekki einmitt alltaf að reyna að spara? 12 VIKAN 21. TBL
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.