Vikan


Vikan - 21.05.1987, Blaðsíða 22

Vikan - 21.05.1987, Blaðsíða 22
KVI-KMYNDIR Y N D B Ö N D á Nýjar kvikmyndir TVÆR NYJAR KMKMWDIR MEÐ MICHAEL CAINE Einhver afkastamesti kvikmyndaleikar- inn er Michael Caine. Virðist sem hann taki sér aldrei frí. Hver myndin eftir aðra kemur á markaðinn með honum og senn nálgast hundraðið þær myndir sem hann hefur leikið i. Michael Caine er vinsæll leikari og einnig er hann mjög vinsæll meðal starfsbræðra sinna. Fimmtíu og fjögurra ára gamall er hann á hátindi ferils síns, nýbúinn að fá óskars- verðlaunin og getur valið úr hlutverkum. Hann lék sitt fyrsta hlutverk 1956 í ómerkilegri stríðsmynd er ber nafnið A Hill in Korea. En það var í hlutverki njósnarans Harry Palmer í The Ipcress File 1964 sem hann hlaut fyrst frægð. Hann hefur oftar en einu sinni verið til- nefndur til óskarsverðlauna og fékk þau loks fyrir leik sinn í Hanna og systur henn- ar. Hér á síðunni verða aðeins kynntar tvær nýjustu kvikmyndir Michaels Caine sem frumsýndar voru fyrir stuttu. Sameiginlegt er með þessum myndum að þær eru báð- ar gerðar eftir skáldsögum þekktra rithöf- unda. Tlie Fourth Protocol er gerð eftir samnefndri sögu eftir Frederic Forsyth og Half Moon Street er gerð eftir skáld- sögu Pauls Theroux. Lávaröurinn og læknirinn verða óvart ástfangin. Michael Caine og Sigourney Weaver í hlutverkum sinum í Half Moon Street. Half Moon Street í Half Moon Street fær Michael Caine sem mótleikara Sigourney Weaver. Feikur hún lækni einn, dr. Laureen Slaughter, sem getur ekki lifað af tekjum sínum og fer út í vændi. Allt gengur vel hjá henni þangað til hún verður hrifin af einum viðskiptavini sínum, Lord Bulbeck (Michael Caine). Eitt skiptið þegar hún er að skemmta ríkum araba kemst hún á snoðir um samsæri gegn Lord Bulbeck. Lendir hún í miklum vandræðum og áður en hún veit af er hún flækt í milliríkjamál sem henni veit- ist erfitt að glíma við. Half Moon Slreet er gerð eftir skáld- sögu Pauls Theroux, en eflir hann er einnig Moskítóströndin sem nýlega var filmuð. Leikstjóri Half Moon Street er Bob Swain er gerl hefur ágæta franska sakamálamynd, La Balance. Þykir hon- um ekki takast eins vel upp hér og er Half Moon Street frekar langdregin kvikmynd. The Fourth Protocol John Preston (Michael Caine) er á verði gagnvart rússneskum njósn- ara í The Fourth Protocol. í The Fourth Protocol er Michael Caine á heimaslóð- um ef svo má að orði komast. Myndin gerist í kalda stríðinu í byrjun sjöunda áratugarins og leikur Caine njósnara. Og eins og vitað er leika fáir bet- ur slæga njósnara en hann. Fjallar myndin um rúss- neskan njósnara er Pierce Brosnan leikur. Hann fær það verkefni að planta sprengju innan hersvæðis Bandaríkja- manna í Bretlandi. Breska leyniþjónustan kemst að ætl- un Rússa og er John Preston (Michael Caine) settur rúss- neska njósnaranum til höfuðs.. . The Fourlh Prolocol er dæmigerð njósnamynd og þótl Frederic Forsyth hafi sjálfur gert kvikmyndahand- rit el'tir bók sinni nær hann ekki að gæða myndina sama lífi og bókina svo úr verður enn ein njósnamyndin þar sem Bretar og Bandaríkja- menn eru góðu mennirnir en Rússar þeir vondu. Leikstjóri er John MacKen/ie en hann er þekktastur fyrir að hafa stjórnað hinni ágælu saka- málamynd The Long Good Friday. Major Petrovsky (Pierce Brosnan), rússneski njósnarinn í The Fourth Protocol, á hér eitthvað vantalað við Irenu (Joanna Cassidy). iSLENSKUR TEXTI iMyndbönd rr INSIDE STORY ★ ★ ★ Leikstjóri: Moira Armstrong. Aðalleikarar: Roy Marsden, Francesca Annis og Harry Andrews. Sýningartími: 270 mín. (2 spólur). - Útgefandi: Arnar-Video. Margir þekkja Roy Marsden. Hann hefur gert garðinn frægan í hinum ágætu lögregluþáttum urn Dalglish lögregluforingja sem hann leikur og sýndir hafa verið í sjónvarpinu. í Inside Story, virkilega góðri sjónvarps- mynd sem fjallar um baráttu um eignarhald á blaði og baráttu innan ritstjórnar þess, fer Roy Marsden á kostum sem hinn harðsvífni kaupsýslu- maður og milljónamæringur. John Bennett, sem svífst einskis til að komast yfir The Sunday Register. Til að auðvelda þetta lofar hann Paulu Croxley (Francesca Annis) ritstjórastöðu hjálpi hún honum. Ætlunarverk þeirra tekst. Fljótlega kemst þó Paula að því að hún er aðeins eitt tæki í valda- tafli Bennetts... Inside Story er spennandi og skemmtileg mynd og hjálpar til frábær leikur Marsdens og Annis. Inside Story sýnir að þegar breskum tekst vel upp stenst enginn þeim snúning í gerð sjónvarpsmynda. INVIDERS FROM MARS ★ ★ Leikstjóri: Tobe Hooper. Aðalleikarar: Karen Black, Hunter Carson og Timothy Bottoms. Sýningartími: 92 mín. - Útgefandi: Háskólabíó. Invaders from Mars er gerð eftir eldri mynd sem ekki þótti neitt sérstök I á sínum tíma og þrátt fyrir mikið fjármagn og ágæta tæknivinnu hefur ekki tekist mikfu betur í þetta skiptið. Fyrst og fremst er það söguþræðin- I um að kenna. Það vita allir nú til dags að ekkert líf leynist á Mars og í i ljósi þess er furðulegt að bjóða fólki upp á annað. Aðalhlutverk myndarinn- ar er í höndum drengs, Hunter Carson. Hann verður vitni að komu Marsbúa j og því hvernig þeir laða fólk til sín og breyta hugsanagangi þess sér í hag. ! Foreldrar hans verða fórnarlömb Marsbúa og enginn trúir drengnum nema kennari hans... Leikstjóri Invaders fronr MarserTobe Hooper sem á að baki hina ágætu Poitergeist. Hér tekst honum ekki eins vel upp enda með mun verri efnivið í höndunum. Það má samt hafa gaman af myndinni, | sérstaklega fyrirþá sem á annað borð hafa gaman af ævintýramyndunr_______________________________ NIGHTMARE ON ELM STREET - PART 2 ★ Leikstjóri: Jack Sholder. Aðalleikarar: Mark Patton, Clu Gulager og Robert Englund. Sýningartimi: 82 min. - Útgefandi: Tefli hf. Freddy Krueger er að verða einhver frægasta hryllingspersóna kvikmynd- anna þótt ótrúlegt sé. Þegar hafa verið gerðar þrjár kvikmyndir um þessa persónu sem hrjáir fólk sem býr við Elm Street og er sú þriðja meðal vinsæl- ustu kvikmynda vestanhafs þessa dagana. Krueger er persóna sem svífur á milli draums og veruleika. Eins og í fyrstu myndinni birtist Freddy fyrst í draumi unglings sem býr við Elmstræti og „sýgur“ hann lífskraft úr ungl- ingnum til ódæðisverka. Og svo sannarlega er þarna verið að velta sér upp úr blóði og óþverra og virðist ekkert geta stöðvað þennan ógnarkraft... I heild er Nightmare on Elm Street - part 2 ómerkileg kvikmynd sem nærist á ótta áhorfenda og skiptir þá litlu máli hvort einhver botnar í söguþræðin- um. Að koma á óvart og að morðin séu nógu ógnvekjandi skiptir öllu máli og því eru viðkvæmir varaðir við. THE FLYING MISFITS * Leikstjóri: Russ Mayberry. Aðalleikarar: Robert Conrad, Simon Oakland og Dana Elcar. Sýningartimi: 93 mín. - Útgefandi: Laugarásbíó. The Flying Misfits er bandarísk sjónvarpsmynd sem gerist í seinni heims- styrjöldinni. Á spólukápu segir að myndin segi sanna sögu flugsveitar 214. Hræddur er ég um að sannleikanum sé eitthvað snúið því varla hef ég séð ótrúlegri mynd úr þessari annars mikið kvikmynduðu heimsstyrjöld. For- ingi sveitarinnar er Pappy Boyington sem Robert Conrad leikur. Safnar hann saman hermönnum sem allir eiga yfir höfði sér dóm vegna agabrota og gerir flugsveitina með hjálp frjálslynds hershöfingja að bardagasveit sem heiðruð er. Hópurinn, sem samanstendur af fyllibyttum, slagsmálahundum og ónytjungum, fær nær enga þjálfun, samt nær hann í fyrstu orrustunni að fella sautján japanskar flugvélar án þess að missa eina einustu. Það er fátt gott hægt að segja um mynd þessa. Leikur og handrit slappt. Það sem helst er hróss vert eru atriði þar sem flugvélar eru í aðalhlutverki. 22 VIKAN 21. TBL 21. TBL VIKAN 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.