Vikan


Vikan - 21.05.1987, Qupperneq 35

Vikan - 21.05.1987, Qupperneq 35
an. Undir lokin var ég farinn að þrá að komast heinr í rok og rigningu og meiri vinnu. Ég var í rúmt ár á Kýpur, hélt þá á ný til New York og lauk ráðningarsamningnum þar. Ég hafði verið ráðinn til tveggja ára. Mér fannst þetta afskaplega skemmtilegur tími en þegar ég gerði upp hug minn komst ég að því að ég vildi ekki halda áfram heldur vildi ég halda aftur til íslands." Ellejii (ír í sjávarútvegsráðuneyti Þegar Þórður kont heim var nýbúið að stofna sjávarútvegsráðuneytið sem sérstakl ráðuneyti. Það var einungis búið að ráða tvo starfsmenn og var Þórður þriðji starfsmaður- inn sem var ráðinn. Þar starfaði hann í tæp ellefu ár. í hans verkahring var mcðal_ annars að byggja upp þetta nýja ráðuneyti. Á fyrstu átta mánuðunum skipti hann þrisvar unt stöðuheiti, var fyrst fulltrúi, síðan deildarstjóri og loks skrifstofustjóri. „Fyrsti ráðhen'ann, sem ég þjónaði, var Eggert G. Þorsteinsson, síðan kornu þeir Lúðvík Jósepsson, Matthías Bjamason, Kjartan Jóhannsson og Steingrím- ur HermannssonY - Er ekki erfitt að vera stöðugt að skipta um jfirménn? „Eg heyrði eitt sinn haft eftir Gunnlaugi Briem ráðuneytisstjóra að ráðherrar kæmu og færu en hann hefði aldrei breytt um stefnu. Það er visst sannleikskorn í þessum orðum. Auðvitað er margt í starfi ráðuneytis sem breytisl ekki þó að nýir húsbændur taki við. En það er ljóst að menn verða að laga sig að yíirmönnunum, þeir hafa ólík vinnubrögð og ólík markmið." Á milli 1970 og 1980 er mikið um að vera í sjávarútvegsráðuneytinu. Á þessum áratug áttu íslendingar í tveimur þorskastríðum við Breta. Miklar umræður verða um hvalveiðar og hvalavemd. Það er því að niörgu að hyggja. Þórður tekur mikinn þátt í þorska- stríðinu 1976, þegar íslendingar færðu fisk- veiðilögsögu sína einhliða út í tvö hundruð mílur. Það er ekki laust við að viðmælandi minn dæsi svolitið þegar þetta mál ber á góma. „Það var ntikill skóli. Eg var einn af fulltrú- unum í viðræðunefndinni við Breta. Það var mikið fundað bæði hér heima og í Bretlandi, oft á tíðum langir og strangir fundir. Samning- ar drógust á langinn en það var okkur rnjög í hag því tíminn vann nteð okkur. Krafa okkar um tvö hundruð mílna fiskveiðilögsögu fékk stöðugt meiri hljómgrunn meðal annarra þjóða. Okkar happ var að við gátum aldrei samið. Ef Bretar hefðu verið sveigjanlegri í viðræðunum hefðu kannski náðst samningar um ákveðin veiðiréttindi þeint til handa. Um það snemst viðræðumar. Að lokunt höfðu þeir ekkert í okkar hendur að sækja og töp- uðu þar af leiðandi málinu. Eg held að það hafi verið töluverð heppni yfir okkur í samn- ingunum. Ég hafði oft á tíðum á tilfinningunni að það væri okkur að kenna að samningar náðust ekki vegna þess að menn vom svo óákveðnir og ósammála innbyrðis um hvað ætti að gefa eftir og hvað mikið. Það vom skiptar skoðanir í íslensku sendinefndinni og þær urðu alveg eins til þess að ekki gekk sam- an eins og hörð kröfugerð Bretanna. Þrátt fyrir það held ég að við höfum haldið vel á málum.“ Alþjóða hvcdveiðvráðið „Ég byrjaði að mæta sem fulltrúi á fundi Alþjóða hvalveiðiráðsins 1972 en fram að þeim tíma höfðum við ekki sótt fundi ráðsins af neinni alvöru. Þegar ég kom á minn fyrsta fund vom í kringum þrjátíu fundarmenn og áheymarfulltrúar en þegar ég hætti vom þeir orðnir meira en þrjú hundmð. Enda má segja að fram til 1972 hafi þetta fremur verið klúbb- ur hvalveiðiþjóða en alvömstofnun. Þau níu ár, sem ég sat í ráðinu, tók það algerum stakkaskiptum. Þá sá ég ráðið fara frá einum öfgunum til annarra. Það varð jafnöfgasinnað í friðunannálum og það hafði skeytt lítið um þau áður. Á þcssum ámm verður nokkurs konar heimsvakning i hvalfriðunarmálum. Uppsprettan vom öflugar hvalfriðunarhreyf- ingar í Bandaríkjunum og Vestur-Evrópu. Þessi samtök fengu mikinn hljómgmnn meðal almennings og veittist létt að sækja peninga í vasa hans. Raunar höfðuðu þessi samtök sér- staklega til margra ríkra karla og kvenna í Bandaríkjunum sem borguðu stórar fúlgur til hvalfriðunarmanna. Um miðbik áttunda ára- tugarins var það sympatísk krafa að eitthvað yrði gert í friðunarmálum því margar hvala- tegundir vom ofveiddar og jafnvel í útrýming- arhættu. Því áttu hvalfriðunamrenn fullan rétt á sér. Þeir komu því til leiðar að Alþjóða hvalveiðiráðið fór að taka á þessum málum. En friðunarsamtökin náðu sér á svo mikla ferð innan ráðsins að ekkert varð við ráðið. Þau urðu óseðjandi. Friðunarsamtökin breyttust líka á þann hátt að þau hættu að vera grasrótarhreyfingar en urðu þess í stað stofnanir með fólk á launum. Það varð svo að halda þeim gangandi með því að koma sífellt með nýjar og nýjar kröfur. í lokin var ekki lengur um það að ræða að tryggja mætti eðlilega viðkomu stofnanna með skynsam- legri nýtingu. Krafan varð alger friðun og fyrir marga varð hvalafriðun að trúarbrögð- um. Ég var formaður Alþjóða hvalveiðiráðsins frá 1978 til ársins 1981 en hafði verið vara- formaður samtakanna þijú ár þar á undan. Á þessum ámm vom miklar sviptingar. Sið- asti fundurinn, sem ég stýrði sem formaður, var síðasti fundurinn sem okkur tókst að ná því í gegn að ekki yrði sett bann á veiðamar. Á næsta fundi var samþykkt algert hvalveiði- bann. Þá vék skynsemin fyrir óskynseminni. Á ámnum 1974-1978 voru ekki aðrar þjóðir i ráðinu en þær sem áttu eitthvert erindi, þjóð- ir sem annaðhvort stunduðu hvalveiðar eða höfðu stundað vísindarannsóknir á hval. Vís- indanefndin varð á þessum ámm aðalnefndin innan ráðsins og það var tekið mikið tillit til tillagna hennar enda má segja að á þessum ámm og eitthvað lengur hafi verið góð stjóm á hvalveiðunum. Ég tel að hvalveiðiráðið hafi á þessum ámm verið i forsæti þeirra al- þjóðastofnana sem fengust við friðunarmál. En öfugþróunin hófst 1978, þá byijuðu að streyma inn í hvalveiðiráðið nýjar þjóðir sem ekkert erindi áttu þangað enda vom inntöku- skilyrðin ekki ströng. Það var nóg að senda bréf og æskja inngöngu til að verða fullgildur meðlimur. Mikið af þeim þjóðum, sem tóku sæti í ráðinu eftir 1978, höfðu það eina mark- mið að koma á algerri friðun hvalastofnanna. Þetta vom ríki sem höfðu ekkert vísindalegt til málanna að leggja." Fólk hættir að hlusta „Kanadamönnum blöskraði þróunin svo að þeir sögðu sig úr ráðinu. Ástæðan var fyrst og fremst sú að Kanadamenn áttu á að skipa mjög færum visindamönnum en mikið af þeim vísindamönnum, sem fengu sæti í nefnd- inni eftir 1978, hafði ekkert til málanna að leggja. Fundir vísindanefndarinnar urðu af þessum sökum að meiri og minni skrípaleik. Við hefðum að mínu viti átt að segja okkur úr Alþjóða hvalveiðiráðinu um leið og Kanadamenn. En menn hikuðu við og vildu ekki segja sig úr ráðinu. Rökin vom fyrst og fremst þau að mönnum fannst eins og þeir væm að hlaupast burt frá vandanum. íslend- ingar töldu að það væri rétt að reyna að halda áfram á þieirri braut sem mörkuð var á ámn- um 1974-1978. Menn héldu að það myndi takast að breyta störfum ráðsins. Ég var þá orðinn nokkuð viss um að svo væri ekki, til þess var straumurinn orðinn alltof þungur. Ég vildi reyna að stefna að stofnun nýs hval- veiðiráðs og gera þá strangari kröfur um inngöngu, það er að segja að ríki, sem vildu fá að vera með, yrðu að minnsta kosti að geta teflt fram hæfum vísindamönnum. Hvort einhver von sé til þcss að hvalveiðar verði leyfðar aftur? Ég held að svarið sé nei- kvætt. Það þarf þijá fjórðu hluta ráðsins til að samþykkja þær. Þá er spumingin sú hvort við getum haldið áfram að stunda vísindaveið- ar. Andstaðan gegn þeim er hörð. Á sínum tíma vomm við þvingaðir til að samþykkja hvalveiðibannið, það vom Bandaríkjamenn sem fyrst og fremst þvinguðu okkur í því máli. Vopnið var fiskmarkaðir okkar í Banda- ríkjunum. Ég held að það vopn verði notað áfram. Því tel ég litla framtíð búna hvalveiðum í skjóli vísindanna. Ég held hins vegar að það þjóni vísindunum að veiða hvali í vísinda- skyni. Ég er líka sannfærður um að hvala- stofnamir hér við land þola veiðar. Við verðum að gera okkur grein fyrir því að það getur verið vafasamt að láta þá stofna vaxa hömlulaust á meðan fiskurinn er veiddur, það er ekki einu sinni víst að það sé hvalastofnun- um sjálfum til góðs. Þeim gæti verið hætta búin af ætisskorti. Við verðum að halda ákveðnu jafnvægi í hafinu umhverfis ísland. 21. TBL VIKAN 35 L
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.