Vikan


Vikan - 21.05.1987, Side 37

Vikan - 21.05.1987, Side 37
Glæsileg fjölskylda, Ásgeir, Þórður, Þórarinn, Grímur Öm, Systa og Egill. að velta því yfir á ráðuneytisstjórana líka. Það verður alltaf að vera ákveðið stabílitet í ráðu- neytunum." Vissi lítið um ottuviðskipti „Um mitt árið 1981 varð mikil bylting hjá Olíuverslun íslands og hana bar brátt að. Það þurfti að ráða nýtt fólk og það var leitað til mín og ég sló til. í fyrstu fannst mér þetta nú ekki mjög árennilegt því mikil ólga var í mönnum. Þegar ég hóf störf lá það fyrir að flestir starfsmenn á aðalskrifstofunni höfðu sagt upp störfum, þar á meðal allir aðalstjóm- endur Olís. En mér hefur alltaf þótt gaman að takast á við erfiðleika af þessum toga, í mínum huga eru þeir eins og krydd. Þegar ég hóf störf hjá Olís vissi ég mjög lítið um þennan bransa og fékk þar að auki lítinn stuðning frá þeim mönnum sem höfðu stjóm- að fyrirtækinu áður. Ég þuifti í raun og veru að læra þetta af sjálfum mér og ráða auk þess menn í allar lykilstöður. En ég naut góðs af fáeinum mjög hæfum mönnum sem vom eftir. Það vom mjög hæfir menn í Olíustöð- inni í Laugamesi og á bensínstöðvunum og raunar víða út um land og þeir héldu allir áfram. Það sagði enginn upp nema á aðal- skrifstofunni. Þegar ég hóf störf hjá Olís var fjárhags- staða fyrirtækisins mjög slæm, svo slæm að fráfarandi forstjóri, stjómarformaður og skrif- stofustjóri létu færa til bókar að það væri yfirvofandi hætta á gjaldþroti. Ástæðan var fyrst og fremst sú að félagið átti mikið af útistandandi skuldum hjá útgerð- inni og skuldaði auk þess gífurlega í Lands- bankanum. Haustið 1981 skuldaði Olis 57% af heildarskuldum olíufélaganna og það var náttúrlega langt umfram það sem markaðs- hlutdeild félagsins nam. Efst á blaði hjá okkur allan tímann, sem ég var hjá félaginu, var að innheimta skuldir en maður nær náttúrlega ekki peningum úr tómum skjóðum. Þegar útgerðin átti sem erfiðast vom öngvir pening- ar fyrir hendi. Með því að ganga harkalega að útgerðarfélögunum, sem skulduðu okkur hvað mest, hefðum við náttúrlega getað sett þau á hausinn en það var nú vandséður til- gangurinn með því. Árið 1986 hafði staðan breyst, þá tókst í fyrsta skipti að grynnka á útistandandi skuldum, það er að segja að inn- heimta meira en nam sölu. Það var fyrst og fremst vegna batnandi stöðu útgerðarinnar. Hún fór í fyrsta skipti í langan tíma að sjá einhveija peninga. Það skilaði sér til félagsins. Við síðasta uppgjör, sem ég lét gera og var miðað við 30. september 1986, voru skuldir félagsins í krónum talið jafnháar og þær höfðu verið 1. janúar 1984 þrátt fyrir verðbólgu á tímabilinu og mjög slæmt ár 1985, sem reynd- ist ekki einungis okkur erfitt heldur líka Skeljungi og Olíufélaginu hf. vegna erfiðra ytri aðstæðna. Erfiðleikamir á árinu 1985 stöf- uðu fyrst og fremst af verulegum niðurskurði á álagningu á olíu í nóvember 1984. Þetta var síðan leiðrétt, fyrst að hluta en síðan að öllu leyti, þannig að árið 1986 var mjög gott. Uppgjörið, sem ég nefndi áðan, frá september 1986 sýndi 30 milljóna króna hagnað fyrstu niu mánuði ársins. Þrátt fyrir erfiða lausafjár- stöðu var rekstrarafkoman viðunandi allan tímann sem ég var hjá félaginu, að undan- skildu árinu 1985“ - Þið brydduðuð upp á ýmsum nýjungum á bensínstöðvunum, var ekki svo? „Jú, jú. Það var bryddað upp á ýmsu. Allt til að auka söluna og ná sterkari stöðu á markaðnum. Við byijuðum með súperbensín- ið sem öllum þykir sjálfsagt í dag þó að 21. TBL VIKAN 37

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.