Vikan


Vikan - 21.05.1987, Qupperneq 42

Vikan - 21.05.1987, Qupperneq 42
Draumar GAMALL SEM MIG LANGAR ENN AÐ FÁ RÁÐINN Kæri draumráðandi. Mig hefur langað til að skrifa þér í mörg ár en aldrei látið verða af því. Núna ætla ég loksins að gera alvöru úr þvi. Erindið er að fá einii eldgamlan draum ráðinn, frá því ég var lítil. Þetta er hálfgildings martröð en svo sérkennileg að ég hef oft verið að velta því fyrir mér hvort þetta sé ekki bara einhver fyrirboði um framtíðina hjá mér (sem núna er fortíð). Þú verður að segja mér hvernig þetta er. Mér fannst (mig dreymdi drauminn senni- lega oftar en einu sinni) að ég lægi í rúminu mínu og stór skápur á móti því nálgaðist mig hægt. Þá fannst mér ég vera staðurinn hérna og skápurinn vera fjallið og sigi hægt í áttina til mín. Eg var eins og hálfvakandi í myrkrinu og fannst þetta ógnvekjandi, en venjulega er ég minnst myrkfælin af vinum mínum. Þess vegna fannst mér svo undarlegt að einmitt mig skyldi dreyma svona. Nú getur þú, draumráðandi minn, upplýst mig hvort ég hef allan þennan tíma velt þess- um draumi fyrir mér að ástæðulausu. Með þökk fyrir ráðninguna. Fjallhress. Sennilega hefur þú vell þessum draumifyrir þér allt oflengi að ástœdutausu. Hann er dcemi- geróur fyrir martraðir barna þótt undarlegur sé. Þú gelur samt velt honum fyrir þér og bor- iá hugsanlega ráðningu saman við lífþittfram aó þessu, því ef hann er ráðinn sem tákndraum- ur merkir liann óvenju erfitt og þyrnum stráð lífshlaup og að miklar hindranir bókstaflega leggist á þig. Þú getur svo sjálf damt um livort þetta á við þig. MIKAEL Kæri draumráðandi. Mér leikur mikil forvitni á að fá að vita hvað mannsnafnið Mikael merkir í draumi. Mig dreymdi mann með þessu nafni um dag- inn en þekki bara engan sem heitir því. Eg mundi nafnið svo skýrt þegar ég vaknaði að mér datt í hug að skrifa. Nafnið er í rauninni það eina sem ég man úr þessum draumi. Nú verður þú bara að upplýsa mig um merkingu draumsins. Með þökk fyrir birtinguna. Mikkólína. Þetta nafn er ágœtlega J’arsœlt í draumi, sam- anber Mikael erkiengil, en kostur hefði verið að já eitthvað meira til að dœma út frá áður en draumurinn er ráðinn. STRÁKUR SEM ÉG ER SKOTIN í Kæri draumráðandi. Mig dreymdi um daginn strák sem ég er æðislega skotin í. Við vorum ferlega happí og ætluðum að fara að sofa saman, en það dróst alltaf og dróst því alltaf var eitthvað að koma upp á og á endanum vaknaði ég hrikalega spæld yfir því að ekkert gerðist. Hvað merkir að dreyma svona? Ég. Svona draumur merkir sennilega ekki neitt. Þó getur ánœgjidegl kynlíf verið mikið heilla- tákn svo cetli við ráðum þetta ekki bara sem svo að í vcendum sé góð tíð en einhverjar tafir eðct hindranir séu í veginum. DON JOHNSON Kæri draumráðandi. Mig dreymdi um daginn að ég væri með Don Johnson í Miami Vice og það var allt mjög ólíkt því sem er í þáttunum, meira eins og hann væri bara hérna á íslandi og jafnvel í skólanum mínum. Hvað merkir þetta? Þökk fyrir birtinguna. Ég. Þessi draumur merkir svo sem ekki neitt, aó vísu er oft sagt að það merki upphefð að vera með frcegu Jölki en einhvern veginn finnst mér þessi draumur ekkisérlega marktcekur. Þú rceð- ur hvað þú ályktar, ef þér finnst draumurinn hljóta að hafa verið tákndraumur má vera aó eitthvað gott sé fram undan á framabrautinni hjá þér. SÍ OG Æ DETTANDI Kæri draumráðandi. Mig dreymdi fyrir skömmu að ég væri dett- andi heila nótt. Þetta var mjög óþægilegur draumur, svo ekki sé meira sagt. Eg fór út um allt, um móa eins og ég væri í berjamó (engin ber samt) og um bæinn og alltaf var ég að detta en meiddi mig samt aldrei. Ég var eins og hálfdösuð þegar ég vaknaði eftir þessa erfiðu draumanótt. Nú langar mig að fá að vita hvort þessi draumur er einhver vísbending um eitthvað og ef svo er þá hvað. Með fyrirfram þakklæti. H.P. Draumurinn er vissulega tákndraumur og benclir til ctð ekki gangi allt í liaginn á ncest- unni en sennilega verða hindranirnar fyrst og fremst lítilvcegar þótt þter geti svekkt þig um tíma og verið leiðinlegar. 42 VIKAN 21. TBL
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.