Vikan


Vikan - 21.05.1987, Qupperneq 44

Vikan - 21.05.1987, Qupperneq 44
Krydd úti í giugga Á hverju sumri eru krakkar í skólagörðunum og víðar að stinga upp, sá og setja niður, reyta arfa og vökva. Og loks er hægt að njóta blómanna og borða grænmetið sem er auðvitað miklu betra en það sem er keypt i búð. En það er líka hægt að rækta heima hjá sér, úti í garði og úti í glugga. Það er auðvelt að rækta kryddjurtir úti í glugga og fint að geta klippt þær ferskar í matinn. Það er kannski orðið of áliðið fyrir sáningu margra tegunda en allt í lagi að prófa og vera svo tilbúinn snemma næsta vor. Þær kryddjurtir, sem við getum til dæmis sáð fyrir, eru steinselja og graslaukur. Steinseljan verður 10-20 cm há og er bæði notuð fersk og þurrkuð með mat og er mjög falleg fersk sem skraut. Stein- seljan er einær en það þýðir að hún lifir ekki og vex aftur ár eftir ár eins og graslaukur- inn sem er fjölær. Hann verður 25-30 cm hár og er líka notaður á ýmsan mat, er til dæmis góður klipptur yfir eggjabrauð eða kartöflur. Sama aðferð er notuð við sáningu kryddfræja og blómafræja. Á fræpokunum eru yfirleitt leiðbeiningar um hvenær á að sá og hvenær vænta megi uppskeru. Svo er afgreiðslufólkið í blómabúð- unum örugglega tilbúið að veita ykkur upplýsingar. En hér ætlum við að líta aðeins á aðferðina. Best er að sá í ílát sem ekki eru of djúp og passa að þau séu vel hrein áður en moldin er sett í. Það verður að nota góða mold sem er laus við sveppagró og skordýr. Setjið moldina í ilátið, þjappið létt og sléttið yfirborðið. Bleytið moldina örlítið og dreifið fræjunum á yfirborðið en ekki of þétt. Þjappið síðan aðeins ofan á moldina. Látið þetta standa í skugga en góðum hita á meðan fræin spíra. Á meðan þarf að vera jafn raki í moldinni. Þegar þið sjáið að fræin hafa spírað færið þið ílátið út í glugga í góða birtu. að rækta úti í glugga. Það má meira að segja rækta hana í bómull í stað moldar. Legg- ið bómull á undirskál og rennbleytið. Stráið fræjunum yfir og eftir um það bil tvc daga fer jurtin að vaxa og vex hratt sé hún í góðri birtu og vökvuð daglega því bómullin þarf alltaf að vera blaut. Passið upp á að moldin þorni ekki. Vökvið oft en litið í einu. Ef þið passið vel upp á birt- una og vökvunina ættu kryddjurtirnar að dafna vel og þá verður hægt að klippa þær þegar fer að líða á sumar- ið. 1 Garðperla heitir ein krydd- jurt sem er ótrúlega auðvelt Garðperlu er líka hægt að rækta á sérstökum bökkum eingöngu með vatni. Líklega fellur ekki öllum krökkum við bragðið sem er svolítið beiskt en það er samt gaman að rækta garðperluna og þið getið þá bara gefið hana. Athugið að þegar þið kaup- ið fræ eru erlend nöfn á pokunum. Garðperla heitir til dæmis karsi og steinseljan persil. Vonandi gengur ræktunin vel hjá ykkur, þó ekki eins vel og hjá Baldri og Auði í Hryllingsbúðinni en þar óx plantan endalaust og vildi ekkert nema mannablóð. En hér kemur loks texti úr Hryll- ingsbúðinni sem þið getið sungið fyrir plönturnar ykk- ar: Liíla búó, litla hryllingsbúðin. Litki búð, litla ógnarbúðin. LJndir súð, litla hryllingsbúðin. Vá vá vá vá va-á. Litla búó, litla hryllingsholan. Vil og vol, litla ógnarholan. Þrek og þol, litla hryllingsholan. Vá vá vá vá-vá. Flóahró, hvaða ósköp ógurleg er ’ að ske? Lítt’ á, lítt’ á, lítt’ á, lítt’ á auðn og tóm. Annarlegan róm heyri ég. Je je je je. Agðajlagð, stansaðu aó bragði í sporunum! Pœld' í 'ðí! Pœldu bara í ’ðí, segðu kellu aó hœtta allridellu, pœkl' í 'ðí. Allir Já að lokum sinn skell! Komon komon komon. Búðin min - litli sceti hrollur - vindur hvín! Það verður ekkert lát á kvöl og pín. Litla hryllingsbúðin! Ó nónó nóhó nónó nóhó ó. Umsjón: Hólmfríður Benediktsdóttir 44 VI KAN 21. TBL
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.