Vikan


Vikan - 21.05.1987, Page 47

Vikan - 21.05.1987, Page 47
„Þettaerusvona lítil ufeaseiði" Tveir ungir veiðimenn við höfnina teknir tali „Við höfum ekki komið hing- að mjög oft en það kemur þó fyrir. Okkur þykir mjög gaman að reyna að veiða fiskana og stundum sjáum við þá synda um og þá er spennandi að sjá hvort þeir bíta á." Þetta sögðu tveir framtíðar- veiðimenn sem við hittum við Reykjavíkurhöfn nýverið. Þar voru þeir Bjöm Snorri Rosdahl og Ögmundur Jónsson en báðir eru átta ára gamlir. Þrátt fyrir stopula veiði brá fyrir breiðu brosi á þeim félögum er okkur bar að garði og á bryggjusporð- inum lágu tveir litlir fiskar. „Þetta eru svona ufsaseiði og það er fullt af þeim hér. Við komum kannski aftur á morgun því þetta er svo gaman," sögðu veiðifélagamir ungu er við kvöddum. Það var greinilegt á félögunum að þeir vom ekki vonsviknir yfir aflanum enda góðir veiðimenn jafnan nægju- samir og léttir í lund. Margur veiðigarpurinn man fyrst eftir sér við veiðiskap sem polli á bryggjusporði. Og ævin- lega sannar það sumarkomu þegar peyjamir þyrpast niður á bryggju með færin og dorga daginn út og daginn inn. Þeir hafa nægan tíma og eflaust eiga margir ufsarnir og kolarnir eftir að sprikla við Reykjavíkurhöfn i sumar sem víðar á landinu. Valgarö Ragnarsson, sem er tólf ára og býr á Blönduósi, horfir hér hugfanginn á góðan afla. Vikumynd: Siguróur Kr. Áhuginn leynir sér ekki hjá Birni Snorra Rosdahl. Hér sker hann beitu úr skel og skömmu síðar var hún boðin fiskunum í höfninni. Ungur og eMegur veiðimaður á Blönduósi Ungir, upprennandi veiði- menn eru í sviðsljósinu í þessum veiðiþætti en áhugi meðal þeirra yngri á veiði hefur alltaf verið mikill og verður stöðugt fyrir hendi. Ungi pilturinn á myndinni hér að ofan er þar engin und- antekning. Hann heitir Valgarð Ragnarsson og býr á Blönduósi. Hann er áhuga- samur veiðimaður og notar hverja stund sem gefst til að renna fyrir flsk. „Valgarð er mikill áhugamaður um veiði og talar mikið um hana, enda hugsar hann vart um annað," sagði tíðindamaður okkar á Blönduósi um garpinn sem örugglega á eftir að þreyta margan fiskinn í framtíðinni. Óskum við honum og öðrum veiðimönnum alls liins besta og vonandi verður þetta gott sumar fyrir veiðimenn. Umsjón: Gunnar Bender og Stefán Kristjánsson 21. TBL VIKAN 47

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.