Vikan


Vikan - 21.05.1987, Side 54

Vikan - 21.05.1987, Side 54
Maðurinn sem kunni vel við hunda 1 Það var glænýr, álgrár DeSótó fólks- bíll fyrir framan dyrnar. Eg tók á mig krók í kringum hann og fór upp þrjár hvítleitar tröppur, inn um dyr með gler- hurðum og síðan upp þrjár teppalagðar tröppur í viðbót. Ég hringdi bjöllu sem var á veggnum. Hellingur af hundum gelti svo hátt að þakið nötraði. Á meðan þeir góluðu, gjömmuðu og ýlfruðu horfði eg inn í litla skrifstofu, inn um glugga. 1 henni var skatthol og í biðkrók voru leðurstólar ættaðir af skransölu. Á veggnum héngu þrjú viðurkenningarskjöl og á lúnu borði lágu nokkur eintök af tímariti hundavina. Einhver þaggaði niður í hundunum bakatil, því næst opnuðust innri dyrnar og lágvaxinn, smáfríður maður með yfir- skegg, sem virtist vera teiknað á hann, kom inn. Hann var í vinnusloppi og á skóm með gúmmísólum. Hann brosti alúðlega, leit í kringum sig en sá engan hund við fætur mér. Brosið varð yfir- borðslegra. Hann sagði: - Ég er að reyna að venja þá af þessu, en það tekst ekki. í hvert sinn sem bjöllunni er hringt byrja þeir, þeim leiðist og þeir vita að bjölluhljóð þýðir gestur. Ég sagði: - Jamm, og rétti honum nafnspjaldið mitt. Hann las á það, sneri því við og leit á bakið á því, sneri því aftur við og las aftur framan á það. - Einkaleynilögreglumaður, sagði hann mjúkum rómi og vætti rakar varirn- ar. - Jæja, ég er Sharp læknir. Hvað get ég gert fyrir þig? Ég er að leita að stolnum hundi. Hann hvarflaði augunum í átt til mín, herpti nettar varirnar. Andlitið á honum roðnaði smátt og smátt. Ég sagði: Ég er ekki að gefa í skyn að þú haf- ir stolið hundinum, læknir. Hver sem er gæti komið hundi fyrir á þessum stað og það hvarflaði víst ekki að þér að neinn kæmi með hund sem hann ætti ekki, er það? Maður er nú ekkert hrifinn af til- hugsuninni, sagði hann settlega. Hvers konar hundur er þetta? - Lögregluhundur. Hann sparkaði með tánni í þunnt tepp- ið og horfði i hornið á loftinu. Roðinn hvarf úr andlitinu á honum og hann varð gljáandi og hvitur í kjölfarið á því. Eftir drykklanga stund sagði hann: Ég er ekki með nema einn lögreglu- hund hérna og ég þekki fólkið sem á hann. Svo ég er hræddur um að... Þá hefurðu varla á móti því að ég líti á hann, greip ég fram í og hélt í átt að innri dyrunum. Sharp læknir haggaðist ekki. Hann sparkaði aftur i teppið. - Ég er hræddur um að það standi ekki vel á núna, sagði hann mildum rómi, kannski seinna í dag. Það væri betra fyrir mig núna, sagði ég og seildist í húninn. Hann hentist yfir biðstofuna, að litla skattholinu. Hann greip_ til símans með smágerðri hendi. Ég skal. . . ég skal kalla á lögregluna ef þú ætlar að fara í hart, sagði hann hraðmæltur. Flott, sagði ég. Biddu um Fulwider yfirforingja. Segðu honum að Carmady sé hjá þér. Ég var að koma af skrifstof- unni hans. Sharp læknir sleppti takinu af síman- um. Ég glotti við honum og velti sígarett- unni milli fingranna. Svona nú, læknir sæll, sagði ég. Hristu nú lubbann úr enninu á þér og komdu. Vertu vænn og þá skal ég kannski segja þér sögu. Hann beit í báðar varirnar í einu og starði á brúnan þerripappír á skrifborð- inu sínu, fitlaði við hornið á honum, stóð upp og gekk yfir gólfið á hvítu skónum, opnaði dyrnar fyrir framan mig og við gegnum inn eftir þröngum, gráum gangi. I gegnum opnar dyr sást í skurðstofu- borð. Við fórum inn um dyr sem voru lengra inn með ganginum og inn í autt herbergi með steingólfi. í horninu var þó gashitari með vatnsskál við hliðina og meðfram einum veggnum búr á tveim hæðum með þungu vírneti fyrir. Hundar og kcttir störðu þögul á okk- ur, cflirvæntingarfull, bak við vírnetið. Lítill chihuahuahundur þcfaði undir stóran, rauðan, persneskan með loðkraga um hálsinn. Þarna var líka einn skoskur, súr á svipinn, og blendingur mcð hár- lausan fót, silkigrár angóraköttur og sealyhami, tvcir blendingar í viðbót og hnífbeittur fox terrier með mikið trýni og hárrétta sveigju á nefbroddinum. Þarna voru rök trýni og leiftrandi augu og allir vildu vita hvern ég væri að heim- sækja. Ég leit yfir hópinn. Þetta eru leik- föng, læknir sæll, sagði ég i nöldurtón. Ég cr að tala um lögregluhund, gráan cða svartan, ekki brúnan. Hund! Niu ára gamlan. Fullkominn í útliti nema hvað skottið á honum er helst til slutt. Leiðist þér? Hann starði á mig, fálmaði citthvað út í loftið, vansæll á svip. Já, en. .. tautaði hann. Jæja, komdu þá þessa leið. Við fórum aftur út úr herberginu. Dýr- in voru vonsvikin á svipinn, ekki síst chihuahuahundurinn, sem reyndi að brölta í gegnum vírnetið og tókst það hérumbil. Við fórum út um bakdyr og í steinsteypt port þar sem tveir kofar voru. Annar þeirra var tómur. Hinn var með hálfopnar dyr, í honum var drungalegur kassi, aftast í honum stór hundur í keðju. Hann lá með skoltinn niðri á gömlu teppi sem var fletið hans. Varlega, sagði Sharp. Hann er ansi villtur stundum. Ég var fyrst með hann inni en hann hræddi hina. Ég fór inn í kofann. Hundurinn urr- aði. Ég fór í áttina til hans og hann skutlaðist með miklum dynk eins langt fram og keðjan leyfði. Ég sagði: Sæll, Voss. Heilsaðu. Hann lagði niður trýnið, ofan í teppið. Eyrun á honum komu hálfa leið í átt til mín. Hann var mjög stillilegur. Augun í honum voru úlfsleg, svartyrjótt. Síðan fór hringað skottið, sem var áberandi stutt, að slást í gólfið, hægt. Ég sagði: Heilsaðu, drengur, og rétti honum höndina. í dyrunum stóð dýralæknirinn og sagði mér að vera gætinn. Hundurinn nálgaðist hægt á stórum, grófgerðum þófunum, speiTti eyrun og lyfli vinslri framlöppinni. Ég heilsaði honum. Smávaxni dýralæknirinn sagði i kvört- unarrómi: Þetta kemur mér mjög á óvart, hcrra. . . herra. . . Carmady, sagði ég. Já, því gæti ég trúað. Ég klappaði hundinum á kollinn og við fórum aftur út úr skúrnum. Við fórum inn í húsið, inn á biðstofu. Ég ýtti tímaritunum frá og sctlist á horn- ið á lúna borðinu, horfði rannsakandi á litla, laglega manninn. Ókei, sagði ég. Láttu það flakka. Hvað heitir fólkið sem kom mcð hann og hvar býr það? Hann Imgsaði sig um, fýldur. Þau heita Voss. Þau eru fiutt á austurströnd- ina og ætluðu að senda cftir hundinum þegar þau væru búin að koma scr fyrir. Krúttlegt! sagði ég. Það cr hundur- inn scm heitir Voss cflir þýskri stríðs- fiugvélatcgund. Fólkið hcitir í höfuðið á h undinum. Þú hcldur að ég sé að Ijúga, sagði maðurinn og honum var grcinilcga hcitt í hamsi. Ónci, nci, þú ert of fijótur að verða hræddur til að gcta verið bófi. Ég held að einhver hafi viljað taka hundinn úr umferð. Það sem gcrðist var að stúlka, 54 VIKAN 21. TBL

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.